Þjóðmál - 01.03.2009, Side 11

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 11
 Þjóðmál VOR 2009 9 húsið en næstu sólarhringa magnaðist spenna og var kveiktur eldur á Austurvelli . Lögregla beitti táragasi til að hafa hemil á óeirðamönnum . Við stjórnarráðshúsið gerðist það að næturlagi, að hópur fólks úr röðum aðgerðasinna snerist til varnar lögreglunni, en þá höfðu mótmæli tekið á sig svip skrílsláta . Hinn 21 . janúar var ráðist á Geir H . Haarde og bifreið hans, þegar hann var á leið úr stjórnarráðshúsinu . Athygli vakti, að Hallgrímur Helgason var fremstur í flokki þeirra, sem stóðu að aðförinni og lamdi hann bifreiðina að utan . Eftir að vinstri/grænir komu að því að ræða þátttöku í ríkisstjórn, dró úr ólátum aðgerða­ sinna . Þingmenn vinstri/grænna voru með ónot í garð lögreglu vegna aðgerða hennar og þar var Álfheiður Ingadóttir fremst í flokki . Þá voru vinstrisinnaðar vefsíður eins og aftaka .is, smugan .is og nei .is notaðar til gagn rýni og árása á lögreglu . Lögregla stóð vel og fagmannlega að öllum aðgerðum sínum undir öruggri forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuð borg ar svæð inu . Í mótmælahrinu vikunnar fyrir afsögn ráðu neytis Geirs H . Haarde réðust mót­ mælendur inn á fund í félagi Samfylk ingar­ innar í Reykjavík, sem var haldinn í Þjóð­ leikhús kjall aranum . Sameinuðust að gerð­ a sinnar og for ystumenn félagsins um að krefjast afsagnar ríkis stjórnarinnar . Við blasti, að Samfylkinguna skorti þrek eða vilja til að standast áraun mótmælanna . VI . Laugardaginn 31 . janúar lýsti Bjarni Bene diktsson, alþingismaður, fram boði sínu til formennsku í Sjálfstæðis flokkn um . Síðar hefur Þorgerður Katrín Gunn ars­ dótt ir, vara for maður Sjálfstæðis flokksins, sagt, að hún sækt ist eftir endurkjöri í það embætti . Þegar þetta er ritað, hafa ekki aðrir boðið sig fram til formennsku meðal sjálfstæðismanna en Bjarni . Reglur Sjálfstæðisflokksins um formanns­ kjör eru þess eðlis, að ekki er um neinn framboðsfrest að ræða . Kosið er óbundinni kosningu á landsfundi . Laugardaginn 14 . febrúar krafðist Jón Baldvin Hannibalsson þess, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti sem formaður Sam­ fylk ing arinnar, Jóhanna Sigurðardóttir yrði kjörin í hennar stað, ef Jóhanna vildi ekki taka áskoruninni sagðist Jón Baldvin ætla að bjóða sig fram til formanns . Jóhanna taldi af og frá, að hún byði sig fram, Ingibjörg Sólrún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta . Þær Ingibjörg Sólrún og Jóhanna efndu til blaðamannafundar laugardaginn 28 . febrúar og tilkynntu, að Ingibjörg Sólrún ætlaði að halda áfram sem flokksformaður og bjóða sig fram í annað sæti í Reykjavík, Jóhanna yrði forsætisráðherraefni og í fyrsta sæti í Reykjavík, Össur Skarphéðinsson fengi þriðja sætið í Reykjavík . Sunnudaginn 1 . mars sagðist Dagur B . Eggertsson, borgarfulltrúi, vilja verða varaformaður Samfylkingarinnar en áður hafði Árni Páll Árnason, alþingismaður, boðið sig fram til varaformennsku, eftir að Ágúst Ólafur Ágústsson hafði sagt sig frá þingmennsku og varaformennsku Samfylkingarinnar . Jón Baldvin Hannibalsson sagðist ætla bjóða sig fram gegn Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjöri auk þess að óska eftir stuðningi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík . Hann vildi verða í einu af átta efstu sætunum á listanum . Dagur B . taldi Jón Baldvin vega ómaklega að Ingibjörgu Sólrúnu, þegar hann teldi hana eiga að axla ábyrgð vegna bankahrunsins, hún hefði gert það með því að rjúfa stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn . Með skömmum fyrirvara gerðist það

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.