Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 73

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 73
 Þjóðmál VOR 2009 71 Jón Ásgeir Jó hannesson, millifærði árum saman hundruð milljóna króna út af bankareikningum al menn ingshlutafélagsins Baugs hf . og lánaði sjálfum sér, föður sínum og systur, sem og félögum sem honum tengjast, eins og Gaumi ehf . og Fjárfari ehf ., hundruð milljóna króna . Litlar sem engar tryggingar eru settar fyrir þessum „lánum“ . Engir láns­ pappírar eru undirritaðir sem skilgreina afborgunarskilmála og hvenær eigi að greiða lánin upp . Litlir sem engir vextir eru greiddir af þessum „lánum“ . Stjórnarformaður almenningshluta félags­ ins Baugs vissi ekkert um þessar lánveit ingar til forstjóra Baugs í yfirheyrslum lögreglu . Aðrir stjórnarmenn Baugs vissu heldur ekkert um þessar lánveitingar í yfirheyrslum lögreglu . Stjórnarmenn almenningshlutafélagsins Baugs höfðu einfaldlega ekki hugmynd um hvað var í gangi . Þeim var aldrei sagt neitt! Ekkert frekar en fyrrverandi stjórnar ­ mönn um almennings hluta félagsins FL Group sem gengu á dyr árið 2005 . Þeim var aldrei sagt neitt heldur . Ekkert frekar en stjórnarmönnum Tryggingamiðstöðvarinnar hf . um milljarða „lán“ TM til hlutabréfakaupa í FL Group . Þeim var aldrei sagt neitt heldur! Hluthafar almenningshlutafélagsins Baugs vissu ekki heldur um þessar lánveit­ ingar . Það voru nefnilega engar upplýsingar um þessar lánveitingar í ársreikningum al­ menningshlutafélagsins Baugs . Þáver andi end urskoðandi Baugs hf ., Stefán Hilmarsson hjá KPMG, taldi þessar lánveitingar ólöglegar í greinargerð sinni dagsettri 17 . maí 2002, sem send var stjórnendum Baugs hf . En stuttu síðar sneri endurskoðandinn við blaðinu . Í yfirheyrslum hjá lögreglu sagði Stefán að ástæðan fyrir því að hann til greindi ekki þessar gífurlegu lánveitingar í ársreikningum Baugs hefði verið sú að „fljótlega eftir stofnun Baugs hf .“ hefði „legið fyrir afstaða forstjórans, Jóns Ásgeirs, að sérgreina ekki þessa viðskiptareikninga í ársreikningum félagsins“ . Og þeirri skipun forstjóra Baugs hlýddi endurskoðandinn athugasemdalaust . Stefáni Hilmarssyni endurskoðanda finnst það sjálfsagt að hluthöfum stærsta al menn ingshlutafélags Íslands komi það ekkert við þótt forstjóri fyrirtækisins láni sjálfum sér hundr uð milljóna án trygginga og vaxtagreiðslna . Alveg eins og það kemur viðskiptanefnd Alþingis ekkert við hver lánaði sama forstjóra 1 .500 .000 .000 krónur til að kaupa til baka fjöl miðlana sína eftir að hafa keyrt félagið 365­miðla í þrot . „Það hefur enginn rétt á að vasast í mínu veski,“ sagði Jón Ásgeir Jóhann esson af því tilefni eins og frægt er orðið . Spurður um hvar lesandi ársreikninga al menningshlutafélagsins Baugs fyrir árin 2000 og 2001 hefði getað leitað upplýsinga um lánveitingar til eigenda eða stjórnenda félagsins svaraði endurskoðandi KPMG, Stefán Hilmarsson, því til að „lesandi ársreikninganna hefði getað komið fram með fyrirspurn á aðalfundi félagsins“! Haaaaa? Ef það stendur ekkert um lánveitingar til for stjóra Baugs í ársreikningum félagsins, af hverju ættu menn þá að spyrja um slíkar lánveitingar? Ganga menn þá ekki bara út frá því að engar slíkar lánveitingar séu fyrir hendi? Þess má geta að Stefán Hilmarsson starfar ekki lengur hjá KPMG við endurskoðun Baugs hf . Hann fékk nefnilega myndarlega stöðu­ og launahækkun . Hann var ráðinn fjármálastjóri Baugs Group! Í lögregluyfirheyrslu yfir Jóni Ásgeiri Jó ­ han nessyni, var honum kynntur tölvu ­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.