Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2015 Haldið verður upp á þrjátíu ára afmæli hinnar goðsagnakenndu Spaugstofu í Ríkissjónvarp- inu í haust. Um er að ræða tíu þætti sem byggðir eru upp á viðtölum við Spaugstofu- gengið og „fórnarlömb“ þess gegnum tíðina og svo verður einn lokaþáttur, sá ellefti, í anda gömlu þáttanna. Sýningar hefjast í októ- ber og er dagskrárgerð í höndum Gísla Mar- teins Baldurssonar og Eiríks Inga Böðvars- sonar. „Það er mjög gleðilegt að RÚV skuli gera ferli okkar skil með þessum hætti í tilefni af afmælinu, en við byrjuðum einmitt þar fyrir réttum þrjátíu árum,“ segir Karl Ágúst Úlfs- son Spaugstofumaður. Hann segir þættina öðrum þræði munu skoða sögu þessara þriggja áratuga í ljósi Spaugstofunnar en fræðimenn og aðrir áhuga- menn um spé munu leggja orð í belg. „Það verður lærdómríkt að fá að heyra skoðanir þessa fólks,“ segir Karl Ágúst, en Spaug- stofan mun einnig halda upp á áfangann með því að frumsýna nýja sýningu, Yfir til þín, á Stóra sviði Þjóðleikhússins í lok október. Spurður hvort áform séu um frekari dag- skrárgerð í sjónvarpi í nafni Spaugstofunnar svarar Karl Ágúst neitandi. „Við lítum svo á að þessum kafla í lífi okkar og þjóðarinnar sé lokið. Það þýðir þó ekki að við félagar munum ekki vinna áfram saman, með einum eða öðr- um hætti. Þessi samvinna er ávanabindandi.“ Spaugstofan í öllu sínu veldi: Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfsson. ÞRJÁTÍU ÁRA GRÍNAFMÆLI Spaugstofan krufin á RÚV SPAUGSTOFAN SNÝR AFTUR Í RÍKISSJÓNVARPIÐ Í HAUST, EN FJALLAÐ VERÐUR UM ÞRJÁTÍU ÁRA SÖGU ÞÁTTANNA Í NÝJUM ÞÁTTUM SEM BYGGJA Á VIÐTÖLUM OG SÝNISHORNUM. „Aðfaranótt sunnudags sló drukk- inn maður fjóra menn niður í Austurstræti,“ segir í frétt á bak- síðu Morgunblaðsins 30. ágúst 1960. „Klukkan um þrjú um nóttina voru tveir menn á gangi á móts við Reykjavíkurapótek. Kom þá maður á móti þeim, og sáu þeir, að hann var undir áhrifum áfengis, en veittu honum ekki neina athygli að öðru leyti. Þegar þeir mætast, ræðst hinn ölvaði skyndilega að öðrum þeirra félaga og greiðir honum því- líkt högg, að hann skall rotaður á gangstéttina. Hinn sneri sér þá að árásarmanninum og spurði hverju þetta sætti, en það skipti engum togum, að hann sló félaga mannsins niður og hljóp síðan burtu. Þremur stundarfjórðungum síðar var aftur ráðizt á tvo menn, sem voru á gangi litlu vestar í Austurstræti. Voru þeim gerð svipuð skil og hinum fyrri. Þeir kærðu til lögreglunnar, sem hafði hendur í hári ofbeldis- mannsins skömmu síðar. Kom í ljós við rannsókn málsins, að um sama mann var að ræða í bæði skiptin. Hann hefur nú játað brot sín og kveðst ekki geta gert sér neina grein fyrir því, hvernig á hegðun sinni hafi staðið. Hann lenti í slysi fyrir nokkrum mánuðum og er síð- an vanstilltur og óeirinn við vín. Dómur var kveðinn upp í máli mannsins í gær, og var honum gert að greiða 5000 króna sekt og 3000 krónur í skaðabætur. Sektin var ekki höfð hærri með tilliti til slyss- ins, sem hann varð fyrir og talið er hafa haft áhrif á skapsmuni hans.“ GAMLA FRÉTTIN Sló fjóra niður Ekki er alltaf öruggt að vera á ferli í Austurstræti, eins og fréttin sannar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Pete Burns söngvari Dead or Alive Elín Ey tónlistarkona Boy George söngvari Culture Club Global hnífar Architect made tréfígúrur Freemover kertastjakar Take lampar iittala vasar Alessi desertskál ALESSI Fatman kökudiskur Vita carmina Omaggio vasar Litríkt og fallegt Kartell Bourgie borðlampi Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is iittala skálar Vita silvia copper
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.