Þjóðmál - 01.03.2009, Side 20

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 20
18 Þjóðmál VOR 2009 skiptast á verðbólga og samdráttur, allt af völdum þeirra sömu seðlabanka og eiga að halda verðlagi stöðugu . Skýrt dæmi um hvernig öryggisnet seðla­ banka hefur valdið áhættusamri hegð un er það sem Bandaríkjamenn kalla „the Greenspan put“ – eða „áhættuvörn Greenspans“ . Alan Greenspan veitti fjárfest um þá trú á tuttugu ára ferli sínum sem æðsti maður Seðlabanka Bandaríkjanna að hann myndi alltaf koma til bjargar, þegar hætta steðjaði að markaðnum, með því að dæla peningum í umferð . Nú kenna margir þeirri stefnu um hvernig komið er í Bandaríkjunum . Peningakerfi sem er byggt á lántökum get­ ur komist í vítahring . Tökum einfalt dæmi af bankakerfi sem tryggir 10% af innistæðum með því að eiga peninga hjá seðlabanka eða í öðru formi . Gerum ráð fyrir að bankar vilji halda sig við þessi 10% að minnsta kosti, annað hvort fyrir eigin vilja eða vegna skyldu til þess . Um leið og almenningur tekur bara 1% af innistæðum sínum út úr bönkum, þurfa bankar á sama tíma að selja eignir til að ná þessu eina prósenti til baka . Eignir falla í verði, því ef einum þeirra tekst að selja eign til annars flyst vandinn bara til . Bankar henda eignum á milli sín eins og heitri kartöflu sem enginn vill halda lengi . Í hvert sinn lækkar verðið enn frekar . Það eru bara til 9% af innistæðum í kerfinu í alvöru peningum og almenningur og fyrirtæki eru ólíkleg til að leggja meira fé í bankana eða kaupa mikið af eignum þegar ástandið er svona . Allar eignir lækka í verði og almennt er skortur á peningum . Lækkunin getur verið botn laus . Fleiri útgáfur af vítahring eru til í banka­ kerfinu, en þeir eiga það sammerkt að þeir eru til komnir vegna of mikillar lántöku og áhættutöku . Þegar fólk hefur t .d . tekið há lán til hlutabréfakaupa og verður að selja bréfin vegna mikillar lækkunar á verði þeirra, veldur sú sala enn meiri lækkun og svo koll af kolli . Þetta getur átt við um allar eignir, hlutabréf, húsnæði, skuldabréf, hrávörur og fleira . Sá misskilningur er algengur meðal hag­ fræðinga að ríkið geti lagað þennan vanda með því að starfa sem þrautavaralánveitandi eða með því að veita ríkisábyrgðir og skapa þannig „traust“ á kerfinu . Niðurstaðan er aftur á móti sú að bankar eru hvattir til enn áhættusamari hegðunar . Slakir bankar njóta venjulega álíka mikillar ríkisábyrgðar og þeir góðu . Nánast algjörlega er tekið úr sambandi það aðhald markaðarins að lánveitendur bankanna hafi hvata til að velja þá bestu til að þiggja lánin . Ekki er nóg með að lánveitendur missa hvatann til að passa upp á fé sitt, heldur hafa bankarnir líka hvata til að taka sem mest að láni við þessar aðstæður, því lántökukostnaður hækkar lítið við það . Til að útskýra það má hugsa sér banka sem spilar rúllettu: • Bankinn leggur allt á svartan. Þá eru líkur á vinningi um 50% og peningarnir tvöfaldast ef svartur kemur upp . • 10 krónur verða þannig 20 krónur við vinning og 0 krónur við tap . • Ef bankinn getur aftur á móti tekið lán, segjum upp á 90 krónur og verið aðeins með 10 króna framlag sem eigið fé eigenda bankans, getur vinningurinn orðið 100 krónur í stað 10 króna . • 10 krónur verða þannig 110 krónur við vinning, eftir að búið er að borga lánið til baka, og 0 við tap . • Vinningurinn tífaldast án aukinnar áhættu ef lán er tekið, því líkur á tapi eru áfram þær sömu og það sem eigendur bankans sjálfs tapa er áfram bara 10 krónur . Hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldum bankans . • Þegar hagnaðarvon er mun meiri með auknum lántökum, án þess að tapið sé

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.