Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 16

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 16
14 Þjóðmál VOR 2009 um væntanleg „mótmæli“ og útsendingum í útvarpi og sjónvarpi frá uppátækjum „mótmælenda“ . Lengst allra hefur gengið konan, sem undanfarið hefur sent út vídeófréttir í stíl gamla Þjóðviljans undir merkjum mbl.is, þar sem fram kemur afdráttarlaus, kinnroðalaus stuðningur við skrílinn . Hún hefur nú af fjölmiðlamönn­ um verið kosin „blaðamaður ársins“, sem undir strikar og staðfestir allt það sem ég sagði um hina sjálfhverfu, sjálfumglöðu stétt hér að ofan, en velþóknun ritstjórnar Morgunblaðsins sýnir líka hvernig komið er fyrir þessu blaði og hvers vegna gamlir, tryggir stuðnings menn þess eru nú sem óðast að yfirgefa það . Menn muna kannski, þegar ungliðar Sam fylkingar og VG söfnuðust á palla í Ráð húsinu og gerðu hróp að ný skipuðum borg arstjóra . Fjölmiðlar fullyrtu þá hver um annan þveran að „almenningur“ hefði mótmælt . Sag an endurtók sig nú . Fáeinir „aðgerðar sinnar“ með Hörð Torfason í fararbroddi boðuðu til mótmæla á Austurvelli . Fjölmiðlar gripu þetta á lofti og voru óðara farnir að tala um að „almenningur“ vildi mótmæla vonsku stjórn valda . Fólk var opinskátt hvatt til að mæta til að hlusta á Hörð og menn hans og í rauninni furðulegt hve fáir létu sjá sig, tíu­fimmtán sinnum færri en mættu á „gleðigöngu“ hommanna . Þátttakendur í „mótmælunum“ hafa langoftast verið miklu færri en þeir, sem kusu Ástþór í for­ setakosningum og það er líka öruggt, að hlutfall kjósenda Ástþórs í röðum „mót­ mælenda“ var afar hátt . Fjölmiðlamenn sjá hins vegar ekkert athugavert við að segja „almenning“, eða jafnvel „þjóðina“ hafa mótmælt . Þeir hafa líka vísvitandi beint athygl inni frá þeirri staðreynd að hér er fyrst og fremst um að ræða liðsmenn ýmissa öfga­ og jaðarhópa . Þess í stað hafa þeir beint athygl inni að þeim nytsömu sakleysingjum, sem stundum slógust í hópinn um lengri eða skemmri tíma og segja þá sýna að hér sé um „almenning“ að ræða, sem er alrangt . Sem fyrr sagði var það einkennandi fyrir þessa atburði, auk ofbeldisins, hve marga nyt sama sakleysingja vinstri­öfgamenn irn ir, sem forystu höfðu tókst að blekkja til liðs við sig, a .m .k . um skamma hríð . Sak lausast var trú lega átta ára barnið, sem var látið halda ræðu . Ræða háskólakennara nokkurs var hins vegar nytsömust . Hann var gerður að ráðherra . Ingibjörg Sólrún, lýðræðislega réttkjörinn fulltrúi á þingi þjóðarinnar, fékk skömm í hattinn þegar hún benti hópnum á, sem sat í Háskólabíói á frægum „borgarafundi“, að hann væri ekki þjóðin . Fjölmargir, jafnt innan fjölmiðla og utan þeirra töldu þetta sýna „hroka“ Ingibjargar . Það er alveg ljóst að fundarmenn, sem enginn hafði kosið og voru sem fyrr sagði álíka margir og kusu Ástþór, töldu sjálfa sig í raun vera þjóðina . Ekki nóg með það . Þeir samþykktu ályktun, þar sem þess var krafist, að fundarmenn fengju framvegis tvo fulltrúa á fundum ríkisstjórnarinnar! Samþykkt þessarar tillögu sýnir betur en flest annað hvers konar fundur þetta var og hvers konar fólk hér var um að ræða . Ýmislegt stendur upp úr frá þessum atburð um, svo sem heimsókn fáeinna „mótmæl enda“ til Bessastaða . Þeir voru ýmist klæddir lamb húshettum eða með klúta fyrir andliti eins og glæponar í gömlum kábojmyndum . Mér fannst gaman að sjá þá reyna að sötra te og súkku laði í gegnum klútana og skíðagrímurnar . Það merkilega er, að hvorki „mótmæl end­ urnir“ eða Ólafur Ragnar, sem einu sinni titlaði sig prófessor í svonefndri „stjórn­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.