Tölvumál - 01.11.2005, Side 6
Faghópur UT-kvenna
Faghópur UT-kvenna stofnaður
Ásrún Matthíasdóttir
6 Tölvumál
Árið 2000 voru
konur 31% af nem-
endum í tölvunarfræði
í Háskólanum í
Reykjavík (HR) en
2003 var hlutfallið
komið niður í 12%.
Áhugi kvenna á tölvunarfræði ogöðrum greinum upplýsingatæknihefur sveiflast til og frá undan-
farna áratugi. Árið 2000 voru konur 31%
af nemendum í tölvunarfræði í Háskólan-
um í Reykjavík (HR) en 2003 var hlutfall-
ið komið niður í 12%. Þetta vakti áhyggjur
meðal kennara og stjórnenda skólans og
var ákveðið að grípa til aðgerða. Sumarið
2003 var gerð rannsókn við skólann með
styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þar
sem leitast var eftir að greina ástæður fyrir
því að konur leituðu síður í tölvunarfræði.
Niðurstöðurnar rannsóknarinnar „gefa til
kynna kynjamun í aðgangi og tölvunotkun
áður en nemendur hefja nám og einnig í
áhugasviðum þeirra. Um helmingur
kvenna í náminu völdu það til að prófa
eitthvað nýtt en karlar völdu fagið frekar
af áhuga á tölvum... Viðhorf til námsins
eru ólík hjá kynjunum þar sem konum lík-
ar betur við hönnun útlits og þarfagrein-
ingu en körlum líkar betur við forritun.“
(Kolbrún Fanngeirsdóttir, 2003, bls. 4). Í
kjölfarið var m.a. aukið framboð á nám-
skeiðum sem talin voru höfða frekar til
kvenna í deildinni.
Faghópur verður til
Umræðan hélt áfram og vorið 2005 tók
hópur sig saman og undirbjó stofnun fé-
lags kvenna í upplýsingatækni. Upphaf-
lega var hugmyndin að vera með óform-
legt félag kvenna innan HR en metnaður
þeirra sem tóku þátt í undirbúningum kall-
aði á formlegt félag. Eftir að hafa skoðað
ýmsa möguleika var ákveðið að stofna
fagfélag undir Skýrslutæknifélagi Íslands
(Ský). Þetta fyrirkomuleg hefur marga
kosti, t.d. aðgengi að skrifstofu og allri
þjónustu Ský við daglegan rekstur félags-
ins sem auðveldar stjórn félagsins að ein-
beita sér að öðrum verkefnum, s.s. fræðslu
og kynningafundum. Stofnfundur félags-
ins UT-konur var síðan haldinn í Háskól-
anum í Reykjavík miðvikudaginn 25. maí
2005. Var fundurinn vel sóttur og mættu
65 konur, sem flestar gerðust stofnfélagar.
Faghópur UT-kvenna er hýstur af Ský en
mun starfa að mestu sjálfstætt með eigin
samþykktir og stjórn. Um markmið fag-
hópsins og fyrstu stjórn má lesa á
www.sky.is
Mikilvægt að virkja félaga til starfa
Stjórnin hefur síðan í vor fundað reglulega
og velt fyrir sér hvernig best sé að vinna
að markmiðum félagsins og eru ýmsar
hugmyndir á lofti. Mikilvægt er að virkja
félaga í UT-konur og mynda vinnuhópa,
t.d. skemmtihóp, fræðsluhóp, hvatninga-
hóp, tölfræðihóp og rithóp. Hver hópur
tæki að sér ákveðið hlutverk og sæi um
verkefni í samvinnu við stjórnina. Vonast
er til að hægt verði að virkja félaga til
starfa og fá fram hugmyndir um störf fag-
hópsins og hvað eigi að leggja áherslu á
fyrsta starfsárið. Stefnt er að því að halda
bæði fræðslufundi og skemmtifundi en
fyrsti félagsfundurinn var haldinn 15.
september sl.
Hægt er að gerast félagi í UT-konum
eða í Ský og UT-konum með því að senda
tölvupóst á netfangið utkonur@sky.is eða
sky@sky.is.
Heimild: Kolbrún Fanngeirsdóttir
(2003). Konur og tölvunarfræði. Skýrsla á
netinu http://www.ru.is/asrun/Efni/Skyr-
slakonur.pdf
Ásrún Matthíasdóttir er lektor og
verkefnastjóri fjarnáms Tölvunarfræðideildar
Háskólans í Reykjavík