Þjóðmál - 01.03.2009, Side 45

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 45
 Þjóðmál VOR 2009 43 sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1980– 1986 . Í öllum þessum störfum naut Guð mund­ ur góðs af samböndum sem hann myndaði við ungt fólk í lýðræðisflokkunum þremur í Varð bergi, félagi ungs áhugafólks um vest­ ræna samvinnu . Varðberg var eins konar gras rótarsamtök ungs fólks sem vildi standa vörð um vestræna samvinnu þegar kalda stríðið var sem heitast og áróðursmaskína kommúnista sem öflugust . Guðmundur var fyrsti formaður Varðbergs . Í tilefni af 60 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins fengu Þjóðmál Guðmund til að segja stuttlega frá tildrögum þess að Varðberg var stofnað . Já, það bar þannig til að við vorum nokkrir Íslendingar á þingi leiðtogaefna lýðræðisflokka í Atlantshafsbanda lags ríkj­ unum sem haldið var í Washington sum­ arið 1960 . Ég var fulltrúi Sambands ungra sjálfstæðismanna . Þetta var í annað sinn sem slíkt þing var haldið . Þarna hitti maður fjölmargt ungt fólk sem átti eftir að láta að sér kveða með ýmsum hætti hvert í sínu landi . Tvo menn sem síðar urðu forsætis­ ráðherrar landa sinna mætti t .d . nefna, Norðmanninn Odvar Nordli og Danann Jens Otto­Kragh . Ég var valinn til þess að vera í framkvæmdastjórn samtakanna og kynntist því mörgum vel sem tóku þátt í Fulltrúar á öðru þingi ungra stjórnmálaleiðtoga í Atlantshafsríkjunum sumarið 1960 heimsóttu m .a . Hvíta húsið þar sem Eisenhower forseti spjallaði við þá með óformlegum hætti . Íslensku fulltrúarnir þrír eru fyrir miðri mynd, frá vinstri Sigurður Guðmundsson, Guðmundur H . Garðarsson og Jón Rafn Guðmundsson .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.