Þjóðmál - 01.03.2009, Page 58

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 58
56 Þjóðmál VOR 2009 Stórfjölskyldan brást við með því að útskúfa Minu og börnunum, en eiginmaðurinn var áfram í náðinni . Það var ekki fyrr en 2006, að Mina öðlaðist daglegt líf sem kalla má viðunandi . Hún fékk forræði yfir börnunum og fékk að halda heimilinu . Enn var hún útskúfuð af stórfjölskyldunni og ekki laus við við vörunarhnappinn . Ákærur á hendur eigin manninum lágu enn til umfjöllunar hjá lögreglunni . Saga Minu sýnir hvernig stórfjölskylda bregst við þegar kona vill brjótast út úr óverð ugu lífsmynstri . Fæstum konum tekst að losna úr slíkum aðstæðum . Flestar þora ekki einu sinni að reyna . Þess vegna er Mina undantekn ing . Hún reis upp gegn öllum, þar með talið norskum stjórnvöldum . Hún gerði uppreisn og hunsaði ofurefli stórfjölskyldunnar, þar sem umburðarlyndi gagnvart frávikum frá hinu við tekna er nær ekkert . Í hefðbundinni stórfjölskyldu verður elsti karlmaðurinn að sýna vald sem skapar ótta og undirgefni annarra fjöl skyldumeðlima, einkum varðandi kyn­ ferðislegt háttalag kvenna . Bregðist hann, missir hann andlitið inn á við og fjölskyldan verður fyrir ærumissi út á við . Hvernig menning sem byggð er á heiðri og skömm leiðir til slúðurs, grunsemda og hreinna lyga, er lýst af Ayaan Hirsi Ali, fyrrverandi þingmanni í Hollandi, fæddri í Sómalíu . Í bókinni Krefstu réttar þíns! Um konur og íslam, skrifar hún: „Í menningu skammarinnar er algengt að líta framhjá eða jafnvel afneita því sem gerst hefur . Þetta helst í hendur við afar þróaðar tor tryggnistilfinningar . Innan hópsins er sterk félags leg stjórnun sem byggir á tortryggni, sem fyrst og fremst brýst upp á yfirborðið í formi endalauss slúðurs um (meint) brot á reglum, sem settar hafa verið til að vernda æru hópsins . “ Hugmyndafræðin um heiður á upphaf sitt í löndum og á svæðum með veikri mið­ stýr ingu . Þar er valdið skipulagt út frá ætt­ bálka­, þjóðfélagsstéttar­ eða ættar tengsl­ um . Þar finnast ekki opinber velferðar gæði af því tagi sem við þekkjum, svo í þessum sam félögum er einstaklingurinn háður stærri hópi . Þessar aðstæður eru á svæðum Kúrda, í Sómalíu, í arabíska heiminum, í Pakistan og í Afganistan, samfélögum sem einkennast af vöntun á nútímalegum lífsháttum og lýð ræði, þar sem staða konunnar er mjög veik og algerlega skilyrt af orðstír hennar sem kynveru . Stúlkur og konur halda á lofti heiðri ættbálks, ættar og stórfjölskyldu . Þær bera heiður karlanna á herðum sér . Heiður sem karlarnir eru algerlega háðir til að ávinna sér virðingu í umhverfinu, virðingu byggða á ótta . Þetta er ótti sem tryggir menn gegn því að einhver notfæri sér þá í viðskiptum og sér til þess að karlmanni er mætt af virðingu þegar komið er út fyrir nærumhverfið . Stúlka eða kona, sem samkvæmt óskrifuðum reglum og gildum brýtur gegn kynferðislegum siðferðislögmálum, setur heiður og æru karlanna í hættu . Með því sýnir konan að hún óttast ekki sína eigin karlmenn . Þvert á móti gerir hún þá hlægilega og afhjúpar veikleika þeirra . Óbeint er hún að segja: Það þarf ekkert að óttast þessa karlmenn . Þeim tekst hvorki að stjórna mér né öðrum konum í fjölskyldunni . Það er hægt að fara með þessa menn hvernig sem er . Þeir eiga engan heiður . Óttinn við að missa stjórn á konunum krefst mikillar orku og athygli í daglega lífinu . Stjórnkerfið leiðir til lítils frumkvæðis og sköpunarmáttar . Niðurstaðan af þessu er einsleitt samfélag, þar sem enginn þorir að vera „öðruvísi“ . Þess vegna fékk Mina aldrei neina hjálp við skilnað sinn . Slíkt hefði sent út algerlega röng skilaboð . Mina fékk heldur ekki stuðning frá konunum í fjölskyldunni, því kona sem styður óhlýðna konu dregur sjálf grunsemdir að sér – er hún af sama

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.