Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 93

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 93
 Þjóðmál VOR 2009 91 Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda óvænt mesta athygli . Hún er líka spennandi vegna hinnar dramatísku atburðarásar sem lá að baki sam þykkt EES­samningsins og því gífurlega álagi sem forsetinn varð fyrir . Enda lýsir Jón Bald vin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, and rúmsloftinu á ríkis­ ráðsfundinum 13 . janúar 1993 sem um líkvöku hefði verið að ræða . Til samanburðar rekur Baldur hve snurðulaust Ísland gekk til Schengen­samstarfsins sem þó kallaði á margar skuldbindingar á þjóðina og færði töluvert sjálfræði úr okkar höndum . Kosti og galla þess samstarfs má lesa um í grein Önnu Karlsdóttur landfræðings . Skipta má umfjöllunarefni þessarar bókar í „mjúkar“ og „harðar“ hlið­ ar íslenskrar utan ríkis stefnu liðinna ára . Hörð teljast málefni eins og öryggis­ og varnarmál, efnahagsmál (s .s . uppbygging stóriðju, samningar um fiski stofna) og efnahagssamruna . Mýkri teljast málefni eins og mannréttindamál, friðargæsla og þróunaraðstoð . Stundum er erfitt að greina skilin milli þessara tveggja flokka líkt og kemur fram í grein Gunnars Páls Bald­ vinssonar sem fjallar um friðargæslu Ís­ lendinga á undanförnum árum . Í henni má greina stefnuleysi stjórnvalda um hvort friðargæslan ætti að snúast um framlag herlausrar þjóðar til varnarbandalagsins NATO eða vera mannúðarstarf til handa stríðshrjáðum þjóðum heims sam kvæmt meintu friðsömu þjóðareðli . Í um fjöllun sinni um íslenska þróunarhjálp spyrja þær Kristín Loftsdóttir og Helga Björns dóttir mannfræðingar hvort Íslenska friðar gæslan styrkist á kostnað Þróunar samvinnu stofn­ unar Íslands sem er stofnun sem sinnir þró­ unarmálum eingöngu . Gylfi Zoëga hagfræðingur ritar um ut­ an ríkisviðskipti Íslands . Sú lesning, eins ágæt og hún er, er lík því að bera vatn í bakkafullan lækinn fyrir landsmenn sem þurft hafa að tileinka sér ógurlega mikla hagfræði á undraskömmum tíma . Það telst þó sígild speki að sá sem les sér til um fortíðina á að geta forðast mistök framtíðar . Gylfi veltir vöngum yfir því hvers vegna aukið frelsi í efnahagsmálum og betri stofnanaumgjörð hafi ekki komið fram í auknum útflutningi vöru og þjónustu eða fjölbreyttari útflutningi . Hann nefnir sem dæmi að hátækniútflutningur nemi nú um þriðjungi af útflutningi iðnvarnings í Bandaríkjunum og Bretlandi en einungis 5% af iðnútflutningi Íslands . Það undrar hann að jafn vel menntuð þjóð og okkar hafi ekki náð framar í þessu en raun ber vitni . Svipaðar hugleiðingar má lesa í máli Sigurðar Jóhannessonar hagfræðings . Hann spyr hver ávinningur Íslendinga sé af fyrirgreiðslu við erlenda fjárfesta í stóriðju . Hann efast um að áhrif stóriðju hafi verið mikil í íslenskt efnahagslíf, þ .e . áhrif á aðra en kaupendur og seljendur vörunnar . Mest þekking hafi skapast hjá Landsvirkjun í gerð virkjana en sem kunnugt er hefur engin fullvinnsla úr áli skapast hér á landi . Með niðurfellingu ríkis ábyrgðar á virkjunarframkvæmdum og skatta ívilnana sem stóriðjan hefur notið myndu vera gerðar sömu arðsemiskröfur til virkjana og annars atvinnurekstrar hér á landi . Að því gefnu telur Sigurður að stórfelldum virkjunum yrði sjálfhætt og landsmenn sneru sér að atvinnurekstri sem gæfi af sér meiri arð og betri lífskjör . Þriðju gagnrýnina á stefnu stjórnvalda í uppbyggingu stóriðju má finna í grein Auðar H . Ingólfsdóttur stjórnmálafræðings en hún fjallar um stefnu Íslands í samningum um loftslagsbreytingar . Hún telur að aðild Íslendinga að Kyoto­ bókuninni hafi skýrst af því að meiri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.