Þjóðmál - 01.03.2009, Page 64

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 64
62 Þjóðmál VOR 2009 skilningi, hvað sem líður vangaveltum um að störfin hefðu orðið til „hvort sem er“ . – Í því sambandi má raunar spyrja hvaða atvinnugreinar standist slíka nálgun; hvers konar fyrirtækjarekstur feli í sér „raunverulegan ávinning“ umfram þann sem hefði orðið til „hvort sem er“; hvort rekstur sem skilar meðalarðsemi og greiðir meðal laun feli ekki í sér neinn „raunverulegan ávinn­ ing“ og hafi þar af leiðandi enga þýðingu; og hvers vegna engin önnur starfsemi en rekstur álvera virðist sífellt þurfa að verja tilvist sína á þessum forsendum . Að lokum er síðan vert að vekja athygli á hve efasemdirnar um efnahagslegar for­ sendur stóriðju eru mótsagnakenndar . Annars vegar er því oft haldið fram að ál­ fram leiðsla sé orðin alltof umfangsmikil, verið sé að breyta landinu í „eitt risastórt álver“, við séum að setja „öll eggin í sömu körfu“ og orðin of háð sveiflum í álverði . Aðrir halda því síðan fram að umsvif álveranna á þjóð hags legan mælikvarða séu varla merkjanleg; þau skipti okkur þess vegna litlu sem engu máli . Hvorugt er rétt . Eftirlaunafrumvarpið“ breytti ekki aðeins regl um um eftirlaun . Í 23 gr . frumvarpsins var meðal annars svohljóðandi ákvæði: „Þeir alþingismenn, sem eru formenn stjórn­ málaflokka, sem hlotið hafa a .m .k . þrjá þing­ menn kjörna, og eru ekki jafnframt ráðherrar, fá greitt 50% álag á þingfararkaup .“ Með „eftirlaunafrumvarpinu“ fengu formenn stjórnarandstöðuflokkanna, sem þá voru Stein­ grímur J . Sigfússon, Össur Skarphéðinsson og Guðjón A . Kristjánsson, þannig 50% launa­ hækkun á mánuði . Ekki hefur heyrst mikið um að það sé sérstakur „ósómi“, eins og álitsgjafar og varaþingmenn hafa sagt um „eftir launa frum­ varpið“ að öðru leyti . Og með því frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram, er ekki hróflað við þessu ákvæði . Og aldrei skulu fréttamenn eða álitsgjaf ar fjalla um þetta ákvæði í endalausum upprifjun­ um sínum og útreikningum á eftirlaunum . En svo fréttamönnum og álitsgjöfum sé hjálpað um útreikninga á áhrifum „eftirlaunafrum varpsins“, hins svonefnda „ósóma“, þá er hann svona: „Eftirlaunafrumvarpið“ tók gildi 30 . desember 2003 . Frá þeim tíma hafa verið 61 mánaðamót . Allan þann tíma var Steingrímur J . Sigfússon formaður vinstrigrænna . Hann hefur því 61 sinni fengið þingfararkaup með 50% álagi vegna „eftirlaunafrumvarpsins“ . Sumir hafa hins vegar aldrei þegið þau eftirlaun sem þeim hafa boðist . Davíð Oddsson hefur til dæmis aldrei gert það, en hann hefur frá október 2005 átt rétt á eftirlaunum . Síðan hann öðlaðist þann rétt eru liðin 40 mánaðamót . Eftir þá launalækkun sem ákveðin var um ára mót er þingfararkaup 520 .000 krónur á mánuði . Laun forsætisráðherra eru eftir lækk­ un ina 935 .000 krónur . Sá sem fær 50% álag á þingfararkaup í 60 mánuði fær þannig 15 .600 .000 krónur í sinn hlut . Eftirlaunaréttur Davíðs Oddssonar, sem hann afþakkar um hver mánaða mót, er nú, eftir lækkun um síðustu áramót, 748 .000 krónur . Og hver er það nú sem fjölmiðlamenn og álits gjafar hafa á heilanum vegna „eftirlauna­ frum varps ins“? Og hver er það sem fjölmiðlamenn og álits­ gjafar hafa aldrei rætt um í tengslum við ábata af „eftirlaunafrumvarpinu“? Steingrímur J . Sigfússon hefur nú lagt fram frum­ varp um afnám eftirlaunalaga . Svo skemmti lega vill til, að frumvarp hans myndi afnema öll ákvæði „eftirlaunafrumvarpsins“, nema 23 . gr . þess . Æ hvað var aftur í henni? Úr Vef­Þjóðviljanum 17. febrúar 2009. _____________________ Nokkrar staðreyndir um „eftirlaunafrumvarpið“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.