Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 83

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 83
 Þjóðmál VOR 2009 81 Evrópu þingið, þjóðþing allra aðildarríkja og um sóknarríkis þurfa að samþykkja hana . Í flestum tilvikum fer einnig fram þjóðaratkvæða greiðsla um málið í um sókn­ arríkinu . Af þessu sést, að það fara ekki fram neinar við ræð ur um aðild, heldur er rætt við stjórn­ end ur ESB á grundvelli umsóknar, sem fyrir þá er lögð .“ (s . 178) * Hvort sem menn eru sammála Birni eða ósam mála held ég að engum lesanda dyljist að hann fjallar um viðfangsefni sín af mikilli þekk ingu . Skrif hans eru laus við slagorðaglamrið og öfgarnar sem því miður einkenna umræð una um Evrópu mál hér landi þar sem menn ýmist finna Samband­ inu allt til foráttu eða tala um það af nánast trúarlegri lotningu og láta eins og inn ganga í það leysi öll okkar vandamál . Sannleikurinn er þó að hagur þeirra nágrannalanda okkar sem hafa gengið í Sambandið hefur hvorki versn að né batnað svo miklu muni við inngönguna . Staða Íslands er ólík stöðu ríkjanna sem gengið hafa í Evrópusambandið af nokkrum ástæðum . Sú sem vegur þyngst er mikilvægi þess að halda forræði yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu kring um landið . En fleiri ástæður skipta máli eins og staðsetning landsins, viðskiptasamningar við önn ur efnahagssvæði og fámenni þjóðarinnar sem gerði hana áhrifalitla innan Sambandsins . Jafnvel þótt fallist sé á að skynsamlegt hafi verið fyrir önnur Evrópuríki að ganga í Sambandið útiloka þessar ástæður að rök þeirra gildi óbreytt fyrir okkur . Hitt er svo annað mál, og miklu umdeil­ an legra, hvort þróun Evrópusambandsins hafi verið til góðs fyrir aðildarríkin . Hvaða skoðanir sem menn hafa á því efni getur tæpast nokkur talið skyns am legt að ganga í Evrópusambandið til að leysa skamm­ tímavandamál . Það er engin leið að ganga úr því svo ákvörðun um inngöngu hlýtur að taka mið af langtímahagsmunum og því þarf að horfa yfir miklu víðara svið en hagtölur síðustu mánaða . * Ég hef grun um að raunverulegar ástæður þeirra sem telja annað hvort mjög mikil­ ægt að við göngum í Evrópusambandið eða eru því mjög mótfallnir séu fremur sjaldan orðaðar með opinskáum og heiðarlegum hætti . Satt að segja held ég að flestir sem vilja ganga í Sambandið vilji það vegna þess að þeim finnst rétt að vera með af siðferðilegum og pólitískum ástæðum . Þeir trúa á skipulag og miðstýringu og binda vonir við vald sem er nógu öflugt og mikið til að geta breytt heiminum . Þeir væru trúlega jafnákafir að mæla fyrir inngöngu þótt sýnt yrði með pottþéttum rökum að hún breytti engu um efnahag landsmanna . Það sama held ég gildi um þá sem vilja standa fyrir utan Evrópusambandið . Þeim líkar illa hvað það er ólýðræðislegt og íhlutunarsamt um alls konar mál og vildu ekki þar inn þótt sýnt yrði fram á að inngangan skaðaði ekki efnalegan hag þjóðarinnar . En vegna þess að það er hálfgert feimnismál að tala um pólitískar og siðferðilegar hug­ sjónir hvort sem þær snúast um gildi samvinnu milli þjóða og kosti skipulags og miðstýringar eða um fullveldi, frelsi og lýðræði reyna þeir sem bera slíkar hugsjónir fyrir brjósti oft að verja þær með óbeinum hætti og segja að það sem þeir vilja fá fram auki hagvöxt, greiði fyrir viðskiptum eða treysti undirstöður atvinnulífsins . Úr þessu verður undarleg „rökræða“ þar sem raun­ verulegu ástæðurnar eru ósagðar en reynt að skáka andstæðingnum með stórorðum, og oft mjög ósennilegum, yfirlýsingum um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.