Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 95

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 95
 Þjóðmál VOR 2009 93 leikmannsins . Það gefur augaleið að þegar samtímasaga er rituð koma fæstir heim­ ildarmenn fram undir nafni, einkum þegar rætt er um viðkvæm atriði í samn inga­ viðræðum þó að nöfn sumra komi í ljós einhverjum áratugum síðar . Það er per­ sónuleg skoðun þess sem þetta ritar að sem flestar bækur ættu að vera myndskreyttar og á það ekki síst við um sagnfræðirit . Af nógu myndefni er að taka . Hugsa ég um fróðleiksfús ungmenni framtíðar sem e .t .v . munu þekkja ásýnd Davíðs Odds son ar og Vigdísar Finnbogadóttur en síður annarra þjóðmálaskörunga sem horfið hafa af svið­ inu . Hér er um grundvallarrit að ræða og myndefni gefur slíkri lesningu líf . Skakkt kynjahlutfall Guðbrandur Benediktsson og Guðni Th . Jó hannes son (ritstj .): Hvað er sagnfræði? Skrudda, Reykjavík 2008, 178 bls . Eftir Sigríði K . Þorgrímsdóttur Fyrir sagnfræðing búsettan á lands­byggðinni er það kærkomið að hádegis­ fyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins skuli gefnir út á prenti og okkur sem búum utan höfuð borgarinnar gefist þannig kostur á að fylgjast með umræðunni . Áður en ég hvarf brott úr borginni hafði ég setið um tíma í stjórn Sagnfræðingafélagsins . Meðal annars var ég í stjórninni þegar Sigurður Gylfi Magnússon viðraði hugmynd sína um hádegisfyrirlestrana, sem síðan var hrint í framkvæmd af honum og fleirum, eins og nefnt er í inngangi þessa rits . Eftir því sem ég best man voru þessir fundir vel sóttir frá upphafi . Eitt af því fyrsta sem vakti athygli mína þegar ég las efnisyfirlit og inngang þessa rits var kynjahlutfallið . Alls voru flutt 18 erindi veturinn 2006–2007, þar af töluðu 13 karlar og fimm konur . Af þeim eru birt 14 erindi í ritinu, tíu eftir karla og fjögur eftir konur . Í dagskrá hádegisfyrirlestranna á yfirstandandi vetri sýn ist kynjahlutfallið svipað . Konur eru fyrir nokkru komnar í meirihluta háskólanema og væntan lega skila þær sér út í fræðasamfélagið . Eða skila þær sér eitthvað síður en karlarnir? Ljúka þær síður námi? Láta þær síður að sér kveða? Hver er skýringin á þessu skakkt kynjahlutfalli? Nú kann lesandinn að halda því fram að það skipti engu máli hvort karl eða kona flytur gott erindi – en þá spyr ég á móti; ef það skiptir engu máli og það er bara sá hæfasti sem er valinn, er þá skýringin á fjarveru kvenna sú að þær séu svona miklu lakari? Þessa sömu spurningu má bera fram við fleiri tækifæri, svo sem þegar rætt er um fjarveru kvenna í stjórnmálum, í valdastöðum o .s .frv . Hér með beini ég þessari athugasemd til sagnfræðinga, ekki síst í stjórn Sagnfræðingafélagsins . Í inngangi segja ritstjórar eitthvað á þá leið að rannsóknir og miðlun þrífist vart hvort án annars, sagnfræðirannsókn án miðlunar sé tilgangslaus og miðlun eigi að byggjast á traust um rannsóknum . Ég er hjartanlega sammála þessu, en tel hins vegar að miðlunarþátturinn vilji oft gleymast þeim sem helga sig fræðunum og hinni akademísku umræðu . Stundum hefur mér virst að sumir gleymi sér í „frasalógíu“ eins og kallað var á vondu máli hér eitt sinn . Að hugtakaumræðan sé svolítið eins og nýju fötin keisarans, til þess eins að ganga í augun á hver öðrum í fílabeinsturni fræðimannanna . Fæstir þora þó að láta slíkar skoðanir í ljósi af ótta við að opinbera fáfræði sína – ég er ein af þeim! Ég er alls ekki gera lítið úr fræðilegri umræðu um eðli sagnfræðinnar, strauma, stefnur, kenningar og hugtök, enda er það allt annað mál .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.