Þjóðmál - 01.03.2009, Page 42

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 42
40 Þjóðmál VOR 2009 vegna við bragða flokksmanna við banka­ krepp unni . Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráð­ herra, var falið að hafa umsjón með starfinu og vera tengiliður við ríkisstjórn . Niðurstaða í þessari vinnu var kynnt og rædd í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og reyndist hún afar gagnleg í umræðunni . Jafn framt hafa ábyrgðaraðilar vinnunnar kynnt hana á fundum á vegum Sjálfstæðisflokks ins og greinar verið birtar í dagblöðum . Hún átti hins vegar eftir að skila sér enn betur í umræðum á Alþingi í þeirri uppbyggingarvinnu sem var komin á skrið þegar Samfylkinguna þraut örendið í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálf stæðis­ flokkinn . Löggjafarhlutverk Ekki þarf að hafa mörg orð um lög gjaf­arhlutverk Alþingis, sem er eitt mik il­ vægasta hlutverk þess . Á haustþingi fengu ótal frumvörp umfjöllun og afgreiðslu sem voru viðbrögð við efnahags ástand inu og bankahruninu . Mörg þeirra voru sett til að koma til móts við erfiðleika fjöl skyldna og heimila annars vegar og atvinnu lífsins hins vegar og í velflestum tilvikum stóðu stjórnarliðar og stjórnarandstæð ingar sam­ an að slíkum ráðstöfunum . Eftirlit með framkvæmdavaldinu Samkvæmt þingskaparlögum hafa þing menn mörg tækifæri til að fá umræður um tiltekin efni sem varða framkvæmdavaldið og eru hluti af eftirlitshlutverki þingsins . Á haust þingi 2008 var umræða tengd bankahruninu og afleiðingum þess fyrirferðarmikil einkum í fjárlaganefnd, efnahags­ og skattanefnd og viðskiptanefnd eins og að framan er lýst, en jafnframt fór fram umfangsmikil umræða í þingsölum Alþingis . Í samantekt á utandagskrárumræðum frá síðasta hausti má sjá að staða efnahagsmála var þingmönnum ofarlega í huga . Af 13 utandag skrárumræðum á haustþingi mátti rekja 10 tilefni þeirra til ástandsins í kjölfar banka hruns ins og iðulega var ósk um utandags krár umræðu borin upp af þingmanni í stjórnar andstöðu, eins og tíðkast . Sem dæmi má nefna umræðuefni eins og „Afkomu heim ilanna“, „Hlutverk og horfur sveitarfélaga í efnahags kreppu“, „Bankamál og skilin milli eldri banka og hinna nýju“, „Eflingu gjaldeyrisvaraforð­ ans“, „Peninga markaðs sjóði“, „Áform eða að gerð ir til að sporna gegn atvinnuleysi“ og „Vanda smærri fjármála fyrirtækja“ . Að auki voru tvisvar sinnum umræður um munnlega skýrslu for sætisráðherra annars vegar varðandi „Stöðu bankakerfisins“ og hins vegar um „Efna hags mál og aðkomu Alþjóða gjald eyris sjóðsins .“ Auk heimildar til utandagskrárumræðu geta þingmenn borið fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra í byrjun þingfundar tvisvar í viku í hálfa klukkustund í senn . Því til viðbótar má nefna að jafnaði tvisvar í hverri heilli starfsviku geta þingmenn kvatt sér hljóðs um störf þingsins, gefið yfirlýsingu eða beint spurningum til formanna nefnda, formanna þingflokka eða annarra þingmanna . Undir framangreindum liðum í dagskrá Alþingis og um fundarstjórn forseta á haustþingi var umræða um stöðu efnahagsmála og bankahrunið efst í huga þing manna . Í um 100 tilvikum sem tekið var til máls undir þessum liðum snerust ríflega 70% þeirra með beinum eða óbeinum hætti um afleiðingar banka­ hrunsins .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.