Þjóðmál - 01.03.2009, Page 75

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 75
 Þjóðmál VOR 2009 73 Mér er þungt í sinni þessa daga . Alla jafna eru bjartsýnin og gleðin mínar fylgi konur en þessa dagana er margt mótdrægt . Það er sérkennilegt að í garðinum kringum húsið heima hefur sífellt verið fuglasöngur . Meira að segja í svartasta skammdeginu hefur maður heyrt tístið inn um gluggann . En í haust hafa raustir fuglanna hljóðnað og inn um opinn gluggann heyrist ófagurt surg í bílvélum . Þegar ljóst var að heimskreppa væri að skella á óttaðist ég það strax að hún leiddi til stjórnleysis, öfgaskoðana og ófriðar . Sumir litu á mig og töldu að ég hefði misst dómgreind ina . En einmitt þetta var lærdómurinn af krepp unni á fjórða áratug aldarinnar . Eyði legg ing ar mátturinn er ólýs­ an legur þegar hug ar farið verður eitrað . Ég velti því fyrir mér hvort allt sem gerst hefur leiði til þess að Ísland verði verra land . Þjóð sem finnst það allt í lagi að kastað sé skyri og eggjum í lögregluþjóna er ekki með sjálfri sér . Börn sem ráðast að Alþingishúsinu með eggjum og ávöxtum vantar virðingu fyrir helstu gildum frelsis og lýðræðis . Því að þing húsið er fyrst og fremst sameiginlegt tákn baráttunnar fyrir því að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar setji henni lög en ekki einvaldur eða æstur múgur . Það grynnkar ekki á skuldasúpu þjóðarinn ar að mála stjórnarráðið rautt á hverjum degi . Það eykur ekki hamingju fólks að slasa lög regluþjóna . Það eflir ekki lýðræðið að ráðast að bíl for sætisráðherra . Alþingismenn og ríkisstjórn eiga að kom­ ast óáreitt til vinnu . Starfsfólk Seðlabankans er venjulegt fólk sem á að fá að halda sína árshátíð eins og aðrir . Í bönkunum starfar fólk sem hefur tapað aleigunni í hlutabréfum og situr í skulda­ súpunni rétt eins og aðrir . Það fólk á ekki skilið að fá ónot og skammir . Þjóðfélagið verður ekki betra með því að ala á hatri, ofstæki og ofbeldi . Þess vegna er ég leiður þessa dagana . Benedikt Jóhannesson Söngur fuglanna þagnar Hugrenningar í miðri „búsáhaldabyltingu“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.