Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 23

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 23
 Þjóðmál VOR 2009 21 fyrirtækja . Þannig dróst peningamagn hratt saman í vissum skilningi þegar þessar eignir urðu ónothæfar sem peningaígildi . Hvað gerðist á Íslandi? Íslensku bankarnir tóku þátt í láns fjár­bólunni í heiminum . En til að gera illt verra hafði íslenska ríkið ýtt undir þá trú að þeir nytu sérstakrar ríkisábyrgðar . Lánshæfis matsfyrirtæki og lánveitendur gengu út frá því og vöxtur bankanna 2001–2005 byggðist á þessu . Árið 2006 komu aftur á móti upp miklar efasemdir um getu íslenska ríkisins til að styðja bankana . Þannig kom upp krísa sem ekki hefði verið til staðar, nema af því að þetta var eitthvað sem skipti lánveitendur máli . 2006–2008 héldu bankarnir sér á floti, t .d . með því að fjármagna sig með innlánum í Evrópu . Fyrsti bankinn til að lenda í vand­ ræðum var Glitnir – og vandamál hans ollu áhlaupi á Kaupþing og Landsbankann, auk stjórnvaldsaðgerða í Bretlandi, sem komu þeim illa . Í grunninn voru eignir bankanna of miklar miðað við eigið fé . Þeir tóku of mikla áhættu, eins og nánast allir aðrir bankar . Margt hefur verið sagt um að eignasöfn bankanna hafi verið slök, en það á eftir að koma betur í ljós . Að minnsta kosti féllu þeir ekki vegna eigna sinna, heldur vegna þess að þeir gátu ekki fjármagnað sig lengur . Þar skipti miklu máli að íslenska ríkið var ekki jafn góður bakhjarl og önnur ríki . Það er eftiráspeki að halda því fram að það hafi verið öruggt að þeir myndu falla út frá því sem vitað var um þá . Slíkt er sjaldan víst um einstaka banka, því ef svo væri, gætu margir orðið ríkir af því að veðja á það . Þeir voru hins vegar í mikilli hættu vegna þess að þeir tóku mikla áhættu, eins og nánast allir aðrir bankar . Næstum allir bankar heims eru „tækni­ lega gjaldþrota“ – því þeir eiga ekki nóg laust fé til að borga út innistæður og skammtíma skuldir . Enginn myndi standast áhlaup . Ís lensku bankarnir voru í sérstakri hættu á að verða fyrir áhlaupi vegna þess að í bankakerfi nútímans skiptir máli að vekja á sér litla at hygli og ganga með veggjum . Sömu aðferðir gilda til að forðast áhlaup í bankaheiminum og að forðast einelti í grunnskóla . Það skiptir máli að vekja lítið umtal . Íslensku bankarnir höfðu hegðað sér óvenjulega og vakið bæði öfund og umtal . Margir gerðu sér grein fyrir því að íslensku bankarnir væru í sérstakri hættu, en tjáðu sig ekki um það . Enga sérstaka snilld þurfti til og því engin ástæða til þess að telja þá sem töluðu um þetta einhverja sérstaka spámenn . Reyndar má spyrja hvort þeir sem vöruðu við hafi með því átt sinn þátt í hruninu, hvort sem manni finnst það gott eða vont . Margir töldu ekki æskilegt að tjá þessa skoðun opinberlega því ekki vilja menn taka þátt í að skapa það áhlaup sem þeir óttast . Eins og aðrar bankabólur hefði bólan á Íslandi getað haldist uppblásin mjög lengi, ef traust á bönkunum hefði haldist þokka legt . Spámenn um fall banka gera bæði gagn og ógagn . Þeir gera ógagn til skemmri tíma með því að grafa undan falska traustinu og geta beinlínis valdið hruni . Gagnið sem þeir gera er að koma í veg fyrir vöxt á bólum, veita bönkum aðhald og minnka líkurnar á sömu bólu­ myndun í framtíðinni . Það er hættulegt að byggja bankakerfi á því að enginn tali illa um það . Niðurstaðan er sú að íslensku bankarnir hefðu trúlega ekki vaxið svona mikið ef ætluð ríkisábyrgð hefði ekki verið til staðar, og ekki tekið jafn mikla áhættu . Lánveitendur þeirra hefðu stoppað þá af . Hugsanlegt fall þeirra hefði því verið ólíklegra og minna . Bandaríska ríkið ber líka sína ábyrgð, en íslenska ríkið hefði getað komið í veg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.