Þjóðmál - 01.03.2009, Page 39

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 39
 Þjóðmál VOR 2009 37 eðlileg bankaviðskipti fólks og fyrirtækja féllu niður, skortur á nauðsynjavörum væri yfirvofandi og hætta á að nauðsynleg lyf og hjúkrunarvörur fengjust ekki . Þessar spár rættust ekki, þökk sé viðbrögðum stjórnvalda, sem störfuðu við erfiðar aðstæður . Greinilegt var að þingmenn fundu allir til mikillar ábyrgðar og vildu gera allt sem í þeirra valdi stóð til að takast á við vandann . Allir vildu leggja hönd á plóginn . Við þessar óvenjulegu aðstæður komu glögglega fram hin mismunandi hlutverk löggjafar valds ins og framkvæmdavalds ins . Hlutverk ríkisstjórnarinnar var að veita fram kvæmdavaldinu forystu í umboði þingsins . Mikið mæddi á henni, alls kyns verkefni og úrlausnarefni, ákvarðanir, sam­ hæfing aðgerða, miðlun upplýsinga innan þings og utan til ólíkra aðila . Það var hlutverk fram kvæmda valdsins í hnotskurn . Þingi líkt við búðarkassa Þingmenn voru hins vegar ekki alltaf sátt­ir við hlutverk sitt . Það endurspeglaðist m .a . í umræðum á þingi þann 5 . nóvember 2008, sem spunnust um hlutverk þingsins í efna hagsaðgerðum og vöktu þær nokkra athygli . Katrín Jakobsdóttir þingmaður Vinstri grænna hóf umræðuna og vék að „hlutverki þingsins í núverandi efnahagsástandi“ . Hún taldi að þinginu væri haldið utan við allar ákvarðanir, en benti þó á að tvær um ræður um efnahagsmál hefðu farið fram . Vissu lega hefðu einstakar nefndir tekið málin til umfjöllunar, einkum viðskiptanefnd, efna hags­ og skattanefnd og fjárlaganefnd, en „…aðallega þó til að fá upplýsingar . Þegar kemur að því að leggja til aðgerðir til að bregðast við ástandinu fer sú umræða fram hjá ráð herrum ríkisstjórnarinnar, hjá framkvæmda valdinu, ekki í nefndum þingsins sem eru aðallega í því að kynna sér málin“ . Hún beindi síðan þeirri fyrirspurn til Pét­ urs Blönd al þingmanns Sjálfstæðisflokksins og þá ver andi formanns efnahags­ og skatta­ nefnd ar hvort ekki þyrfti: „… að efla hlutverk efnahags­ og skatta­ nefndar og þingsins alls við að taka ákvarðanir, ekki bara að kynna sér málin og votta svo ákvarðanir sem má segja að þegar hafi verið teknar .“ Katrín velti því fyrir sér hvort það hefði ekki átt að vera hlutverk þingsins að móta efnahagsáætlun fyrir þjóðina . Hún spurði: „Er Alþingi fyrst og fremst umræðu vett­ vangur eða tekur það raunverulegar ákvarð­ anir? Virkar það eins og búðarkassi þegar einhver annar hefur fyllt körfuna?“ Myndlíkingin um búðarkassann var hent á lofti af öðrum þingmönnum og rataði í fjölmiðlana við misjafnar undirtektir almenn ings og varð tilefni umræðu í samfélaginu um hlutverk þingmanna og þingsins við þessar aðstæður . Lagasetningin hafði brugðist Í svari sínu benti Pétur Blöndal réttilega á að það væri hlutverk þingsins að setja lagarammann sem þjóðfélagið starfaði eftir og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu . Hann taldi að í ljósi ástandsins væri greini­ legt að lagasetningin hefði brugðist, svo og eftirlitið og eftirlitsstofnanirnar . Jafnframt var rætt um sjálfstæði stofnana til að taka ákvarðanir án atbeina þingsins t .d . með hlið sjón af þá umdeildum vaxtaákvörð un­ um Seðla banka Íslands . Pétur lagði áherslu á ákveðna þætti varð­ andi fjölskyldurnar og atvinnulífið í land­ inu sem þingið þyrfti að bregðast við . Ljóst mátti vera af umræðunni að margir þingmenn upplifðu sig á hliðarlínu í at­

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.