Þjóðmál - 01.03.2009, Side 66

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 66
64 Þjóðmál VOR 2009 félag inu Glitni hf . og nema tugum þúsunda milljóna . Það er einnig rétt hjá Jóni Ásgeiri að engar skjal festar heimildir tengdu hann leynifélaginu Stími ehf . Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosa son var eini nafngreindi einstaklingurinn sem tengdist Stími ehf . á pappírunum . Hann var þó aðeins skráður fyrir um 7% hlut . Eigendur 93% hlutafjár í Stími voru faldir á bak við tjöldin og engin leið að finna út hverjir það voru skv . skráningargögnum . En nú hefur verið upplýst hverjir voru stærstu hluthafar Stíms ehf .: Glitnir banki: 33% SPV Fjárfestingarbanki: 10% (í eigu BYR) Samtals 43% . Hverjir eru meðal stærstu hluthafa í BYR Sparisjóði? Jú, eigendur Glitnis . Þeir og Glitnir banki eiga því um 43% í Stími ehf . en nöfn þeirra finnast ekki á neinum skráningarskjölum og þeir sitja ekki í Stími ehf . Hverjir eru stærstu eigendur FL Group/ Stoða hf . sem er jafnframt stærsti eigandi Glitnis banka? Og hver var stjórnarformaður Glitnis banka þegar Stím­lánið var veitt? Þorsteinn Jónsson, einn af stærstu hluthöfum FL Group/Stoða hf . Og hver sat í stjórn Glitnis með Steina í kók þegar lánið til Stíms var afgreitt? Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group/Stoða hf . Mikið virðist hafa verið lagt á sig til að leyna raunverulegum eigendum og stjórnendum Stíms ehf . Endurskoðunarfyrirtækið KPMG stofnaði FS37 ehf . og seldi síðan til Pálma Baugs manns (Öskjuhlíðar­Pálma) í Fons . KPMG stofn aði líka FS38 ehf . og seldi til Pálma í Fons . Pálmi Baugsmaður „lánaði“ síðan FS37 ehf . 2,5 milljarða í gegnum FS38 ehf . – án trygginga . Með öðrum orðum: Pálmi lánaði sjálfum sér í gegnum leynifélögin FS37 og FS38 . En hvaðan komu þessar 2 .500 .000 .000 krónur frá Pálma Baugsmanni? Í kjölfarið var skipt um nafn á skúffufyrir­ tæk inu FS37 ehf . og því breytt í Stím ehf . Öll tengsl við Pálma voru þar með rofin á yfirborðinu . Glitnir banki lánaði síðan Stími ehf . 20 milljarða – án trygginga – til að kaupa bréf í FL Group og Glitni . Jakob Valgeir Flosason var einn skráður stjórnandi og eigandi Stíms ehf . Engin tengsl sjáanleg við Pálma Baugsmann í Fons eða Glitni banka . Hm . . . Leynifélag þar sem aðaleigendur og stjórn­ endur eru kirfilega faldir á bak við tjöldin og plotta og díla fyrir verulegar fjárhæðir? Eitthvað hljómar þetta kunnuglega . . . 2 . hluti Leynifélagið Fjárfar ehf . Eftirfarandi upplýsingar koma úr eið­svörn um og vottuðum framburðar­ skýrslum fjölda einstaklinga hjá lögreglu og dómstólum í Baugsmálinu svokallaða . Þetta er allt saman hægt að lesa á vefsíðu minni – www .baugsmalid .is – sem geymir lögreglu­ og vitnaskýrslur sakborninga og vitna og skal lesendum sérstaklega bent á kaflann um „leynifélagið Fjárfar ehf“ . Þarna er ekki að finna neinar dylgjur eða slúður – heldur blákaldar staðreyndir úr vottuðum og undirrituðum dómsskjölum . Einn af stóru ákæruliðunum í Baugsmál­ inu varðaði leynifélag að nafni Fjárfar ehf . en Jóni Ásgeiri Jóhannessyni var gefið að sök að hafa verið raunverulegur eigandi þess félags og stjórnað því . Jón Ásgeir staðhæfði hins vegar að hann

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.