Þjóðmál - 01.03.2009, Side 26

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 26
24 Þjóðmál VOR 2009 frá stjórnarráðinu en brottrekstur Bolla frá ráðuneytinu er með öllu óskiljanlegur . Fyrir utan það að vera trúnaðarmaður Alþjóða­ gjaldeyrissjóðsins hér á landi (sem Jóhanna hafði lagt áherslu á að unnið yrði með áfram) eru líklega fáir með jafnmikla reynslu og þekk ingu á störfum stjórnarráðsins og Bolli . Hann var skipaður ráðuneytisstjóri í fjár­ málaráðuneytinu af Alþýðuflokks mann in­ um Jóni Baldvini Hannibalssyni, þáverandi fjár málaráðherra, en Bolli er hagfræðingur að mennt og hafði þá þegar víðtæka reynslu í sínu fagi, hafði meðal annars starfað í 13 ár á Þjóðhagsstofnun . Eftir að hafa starfað í 17 ár hjá fjármálaráðuneytinu, meðal annars með fyrrnefndum Ólafi Ragnari, Friðrik Soph ussyni og síðar Geir H . Haarde, var hann fenginn af framsóknarmanninum Halldóri Ásgrímssyni til að taka við embætti ráðu neytisstjóra í forsætisráðuneytinu . Það er því nokkuð ljóst að Bolli hefur á embættisferli sínum unnið með fólki úr flestum stjórnmálaflokkum án þess að nokk­ ur hafi efast um heilindi hans gagnvart við­ komandi ráðherrum eða hæfni hans til þess að takast á við erfið verkefni . Fimmtudaginn 5 . febrúar greindi Smugan, vefmiðill Vinstri grænna, frá því að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðu­ neytisins, færi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu um óvissan tíma . Þá kom jafnframt fram að verið væri að ganga frá því innan ráðuneytisins hvernig lausn hans frá störfum yrði háttað . „Brottför Baldurs úr starfi er í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem því var lofað að skipta út yfirstjórn ráðuneyta þar sem þurfa þætti,“ sagði vefrit Vinstri grænna . Seinna um daginn, og nokkrum klukku­ tímum eftir að vefrit Vinstri grænna hafði greint frá því að Baldur færi í leyfi, sendi fjár málaráðuneytið frá sér tilkynningu um að Indriði H . Þorláksson hefði verið ráðinn ráðu neytisstjóri til 30 . apríl . „Baldur Guðlaugsson hefur fengið leyfi frá störfum ráðuneytisstjóra á sama tímabili,“ sagði í tilkynningunni líkt og í tilkynningu forsætisráðuneytisins nokkrum dögum áður . Formenn bankaráða ríkisbankanna hraktir úr starfi Mánudaginn 9 . febrúar sagði Jóhanna Sigurðardóttir í fyrirspurnartíma á Alþingi að það væri vilji meðal minni­ hlutastjórnarinnar að gera mannabreytingar í stjórnum þeirra banka sem ríkið hefði nú yfirtekið . Hún tilgreindi það þó ekki nánar . Daginn eftir, þriðjudaginn 10 . febrúar, sendu þeir Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs Nýja Kaupþings, og Valur Vals­ son, formaður bankaráðs Glitnis, Stein grími J . Sigfússyni, fjármálaráðherra, bréf þar sem þeir sögðu upp störfum í bankaráð um bank­ anna . Í bréfinu, sem þeir skrifuðu báðir undir, var vitnað til orða Jóhönnu á Alþingi deg­ in um áður . Nokkrum dögum áður hafði það spurst út að vilji væri til þess innan væntanlegrar minnihlutastjórnar að gera mannabreytingar í stjórnum bankanna . Höfðu þeir Magnús og Valur haft samband við Steingrím fyrir ríkisstjórnarskiptin og hitt hann eftir að hann varð fjármálaráðherra . Steingrímur bað þá um að sitja áfram, í það minnsta fram yfir aðalfundi bankanna sem að öllum líkindum verða haldnir í apríl . Skiljanlegt er að þeir Magnús og Valur hafi viljað hætta eftir ummæli Jóhönnu á þingi . Því verður ekki annað séð en að þeir hafi með óbeinum hætti verið hraktir úr starfi af Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrímur J . ekki komið neinum vörnum við samkvæmt hans eigin lýsingu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.