Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 8
Orðanefnd 8 Tölvumál stöðvar. Í kjölfar þess styrks fékkst síðan rausnarlegur styrkur frá menntamálaráðu- neytinu. Vorið 2004 fannst nefndarmönn- um viðbótin orðin það mikil að rétt væri að gefa verkið einnig út sem prentaða bók auk þess að koma því fyrir í orðabankanum. Þá var hafist handa við að afla styrkja frá fyr- irtækjum og stofnunum til þess að greiða kostnað við útgáfuna. Í ljós kom þá eins og áður að orðanefndin á víða hauka í horni. Skýrslutæknifélagið sjálft styrkti einnig út- gáfuna. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum sem tóku kvabbi mínu um fjárframlög af ljúfmennsku og gerðu okkur kleift að ljúka þessu verki. Allra styrkveit- enda er getið í bókinni. Þegar undirbúningur hófst fyrir þessa útgáfu leitaði nefndin til félagsmanna í Skýrslutæknifélaginu og annarra áhuga- manna um tölvutækni um samvinnu við endurskoðun orðasafnsins. Vinnugögn nefndarinnar voru gerð aðgengileg á vef- setri nefndarinnar og áhugamenn um orða- forða tölvutækninnar hvattir til þess að koma athugasemdum á framfæri við nefndina. Ekki bárust margar athugasemd- ir en ýmsir munu hafa notað vinnugögnin til þess að finna heiti á hugtökum sem ekki höfðu þegar fengið íslenskt heiti. Morgun- blaðið veitti aðgang að orða- og hugtaka- lista á vef sínum mbl.is, SKÝRR veitti að- gang að orðalista sem varð til við þýðingu á Oracle-hugbúnaði og Gísli Hjálmtýsson prófessor við Háskólann í Reykjavík lagði til orðalista um netkerfi og netþjónustu. Allir þessi orðalistar voru notaðir við end- urskoðun orðasafnsins og þakkar nefndin þeim sem veittu aðgang að þeim. Orðanefndin hefur eins og áður leitað til ýmissa sérfræðinga sem hafa veitt góð ráð og lesið yfir einstaka kafla orðasafns- ins. Sérstaklega ber að geta Jóhanns Gunnarssonar og Arnalds Axfjörð sem lásu yfir kafla um tölvu- og gagnaöryggi og veittu aðgang að vinnugögnum sínum. Maríus Ólafsson las yfir kafla um orða- forða sem tengist lýðneti og veraldarvef og veitti ráð bæði um orðanotkun og skil- greiningar. Magnús Gíslason svaraði spurningum um ýmis svið tölvutækninnar eins og hann hefur gert við allar fyrri út- gáfur Tölvuorðasafns. Orðanefndin þakk- ar þessum mönnum fyrir veitta aðstoð. Einnig vill nefndin þakka þeim fjölmörgu sem hafa hringt eða skrifað og lagt fram fyrirspurnir um orðanotkun en þær hafa oft orðið til þess að nefndin hefur endur- skoðað heiti sem þegar voru til eða fundið heiti fyrir ný hugtök. Í þetta sinn hefur nefndin fengið Hið ís- lenska bókmenntafélag til liðs við sig til þess að gefa verkið út. Er það mjög við- eigandi þar sem Bókmenntafélagið stóð einnig að fyrstu útgáfunni ásamt Íslenskri málnefnd. Það má því segja að hringnum sé lokað. Ég vil þakka forsvarsmönnum Bókmenntafélagsins fyrir mjög ánægju- lega samvinnu, sérstaklega framkvæmda- stjóranum Gunnari Ingimundarsyni. Orðanefndin hélt fundi sína í Íslenskri málstöð frá því að málstöðin tók til starfa í byrjun árs 1985 þangað til haustið 2002 og Íslensk málnefnd gaf Tölvuorðasafn út í 2. og 3. útgáfu. Orðanefndin og Skýrslu- tæknifélagið færa Íslenskri málnefnd og málstöðinni þakkir fyrir aðstoð og góða samvinnu. Frá hausti 2002 hefur orða- nefndin haldið fundi sína í húsnæði Ný- herja að Borgartúni 37. Orðanefndin þakkar fyrir afnot af þeirri aðstöðu og gott viðmót starfsfólks Nýherja. Í þremur fyrstu útgáfum Tölvuorða- safns var einkum stuðst við skrá frá Al- þjóðlegu staðlasamtökunum og Alþjóð- lega raftækniráðinu. Hún heitir nú In- formation Technology - Vocabulary ISO/IEC 2382. Staðlaráð Íslands, sem er aðili að þessum stofnunum fyrir Íslands hönd og hefur jafnframt einkaumboð fyrir þær á Íslandi, hefur góðfúslega leyft notk- un þessa rits. Tölvuorðasafn hefur verið aðgengilegt í orðabanka Íslenskrar málstöðvar frá því hann var opnaður hinn 15. nóvember 1997 á veraldarvef lýðnetsins. Í fyrstu var sett inn bráðabirgðaútgáfa þriðju útgáfu Tölvuorðasafns en í febrúar 1998 endan- leg gerð þriðju útgáfunnar. Eins og þegar hefur komið fram er nú unnið við að end- urnýja hugbúnað orðabankans. Ráðgert er að fjórða útgáfa Tölvuorðasafns verði sett í orðabankann þegar þeirri endurskoðun er lokið. Það er von orðanefndarmanna að þessi nýja bók muni nýtast tölvunotendum í þeirri viðleitni að fjalla um hugðarefni sín á vandaðri íslensku. Markmið frumkvöðla Skýrslutæknifélagsins og þeirra sem hafa

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.