Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 97

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 97
 Þjóðmál VOR 2009 95 kemur á undan, rannsóknir eða miðlun?“, þar sem hann fjallar um gildi kenninga í sagnfræði, þá datt mér allt í einu í hug hvort það gæti verið að konur hugsi síður út frá kenningum en karlar og hvort það útskýri e .t .v . fjarveru þeirra úr fræðunum! En Sverrir segir einmitt að sagnfræðingar eigi ekki að vera áhættufælnir – þ .e . að vera hræddir við kenningar og túlkun – er ekki einmitt alltaf sagt að konur séu áhættufælnar? En kannski eru það einmitt sleggjudómar og alhæfingar . Niðurstaða hans er m .a . sú að í „frelsi frá kenningum felst ekki annað en helsi vanahugsunar“ . Sagnfræði sem ekki gengur út frá kenningum sé ekki stefnulaus, heldur einmitt fyrirsjáanleg . Grein Sús önnu Margrétar Gestsdóttur um sögu­ kennslu fannst mér frábær, enda bjóst ég ekki við öðru . Ætti að vera skyldulesning allra kennara . Hún sýnir fram á að sögukennsla þurfi EKKI að vera leiðinleg – þótt hún sé það því miður oft . Og að það er alls ekki einfalt mál að kenna sögu og gera það vel . Síðustu greinarnar í ritinu fjalla um miðlun sögunnar út frá ýmsum sjónarhornum (reyndar er svolítið hættulegt að nota orðið „sjónarhorn” eftir lestur ritsins!) . Ágúst Guðmundsson kvik myndagerðarmaður segir m .a . frá gerð kvik mynd arinnar Útlag­ ans þar sem hann reyndi að vera sögulega trúr viðfangsefninu – en komst að þeirri niðurstöðu að það væri vafasamt að ganga of langt í þá átt . Sem rímar ágætlega við um fjöllun Þórarins Eldjárns um mun á skáldskap og sagnfræði . Ég veit að það hefur verið illa liðið af sumum sagnfræðingum þegar kollegar þeirra sviðsetja atburði, þ .e . fara út fyrir heimildir til að skapa rétta andrúmsloftið í frásögninni . Ég get út af fyrir sig skilið þessa gagnrýni, en sjálfri finnst mér afar mikilvægt að texti sé áhugaverður og læsilegur . Að menn kunni að segja sögu, þó svo þeir ríghaldi sér í ramma heimildanna . Gísli Sigurðsson segir frá hugmyndafræðinni að baki tveimur sýningum í Þjóðmenningarhúsinu, um víkinga og Vínlandsferðir, og hvernig sýningarnar féllu e .t .v . í skuggann af pólitískum deilum . Mér fannst hann reyndar vera fullmikið í vörn fyrir sýningarnar sínar og alveg óþarft, en kannski skiljanlegt . Eggert Þór Bernharðsson bendir í erindi sínu m .a . á að það taki oft langan tíma fyrir rannsóknir að skila sér í sýningar safnanna, ég held að það taki líka langan tíma að rannsóknir skili sér t .d . í kennslubækur og annað efni um sögu . Það skyldi þó ekki orsakast af því að miðlunarþættinum sé ekki sinnt sem skyldi? Ég var svolítið á reiki um hvað „hlaðvarp“ er þegar ég hóf lestur greinar Ævars Kjartanssonar útvarpsmanns, en skýringin kom síðar í greininni . Það er þýðing hans (?) á enska heitinu „podcast“, tækni sem tengist netinu og gefur neytendum möguleika á að hlusta á útvarpsefni eftir á, jafnvel eldra efni . Ég er sammála honum um að þetta sé „freistandi nýjung“ . Í síðustu greininni fjallar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um miðlun menningararfs og gefur þar ágætt yfirlit yfir verkefni ráðuneytisins á þessu sviði . Í heildina tekið finnst mér mikill fengur að þessu riti og vona að hér verði framhald á . Bókin lætur ekki mikið yfir sér, hún er í vasabókarbroti og ekki dýr útgáfa, býst ég við . Það finnst mér líka hin rétta leið í þessu tilviki . Það þarf ekki að gefa allt út með harðspjöldum og glanspappír fyrir gæðaprentun á myndum . Frágangur er ágætur og ég rakst ekki á margar villur, sem auðvitað gladdi mig . En ég vil að lokum enda eins og ég byrjaði á að beina því til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.