Þjóðmál - 01.03.2009, Side 50

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 50
48 Þjóðmál VOR 2009 Hjörtur J . Guðmundsson Spillt skriffinnskubákn Flest á að færast til betri vegar ef Ísland gengur í Evrópusambandið ef marka má talsmenn þess að slíkt skref verði tekið . Gott ef veðrið á ekki að stórbatna ofan á allt annað . Sæluríkið er dásamað í hvívetna svo minnir óþægilega á fagnaðarerindi sanntrúaðra Sovétsinna á tímum kalda stríðsins .1 Þar gerist ekkert slæmt, þar hafa það allir gott . Þar fara bankar ekki í þrot og ef þeir lenda í einhverjum vandræðum fá þeir ríkulega aðstoð frá Evrópusambandinu . Það er þó verst fyrir Evrópusambandssinna að boðskapur þeirra á sér ekki mikið meiri stoð í raunveruleikanum en fagnaðarerindi Sovétsinnanna hér áður fyrr . Eitt af því sem á að stórbatna hér á landi gangi Ísland í Evrópusambandið er stjórnsýslan . „Þótt embættismenn séu fyrir ferðarmiklir í [Evrópu]sambandinu, eru þeir ekki vanhæfir eins og þeir íslenzku . Þeir evrópsku kunna stjórnsýslu, en íslenzkir embættismenn kunna ekkert í henni,“ ritaði Jónas Kristjánsson, 1 Nú síðast talaði Björgvin G . Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, um Evrópusambandið sem „framtíðarlandið“ í umræðum á Alþingi 17 . marz 2009 sem rímar óþægilega við áköll íslenzkra Sovétsinna á tímum kalda stríðsins eftir Sovét­Íslandi . Nú er það ESB­ Ísland sem kallað er eftir . „Ekki viljugur í stjórn með VG til frambúðar“, mbl .is 17 . marz 2009 . fyrrv . ritstjóri, á vefsíðu sína haustið 2007 .2 Og þetta sjónarmið hefur heyrst víða í málflutningi Evrópusambandssinna á liðnum árum . En er Evrópusambandið raunverulega fyrirmynd þegar kemur að góðri stjórnsýslu? Það er skemmst frá því að segja að langur vegur er frá því að svo sé . Skriffinnskubákn Evrópusambandið er miðstýrt skrif­finnsku bákn eins og þau gerast verst . Þessu harðneita auðvitað Evrópusam­ bands sinnar á Íslandi og hafa gert lengi en jafnframt eru nokkur ár síðan forystu menn sambandsins sjálfs fóru að gangast við því að um gríðarlegt og vaxandi vandamál væri að ræða í þessum efnum sem koma þyrfti böndum á .3 Samkvæmt niðurstöðum rann sóknar brezku hugveitunn ar Open Europe, sem birtar voru í marz 2007, taldi lagasafn Evrópusambandsins þá hvorki meira né minna en 170 .000 blaðsíður .4 2 „Þjóðin áttar sig á Evrópu”, Jonas .is 11 . september 2007 . 3 Sjá t .d .: „Large deregulation campaign needed, Barroso says“, Euobserver .com 14 . september 2005 . 4 „EU rulebook leaves a paper trail 32 miles long“, Telegraph .co .uk 3 . febrúar 2007 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.