Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 5

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 5
Ritstjóraspjall Vor 2009 _____________ Þessi vetur hlýtur að teljast með þeim allra viðburðaríkustu í íslenskri stjórn­ málasögu. Mikil endurnýjun mun eiga sér stað í forystusveit stjórnmálaflokkanna í næstu kosningum nema hjá vinstri græn­ um. Er óhætt að segja að það sé vilji þorra fólks að fá ný andlit í stjórnmálabaráttuna. Fólk vill skýr skil eftir allt sem á undan er gengið. Það er þó ekki þar með sagt að þeir sem nú víkja af stjórnmálasviðinu beri ábyrgð á falli fjármálakerfisins og samdrættinum í efnahagslífinu. Að undanskyldum Icesave­ reikningunum glíma flest lönd heims við sams konar vanda og Ísland. Hér er nefni­ lega um að ræða alþjóðlegt vandamál. Eftirlitsaðilar hafa sofið á verðinum um víða veröld, ekki aðeins á Íslandi. Og hvar­ vetna reynir almenningur að gera sér grein fyrir því hvað gerðist – og kvartar undan upp lýsingaskorti. En hvergi nema á Íslandi er þess krafist að allir sem gegndu ábyrgðarstörfum þegar hrunið varð segi af sér. Hvergi annars staðar er þess krafist að seðlabankastjórar víki eða gripið verði til viðamikilla stjórnkerfis­ breytinga. Svo virðist sem þjóðin hafi fengið risastórt taugaáfall og sé ekki fyllilega með sjálfri sér um þessar mundir. Umræða hefur farið úr böndum, litið er á alla sem störfuðu í fjármálageiranum sem ótínda glæpamenn og ráðamenn, jafnt stjórnmálamenn sem embættismenn, sem spillta getuleysingja. Samt er það óðum að skýrast að hér var um alþjóðegan hrunadans að ræða. Íslend ingar tóku kannski þátt í honum af meiri áfergju en aðrir, en það er fráleitt að halda því fram að íslensk stjórnvöld hafi brugðist í ríkari mæli en stjórnvöld í flestum öðrum lönd um. Framferði íslensku banka­ mannanna sýnist ekki ósvipað framferði bankamanna um víða veröld. Græðgin villti þeim ekki aðeins sýn heldur svipti þá nánast ráði og rænu í villtum hrunadansi. Hér á landi er áfallið kannski meira en annars staðar í þeim skilningi að það tóku nær allir þátt í hrunadansinum. Fólk á vinstri væng stjórnmálanna hóf ófyrirleitna fjárglæframenn til skýjanna og dýrkaði þá eins og hálfguði. Jafnvel dómstólar landsins lutu hinu spillta auðvaldi og létu eins og það væri hafið yfir lög og rétt. Hæstaréttardómararnir sem dæmdu í Baugsmálinu sendu þau skilaboð út í sam félagið að nánast hvað sem er væri leyfilegt í viðskiptum. Fjölmiðlarnir voru í eigu hinna áhættusæknu auðmanna og kváðu ekki aðeins í kútinn gagnrýnisraddir heldur kepptust við að sverta þá örfáu sem reyndu að leiða þjóðinni fyrir sjónir að í óefni stefndi, sbr. hinar svívirðulegu árásir sem Davíð Oddsson hefur mátt sæta árum saman í Baugsmiðlunum. Forseti landsins klappaði fyrir öllu saman og verð launaði þá sem lengst gengu í ósvífni og fjárglæfrum. Þjóðmál vor 2009 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.