Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 70

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 70
68 Þjóðmál VOR 2009 3 . hluti Leynifélagið Litla fasteignafélagið ehf . Eftirfarandi upplýsingar koma úr eið­svörn um og vottuðum framburðar­ skýrslum hjá lögreglu og dómstólum . Stuttu eftir kaup leynifélagsins Fjárfars á 10­11 verslunarkeðjunni þurftu verslanir 10­11 skyndilega að greiða himinháa húsa­ leigu fyrir afnot af eigin húsnæði . Þær greiðslur runnu til leynifélagsins „Litla fast­ eignafélagsins ehf .“ Nokkrum mán uðum síðar voru svo allar fasteignir 10­11 seldar með hundraða milljóna álagningu til al­ menn ingshlutafélagsins Baugs . Alveg á sama hátt og verslunarrekstur 10­ 11 var seldur í gegnum leynifélagið Fjárfar ehf . með hundraða milljóna álagningu til almenningshlutafélagsins Baugs hf . Og alveg eins og flugfélagið Sterling var selt með þúsunda milljóna króna álagningu í gegn um Baugsmanninn Pálma Haraldsson til al menningshlutafélagsins FL Group . Eigendur Litla fasteignafélagsins högn­ uðust því gríðarlega á þessari fasteignasölu til almenningshlutafélagsins Baugs . En hver átti leynifélagið Litla fasteignafé­ l agið ehf .? Hver stjórnaði því á bak við tjöldin? Í yfirheyrslum yfir Grétari Haraldssyni kom þetta fram um stofnun og tilurð Litla fasteignafélagsins: „Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson vildu félag um rekstur fasteigna 10­ 11 keðjunnar og af því tilefni fá hann [þ .e . Grétar] til að vera í fyrirsvari fyrir félagið og um leið koma fram líkt og þeir hefðu enga aðkomu að félaginu . . . Grétar segir að ástæða þessa hafi verið að þeir Tryggvi Jóns­ son og Jón Ásgeir hafi ekki viljað upp lýsa um eignarhald félagsins á þessum tíma .“ Í yfirheyrslum yfir unnustu Grétars, Sólveigu Theodórsdóttur, kom eftirfarandi fram: „Sólveig segir að hún vilji taka fram að hennar upplifun að stofnun Litla fasteignafélagsins og því sem á eftir kom, hafi verið sú að ruddalega hafi verið komið fram við Grétar af þeim mönnum sem stóðu þarna að baki, þá aðallega Tryggva Jónssyni .“ Í yfirheyrslum yfir Aðalsteini Hákonar­ syni, endurskoðanda, sagði svo um Litla fast eignafélagið ehf .: „Aðalsteinn segir að stofn un þessa félags hafi borið að með sams konar hætti og stofnun Fjárfars ehf . þ .e . að Tryggvi Jónsson hafi leitað til hans og beðið hann að stofna félagið og annast endurskoðun þess .“ En Tryggvi Jónsson bar fyrir sig algert minnisleysi hjá lögreglu: „Tryggvi kveðst ekki geta gert grein fyrir stofnun þessa félags . Hann kveðst þó ekki útiloka það að hafa átt einhverja aðkomu að stofnun þess, þó hann minnist þess ekki nú að svo hafi verið .“ Engu að síður var Tryggvi Jónsson stjórnarformaður Litla fasteignafélagsins ehf . Í yfirheyrslum var hann spurður hver hefði beðið hann að verða stjórnarformað ur félagsins en minnið hresstist ekkert: „Tryggvi Jónsson kveðst ekki muna mjög nákvæmlega eftir aðdraganda þess enda langt um liðið . . . Hann kveðst því ekki muna það nú hver hafi leitað til hans með það að hann tæki að sér sæti stjórnarfor­ manns Litla fasteignafélagsins .“ Þetta minnisleysi aðstoðarforstjóra Baugs er áhyggjuefni – en kunnuglegt . Hinn 16 . desember 2008 sendi Tryggvi Jónsson frá sér fréttatilkynningu, eftir að hann hafði verið sakaður um að ganga erinda Baugs í nýju starfi sínu hjá Landsbankanum eftir bankahrunið, þar sem sagði: „Og bara til að undirstrika það, svo það sé algjörlega á hreinu, þá hef ég aldrei komið nálægt einu eða neinu sem tengist Baugi hérna innandyra .“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.