Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 56

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 56
54 Þjóðmál VOR 2009 fólks í Noregi eiga rætur að rekja til annarra heimsálfa en Evrópu . Þetta gerist án þess að einstakir borg arar – þeir sem borga þennan brúsa og aðra – hafi möguleika á að hafa áhrif á þessa þróun, nema þegar gengið er til þingkosn inga . Vesturlönd fá til sín stöðugt stærri hópa fólks sem aðhyllast gildismat sem stríðir gegn vestrænum hugmyndum um frelsi og því fer fjarri að aðlögunin gangi hnökralaust fyrir sig . Hvað er að gerast? Um fimmti hver borgari í Ósló á í dag rætur sínar að rekja til heimsins utan Vesturlanda . Margir nýju borgaranna einangra sig í eigin samfélögum innan samfélagsins . Þessi hliðarsamfélög eru ekki efnahagslega sjálfbær, heldur háð stöðugt meiri fjárstyrkjum . Stór hluti barna innflytjenda fellur úr skóla . Mörg þeirra enda í vafasömum félagsskap og verða undir á vinnumarkaði . Í grunnskólabekk geta fimm norsk börn þurft að búa við aðlögun á fimmtán innflytjendabörnum . Þetta er nánast óyfirstíganlegt verkefni . Mörg barnabörn inn flytjenda hefja sinn fyrsta skóladag án þess að kunna norsku eða þekkja til norskrar menningar . Ungar konur geta endað á ævi löngum flótta ef þær vilja lifa eins og norskir jafnaldrar þeirra; mennta sig, taka þátt í al mennu félagslífi, deila lífi sínu með manni sem þær elska . Mæður sem vilja brjótast út úr óhamingjusömum eða ofbeldiskenndum hjónaböndum búa við afar erfið skilyrði . Ef móðir eða eiginkona gerir slíkt, getur hún í versta falli átt von á að verða myrt af sínu eigin fólki . Það er kaldhæðnislegt, að þær konur sem aðlagast vestræna samfélaginu bezt, vilja búa og taka þátt í nútímalegu lýðræðisríki, jafnvel fara í framhaldsskóla, eru í mestri hættu á að verða myrtar af sinni eigin fjölskyldu . Öðrum ofbeldisglæpum fjölgar líka hratt . Fyrir nokkrum áratugum vakti það athygli og umræður í norsku þjóðfélagi ef ungri konu var nauðgað . Í dag komast hóp nauðg­ anir vart á forsíður dagblaða . Á sama tíma eykst hlutfall drengja úr hópi innflytjenda, sem telja að stúlkur séu ærulausar hórur ef þær nýta sér einstaklingsfrelsið sem allir hafa rétt til í Noregi . Rétturinn til frjálsrar tjáningar hefur einnig beðið tjón . Árið 2006 urðu norsk sendiráð fyrir árásum vegna þess að lítið kristið dag blað í Noregi prentaði skop­ myndir af trúarleið toga sem uppi var á sjöundu öld . Eftir þessa at burði hefur varla nokkur í Noregi þorað að tjá sig opinberlega með gagnrýnum eða nei kvæðum hætti um Múhameð spámann eða íslamstrú . Slíkar umræður fara einungis fram í öruggum einkasamtölum . Lifandi vegabréfsáritun Sýn íslamstrúar á konur er helzta hindr­unin fyrir aðlögun múslima að jafn­ réttis þjóðfélögum Evrópu . Í bókinni er slá­ andi kafli um „heiðursmorðin“ þegar konur eru drepnar af ættingjum sínum, ýmist vegna skilnaðar eða af því að þær hafa tekið saman við vestrænan mann . Þessar gjörðir ógna „heiðri“ múslimafjölskyldu svo mjög, að ekkert ráð er til við því annað en að taka konurnar af lífi . Storhaug tekur dæmi af Minu: „Mina kom til Noregs barn að aldri og 16 ára lauk skólagöngu hennar . Hún var send í vinnu vegna þess að hún var komin á hjúskapar ald ur, en þá gerðu norsk stjórnvöld kröfu um að fólk sýndi fram á ákveðnar lágmarkstekjur til að fá leyfi fyrir að sækja maka til Noregs . Sumarið sem Mina varð 18 ára fór hún ásamt föður sínum til heimaþorpsins í Pakistan, var kynnt fyrir þremur frændum sínum og beðin um að velja einn þeirra sem lífsförunaut . Hún varð að kjósa einn þeirra og fékk þennan frænda sinn fyrir eiginmann . Hún var smækkuð niður í að vera lifandi vegabréfsáritun . Ólæs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.