Þjóðmál - 01.03.2009, Page 13

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 13
 Þjóðmál VOR 2009 11 Vilhjálmur Eyþórsson Þjóðin, það er ég! Margur heldur mig sig,“ segir gamalt máltæki og sú hugsun, eða öllu held ur þráhyggja, að allir aðrir hljóti að vera á sömu skoðun og maður sjálfur er einkennandi fyrir hugsjónamenn, lýð­ skrum ara og einfeldn inga allra alda . Raunar er vandfundinn sá harðstjóri og ógnar bíldur á spjöldum sögunnar, sem ekki taldi sjálfan sig vera alveg sérstakan fulltrúa „alþýðunnar“, þ .e . fólksins, þjóðar­ innar . Það gerði Kleón sútari í Aþenu hinni fornu, Júlíus Sesar var ávallt „maður fólks­ ins“ og Napóleon hóf feril sinn sem bylt ­ ingarleiðtogi á vegum „alþýðunnar“ . Margir þjóð höfðingjar töluðu gjarnan um sjálfan sig í fleirtölu, t .d . Viktoría drottning, (sbr .: „We are not amused“) . Prívatskoðun eins ein staklings átti þannig að vera skoðun allrar þjóð arinnar . Hitler lauk aldrei sundur munni án þess að tala í nafni „alþýðunnar“, en þýska orðið „Volk“ og enska orðið „People“ er á íslensku ýmist þýtt sem „þjóð“ eða „alþýða“ . Eitt af því fjölmarga, sem „róttækir vinstri menn“ (kommúnistar) eiga sameiginlegt með nasistum er, að þetta fólk endurtekur í sífellu orðin „alþýða“ (Volk) og „barátta“ (Kampf) og – vel að merkja – bæði kommúnistar og nasistar trúa því í fullri alvöru, að einmitt þeir sjálfir séu hinir einu og sönnu fulltrúar fólksins . Hrokinn, yfirgangurinn og frekjan sem felst í nafni „Þjóðviljans“ sáluga hefði sómt sér ágætlega á einhverju málgagni Hitlers og nasista („Wille des Volkes“) . Þetta blað túlkaði aldrei vilja nokkurrar þjóðar, hvorki hinnar íslensku né rússnesku, heldur vilja lítillar klíku menntamanna á Íslandi, en þó fyrst og fremst vilja þeirra miskunnarlausu, blóðþyrstu óþokka, sem völdin höfðu í Kreml . Raunar er nafnið eldra en alræðismálgagnið, Stofnandi hins elsta Þjóðvilja, Skúli Thoroddsen, virðist, eins og svo margir aðrir hugsjónamenn í gegnum tíðina, og ekki aðeins kommúnistar og nasistar, hafa verið haldinn þeirri þráhyggju að vilji hans sjálfs hlyti að vera vilji allra . Femínistar tala undantekningarlaust um sínar eigin prívatskoðanir sem skoðanir allra, þótt yfirgnæfandi meirihluti kvenna hafi sáralítinn áhuga á brölti þeirra . Einfeldningar í stétt fjölmiðlamanna éta þetta eftir þeim og tala því gjarnan um „skoðanir kvenna“ eða „vilja kvenna“ þegar í raun er átt við skoðanir og vilja lítillar klíku femínista .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.