Þjóðmál - 01.03.2009, Page 80

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 80
78 Þjóðmál VOR 2009 Bókadómar _____________ Þarft rit og tímabært Björn Bjarnason: Hvað er Íslandi fyrir bestu? Bóka félagið Ugla, Reykjavík 2009, 192 bls. Eftir Atla Harðarson Björn Bjarnason hefur sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálamanna fyrir óvenju lega skarpskyggni og rökfestu . Þessi kostir hans njóta sín vel í greinasafninu Hvað er Íslandi fyrir bestu? sem út kom hjá Bóka félaginu Uglu í janúar á þessu ári . Í bókinni, sem ber undirtitilinn Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, eru 13 greinar . Sú elsta er frá árinu 2003 og sú nýjasta var rituð í des ember 2008 . Sem dómsmálaráðherra hefur Björn gegnt lykilhlutverki í þátttöku Íslands í Schengen­ samstarfinu og hann var formaður Evrópu­ nefnd ar sem forsætisráðherra skipaði árið 2004 til að fjalla um tengsl Íslands við Evrópu sambandið . Auk þess hefur hann verið formaður utanríkismálanefndar Al­ þingis og atkvæðamik ill í umræðu um utan­ ríkis­, öryggis­ og varnar mál um hartnær 40 ára skeið . Skoðanir hans um Evrópumál byggjast því á víðtækri reynslu og meðal annars af þeirri ástæðu hljóta allir sem hafa áhuga á upplýstri umræðu um þennan mála flokk að fagna útkomu bókarinnar . * Í viðauka, aftast í bókinni, er álit meirihluta Evrópunefndarinnar sem forsætisráðherra skip aði árið 2004 til að fjalla um tengsl Íslands við Evrópusambandið og skilaði skýrslu í mars 2007 . Lokaorð þess eru: „Þótt aðild að ESB fylgi ýmsir kostir er hitt fullljóst að þeir hagsmunir og réttindi sem glatast Íslendingum við aðild vega miklu þyngra en kostirnir við aðild . Þess vegna er óhjá kvæmilegt fyrir Íslendinga að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og málum er nú háttað .“ (s . 186–7) Greinarnar í safninu styðja allar þessa niðurstöðu . Fyrr í sama áliti, sem auk Björns er undirritað af Katrínu Jakobsdóttur, Ragnari Arnalds og Einari K . Guðfinns syni, segir: „Engar líkur eru á að samist geti um milli Ís lands og ESB, að 200 mílna efna­ hags lögsagan um hverfis Ísland verði í heild sinni viðurkennd sem sérstakt fisk­ veiðistjórnunarkerfi undir stjórn Ís lend­ inga, enda samrýmist það ekki sameiginlegri sjáv arútvegsstefnu ESB og á sér engin fordæmi nema hvað varð aði afmörkuð fiskverndarhólf . […] Íslenska efnahagslögsagan er 758 .000 fer­ kíló metrar að stærð eða ríflega sjö sinnum stærri en landið sjálft . Íslendingar geta ekki framselt yfirráðin yfir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna til Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkra vissu fyrir hvaða reglum verði fylgt í sjávarútvegsmálum á komandi áratugum . Engin trygging er fyrir að Íslendingar geti varið hagsmuni sína í þessu efni til frambúðar sem aðilar að

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.