Þjóðmál - 01.03.2009, Side 82

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 82
80 Þjóðmál VOR 2009 eru lögð í dóm kjósenda í aðildarríkjunum þá virðist enginn bera neina ábyrgð á ákvörðunum Sambandsins . Ástæðan fyrir því að ég sjálfur efast um að skynsamlegt væri að ganga í Evrópu­ sambandið jafnvel þótt aðild útilokaði ekki yfirráð yfir fiskveiði lögsögunni er fyrst og fremst sú að ég tortryggi vald sem ekki er háð lýðræðislegu aðhaldi . Leiðin frá almennum kjósendum til þeirra sem taka ákvarðanir fyrir Sam bandið (hvort sem það er ráðherraráðið eða fram kvæmda stjórnin) er of löng til að lýðræðis legt aðhald virki sem skyldi, stjórnsýslan er ógagnsæ og almenningur hefur takmarkaðan aðgang að rökræðu um ákvarðanir . Hér er því á ferðinni pólitískt vald sem er ekki háð dómi al mennra kjósenda . Reynsla Evrópuþjóða af slíku valdi er vond – á köflum verri en orð fá lýst . * Á nokkrum stöðum í bókinni gagnrýnir Björn þá sem mæla fyrir aðild Íslands að Evrópusam band inu fyrir þjónkun við embættis menn Sambandsins (sjá t .d . kaflana „Undirgefni og Brusselvald“ s . 139–140 og „Staksteinar í ófæru“ s . 141– 143) . Þeir sem andmælt hafa hugmyndum Björns um að Ísland geti tekið upp evru án inngöngu í Sambandið vitna gjarna í embættis menn máli sínu til stuðn ings . En í þessum köflum segir Björn að eigi að semja við Evrópusambandið um mynt­ samstarf, eins og lög þess og sáttmálar heimila, hljóti vegferðin að hefjast hjá ríkisstjórnum aðildarlandanna frem ur en hjá embættismönnum í Brussel . Ef Evrópusambandið er í raun og veru sam starf fullvalda ríkja, eins og talsmenn þess halda gjarna fram, þá hlýtur þetta að vera rétt hjá Birni . En sé raunin hins vegar sú að ólýðræðislegt stofnanakerfi í Brussel fari sínu fram hvað sem aðildarríkin segja þá er rökrétt og eðlilegt að spyrja embættismennina frekar en ríkisstjórnir land anna . Hér snúa hlutirnir á haus með dálítið brosleg um hætti . Þeir sem tala eins og við höfum allt að vinna og engu að tapa með aðild viðurkenna á borði, en ekki í orði, að innan Sambandsins séu lýðræðislega kjörin stjórnvöld aðildarlandanna sett undir vald embættismanna sem aldrei þurfa að leggja verk sín í dóm almennra kjósenda . * Í síðustu greininni í safninu ræðir Björn nokkuð orðið „aðildarviðræður“ sem allmikið ber á í fjöl miðlum um þessar mundir . Notkun þessa orðs gefur ranglega til kynna að áður en ríki sækir um aðild að Sambandinu fari fram samningavið ræður um á hvaða kjörum það gengur inn í það . Hið rétta er að ríki sækir einfaldlega um aðild og slík umsókn þýðir að ríkisstjórn þess æski inn göngu . Björn skýrir þetta þar sem hann segir: „Umsókn um aðild er send ráðherraráði ESB sem felur framkvæmdastjórninni að meta getu umsóknarríkis til að uppfylla skil­ yrði fyrir aðild . Telji framkvæmdastjórnin, að umsóknarríkið uppfylli skilyrði fyrir aðild ákveður ráðherraráðið, hvort hefja eigi samn ingaviðræður við viðkomandi ríki og veitir framkvæmdastjórninni umboð til viðræðnanna . Þar leggur umsóknarríkið fram afstöðu sína til einstakra málaflokka á verkefnaskrá ESB og rökstuddar óskir um tímabundnar og varanlegar undanþágur eða aðlaganir varðandi innleiðingu á löggjöf ESB, ef á því er talin þörf í einstökum málaflokkum . Viðræðurnar snúast um þessar séróskir umsóknarríkisins og leggur framkvæmdastjórnin niðurstöðuna undir ráðherraráðið til samþykktar auk þess sem

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.