Þjóðmál - 01.03.2009, Page 53

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 53
 Þjóðmál VOR 2009 51 tapast vegna spillingarmála og fjármálaóreiðu það sem af væri árinu 2007 samanborið við 1,2 milljarða evra allt árið 2006 . Ennfremur kæmi fram í skýrslunni að aukning hefði að sama skapi orðið í tilfellum þar sem grunur væri um spillingu .12 Greint var frá því í 24 stundum í febrúar 2008 að á yfirstand andi fjárlagaári hefðu fjór ir milljarðar evra (580 milljarðar króna) farið í fram kvæmdir sem fram kvæmda stjórn Evrópusam bandsins gæti ekki með nokkru móti gert grein fyrir . Haft var eftir Dan Jörgensen, sem gegnir for mennsku í sérstakri eftirlitsnefnd með fjár lögum sambands­ ins, að engin gögn væru til um það hvernig þessum fjármunum hefði verið varið .13 Og svona mætti lengi halda áfram . Hvert er vandamálið? Hér á undan var rætt um skriffinnsku Evrópusambandsins og hvernig virðist vera um að ræða vandamál sem enginn vill eða getur komið böndum á . Það sama á við um spillinguna í stjórnkerfi sambandsins sem seint verður talið mjög gegnsætt þó endalaust hafi verið rætt á liðnum árum um nauðsyn þess að auka gegnsæi þess . En það er einhvern veginn þannig með Evrópusambandið að það vantar ekki að talað sé um hlutina þar á bæ, og það raunar á æði mörgum tungumálum, en það er miklu minna um að nokkuð sé gert í málunum . Þ .e . ef það er á annað borð nokkur raunverulegur vilji til þess . Stjórnkerfi Evrópusambandsins verður seint sagt lýðræðislegt og raunar hefur verið sagt í gríni og alvöru að stjórnkerfi sambandsins sé svo ólýðræðislegt að ef það sækti um inngöngu í sjálft sig yrði því 12 „Commission report reveals EU loses 6 .5 million euros a day to fraud and irregularities – serious problems in Commission’s own accounts; Commission freezes funds to Bulgaria over corruption“, Openeurope .org .uk 24 . júlí 2008 . 13 „Gögn vantar um hundruð milljarða“, 24 stundir 9 . febrúar 2008 . umsvifalaust hafnað . En slíkt ólýðræðislegt og ógegnsætt kerfi er einmitt kjöraðstæður fyrir hvers kyns spillingu . Þeir sem stjórna Evrópusambandinu eru í fæstum tilfellum með umboð til þess frá kjósendum og búa því ekki við neitt lýðræðislegt aðhald í störfum sínum . Við þetta bætist að venjulegu fólki í ríkjum sambandsins þykja hinar fjölmörgu stofnanir þess fjarlægar og lítt áhugaverðar ef það þá veit af tilvist þeirra . Það er því kannski ekki að undra að margir af þeim sem sitja, eða setið hafa, í valdamikl ­ um embættum á vegum Evrópusambandsins, þá ekki sízt í framkvæmdastjórn sambands­ ins, hafi gjarnan haft ýmislegt á samvizk unni . Verið ákærðir fyrir spillingu, sakfelldir fyrir spill ingu eða þurft að segja af sér embættum í heimalöndum sínum vegna ásakana um spill­ ingu . Þessum aðilum hefur síðan verið komið fyrir í embættum hjá Evrópu sam band inu sem gjarnan hafa verið margfalt valdameiri en þau sem þeir gegndu áður og reyndust ekki traustsins verðir til þess að gegna . Þess utan er embættismannakerfi Evrópu­ sambandsins sérstakur menningar heimur út af fyrir sig sem gengur út á það helzt að koma í veg fyrir hvers kyns breytingar og um bætur . Brezka ríkisútvarpið BBC tók viðtal við Jules Muis, þáverandi yfirmann innri endurskoðunar Evrópusambandsins, 8 . desember 2003 . Þar sagði hann m .a . að ákveðin breyting þyrfti að eiga sér stað í þeirri menningu sem réði ríkjum innan embættismannakerfis sambandsins . Hann sagði starfsmenn þess fyrst og fremst vera valda út frá getu sinni til þess að gára ekki yfirborðið og gera ekki mál úr hlutunum . Ferill embættismanna Evrópusambandsins byggðist að miklu leyti á þessu . Þetta sagði Muis hafa í för með sér að fólk ætti í stökustu erfiðleikum með að segja hvert öðru sannleikann . Fyrir vikið ættu hvers kyns umbætur sér ekki stað innan Evrópu sambandsins að yfirlögðu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.