Þjóðmál - 01.03.2009, Side 92

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 92
90 Þjóðmál VOR 2009 Þór kallar það . Svo eru öfgarnar stundum á hinn veginn að fjölskyldan er algjörlega vanrækt . Þór er mikill fjölskyldumaður sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar . En ég hef líka velt því fyrir mér hvernig Þór og ýmsir aðrir forsvarsmenn og stjórnendur fyrirtækja geta leyft sér að vera í fjölmörgum krefjandi stjórnum . Þór er þegar þetta er skrifað t .d . formaður Árvakurs, þar sem róðurinn er ekki auðveldur . Bókin er uppfull af fróðleik en einnig kímni . Gott dæmi um það er þegar Þór var nýkomin af Brian Tracy­námskeiði og hann hitti vin sinn, horfði í augun á honum og spurði hvernig hon um liði . Hann þagnaði smástund, leit svo bros andi í augu Þórs og spurði á móti: Varstu á Brian Tracy­ námskeiði? Stjórnun og hegðun þarf að koma frá hjartanu, en ekki byggjast á ein­ hverjum frösum sem maður lærir á stjórn­ unarn ámskeiði . Kaflinn „Póstpredikarinn“ fjallar um vandamál sem flestir stjórnendur þurfa að glíma við . Tölvu pósturinn er farinn að stjórna tímanum . Tölvupóst ssamskipti taka drjúgan hluta af deg inum og alveg fram á nótt . Svo sitja menn og bíða eftir pósti, hvers vegna póstur hafi ekki komið og sitja lang­ tímum saman við að semja svör við pósti og ákveða hverjir eiga að fá afrit . Oft verður það „reply to all“ með þeim afleiðingum að allir þurfa að lesa og svara . Og svo bíða menn eftir svari . Er ekki orðið mikilvægara að kenna „tölvupóststjórnun“ en „mannauðs­ stjórnun“ eða „fjármálastjórnun“? Ég spyr . Eitt af því aðdáunarverðasta sem Þór gerði, eftir að hann tók við sem forstjóri Sjóvár, var að brjóta niður múra og stórar einkaskrifstofur for stjóra . Flottar for stjóra­ skrifstofur, jafnvel 30–40 fermetrar að stærð, með austurlenskum teppum, leðursófum, risastóru skrifborði, peningaskáp, minibar og glæsilegum bókaskápum, eru ekki í takt við nýja tíma . Það er það sama og fleiri þurfa að gera á þessum tímum . Tími stórra og flottra einkaskrifstofa er liðinn . Í bók sinni vitnar Þór í það að ef Thomas Edison hefði farið í viðskiptaskóla værum við öll að lesa við stærri kerti . Nú er spurningin hvað við lesum þegar fram líða stundir eftir að Þór tók við stjórnarformennsku Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins . Það er á hans ábyrgð að við lesum áfram besta og trúverðugasta fjölmiðil landsins í hvaða formi sem hann verður . Þar megum við ekki við stórum mistökum . Að loknu köldu stríði Valur Ingimundarson (ritstj .): Uppbrot hugmyndakerfis: Endurmótun íslenskrar utanríkisstefnu 1991–2007, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2008, 32+417 bls . Eftir Þorlák Einarsson Fyrir áhugamenn um kalda stríðið og þær hörðu átakalínur sem klufu íslenskt þjóðfélag áratugum saman virðist sá tími sem frá er liðinn fjarska litlaus og óspenn­ andi í fyrstu . Herinn fór í skjóli nætur og fáir voru til að fagna eða gráta brottför hans . Stórir drættir íslenskrar utanríkisstefnu virðast hafa farið fram á stofnanagrundvelli öðru fremur til að skjóta stoðum undir íslenskt efnahagslíf án mikilla flokkadrátta meðal þjóðarinnar . Valur Ingimundarson sagnfræðing ur leiðir hóp fræðimanna í þessari bók úr sagnfræði, lögfræði, mann­ fræði, félagsfræði, landafræði og hagfræði til að kortleggja hvernig íslensk utanríkisstefna hefur mótast frá 1991 . Við þann lestur kemur í ljós að samtíma sagan er mun meira spennandi en í fyrstu mætti ætla . Vegna nýliðinna atburða og komandi tíma vekur grein Baldurs Þórhallssonar um

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.