Þjóðmál - 01.03.2009, Side 44

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 44
42 Þjóðmál VOR 2009 Þættir úr sögu kalda stríðsins á Íslandi _____________ Stofnun Varðbergs Guðmundur H . Garðarsson segir frá Guðmundur H . Garðarsson, fyrr ver ­andi alþingismaður, varð and komm ­ únisti strax á menntaskólaárum sínum í Verslunarskólanum undir lok fimmta ára tugar 20 . aldar . Þá var kalda stríð ið í algleymingi og stjórnmálabaráttan óvæg in . Hart var deilt um stefnu Íslands í varnar­ og öryggismálum – og and stæð ingar Atlants­ hafsbandalagsins voru mjög há værir og stórorðir . Nemendur í Versl un arskól an um mynduðu iðulega breið fylk ingu á kapp­ ræðu fundum stjórn mála flokk anna þar sem þeir klöppuðu fyrir sínum mönnum . Á síðasta ári sínu í Versl unar skólanum fékk Guð mund ur að gjöf nýútkomna bók sem hafði mikil áhrif á hann . Þetta var 1984 eftir George Orwell . Guðmundur þýddi einn kafla bókarinnar í íslenskunámskeiði hjá Vil hjálmi Þ . Gíslasyni . „Þessi bók mótaði með mér mjög harða af stöðu gegn kommúnismanum,“ segir Guð mundur . „Andstaðan óx svo þegar ég stund aði framhaldsnám í fjármálafræðum í Þýskal andi á árunum 1954–1955 . Þá kynnt­ ist ég flóttamönnum frá Austur­Evrópu og heyrði ótrúlegar sögur af fram ferði komm­ únista . Ég skil ekki enn hvernig nokkur Ís lendingur gat ánetjast hug myndafræði þeirra ofbeldisafla sem komm únisminn í Sovét ríkjunum var frá upphafi og enn síður eftir að illvirki Stalíns urðu lýðum ljós .“ Að loknu háskólanámi var Guðmundur kjörinn formaður Verslunarmannafélags Reykja víkur árið 1957 . Hófst þá fjöl­ breyttur starfsferill . Guðmundur var lengi blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar hrað frysti­ húsanna samhliða störfum sínum í verka­ lýðshreyfingunni og stjórn mála afskipt um . Hann var formaður VR til 1980, sat lengi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (for­ maður í níu ár), í miðstjórn ASÍ, banka ráði Verslunarbanka Íslands og síðar Ís lands­ banka, auk fjölda annarra stjórna, nefnda og ráða . Á stjórnmálavettvanginum var Guðmundur ýmist þingmaður eða vara­ þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykja­ vík á árunum 1967–1991 . Hann sat m .a . í utanríkismálanefnd um skeið og samn­ inga nefndum um lausn fiskveiðideil unnar við Breta og Þjóðverja 1975–1976 vegna útfærslu fiskveiði lögsögunnar í 200 mílur . Þá var Guðmundur formaður fulltrúaráðs

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.