Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 14

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 14
12 Þjóðmál VOR 2009 Klausuna hér að framan skrifaði ég fyrir nokkrum árum í stuttri grein í Moggan um þegar hávaðinn var sem mestur í „Þjóðar hreyfi ngunni“ út af frægri auglýsingu, sem sett var í New York Times . Hún á einkar vel við nú, í ljósi nýjustu atburða, þegar svonefndar „gras rótar hreyf­ ingar“ spretta upp víðs vegar . „Þjóðarhreyfingin“ er nú að mestu eða öllu leyti fyrir bí, en hún er einmitt ágætt dæmi um það, þegar fáeinir menn fá þá flugu í höfuðið, að allir aðrir hafi sömu skoðun og þeir sjálfir . Ekkert bendir til annars en að forkólfar hennar, sem voru í upphafi þrír, hafi trúað því í fullri alvöru að öll þjóðin deildi skoðunum þeirra á svonefndu „fjölmiðlafrumvarpi“, sem varð tilefnið að stofnun hreyfingarinnar . Um þetta mætti segja: „þjóð vill, þá þrír vilja“, eða, svo vitnað sé í Guðna: „Þar sem þrír menn koma saman, þar er komin Þjóðarhreyfing .“ Meðal annars var efnt til fundar við Stjórnarráðið, þar sem þremenningarnir mættu, auk forvitinna vegfarenda, og hrópað í kór: „Við viljum lýðræði! Við viljum lýðræði!“ alveg eins og börnin gerðu í gömlu auglýsingunni („Við viljum Vilkó! Við viljum Vilkó!“) . Síðar bættist Kona í hópinn, þannig að úr varð „fjórmenningaklíka“ eins og hjá Mao . Í það sinn snerist „baráttan“ um að safna fé til að setja auglýsingu í New York Times til að auglýsa fyrir gjörvallri heimsbyggðinni að þeir sjálfir væru sko alveg á móti stríðinu í Írak . Raunar vissu þá þegar allir sem vildu vita, að þeir voru á móti stríðinu en þeim fannst samt bera brýna nauðsyn til að auglýsa þetta fyrir heiminum með ærnum tilkostnaði . Ekkert bendir til að nokkur maður í Bandaríkjunum eða annars staðar á Vestur­ löndum hafi lesið þessa auglýsingu eða tekið hið minnsta mark á henni . Gyðingarnir, sem eiga blaðið eru hins vegar ákafir stuðn­ ingsmenn Ísraels og veita fé þangað . Það er alveg öruggt, að eitthvað af peningunum sem safnað var meðal fátækra íslenskra hugsjónamanna hefur þannig runnið til að styrkja ísraelsku hernaðarmaskínuna, sem er reyndar hið besta mál . Hitt er ljóst, að auglýsingin hefur haft áhrif í arabalöndum . Henni voru gerð rækileg skil í arabískum fjölmiðlum, m .a . á Al­arabia og Al­jazeera sjónvarpsstöðvunum . Ísland er því komið þar á kortið . Al Qaida­leið­ togarnir eru margir hverjir mennt aðir menn og vel upp aldir og lesa New York Times . Því fer fjarri að „Þjóðarhreyfingin“ sé eina dæmið um slíka „grasrótarhreyfingu“, og má til dæmis minna á „núll­flokkinn“, „Sólskins­flokkinn“ og samtök Ástþórs, „Frið 2000“, sem naut allnokkurs fylgis um skeið . Meðal annars lýsti fyrrverandi forsætisráðherra, Stein grím ur Hermannsson, stuðningi sínum við hreyf ­ inguna . Þar var um að ræða þráhyggju eins manns, sem tókst að hrinda öllu af stað . Sama gildir um „Flokk mannsins“ sem var all áberandi í þjóðlífinu fyrir nokkrum árum . Samtök þau, „Raddir fólksins“, sem und­ an farið hafa staðið fyrir hávaða og óeirðum í mið bæ Reykjavíkur eiga flest sameiginlegt með fyrr nefndum „grasrótarsamtökum“ . Má telja öruggt að stór hluti, vel hugsanlega meirihluti ein beittustu þátttakenda í látun­ um hafi starfað í einhverjum eða öllum þeim samtökum, sem ég áður nefndi, hafi þeir til þess aldur . Að tvennu leyti skera þau sig þó alveg úr: þeim hefur tekist að draga til sín nokkurn fjölda nytsamra sakleysingja, mun fleiri en fyrri hliðstæð sam tök, og í öðru lagi hafa þessi samtök, ólíkt þeim fyrrnefndu, ekki hikað við að beita ofbeldi . Eins og allir vita hafa þau skipulega reynt að hindra eðlileg störf kjörinna fulltrúa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.