Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Side 21

Tölvumál - 01.11.2005, Side 21
Rafræn stjórnsýsla Tölvumál 21 Verkefnið Minn Garðabær er tíma- mótaverkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu og íbúalýðræðis. starfsmanna íþróttafélaga. Þegar eru til áætlanir um frekari þróun kerfisins sem mun m.a. verða til þess að hægt verður að fá góða tölfræði um iðkun íþrótta- og æskulýðsstarfs t.d.eftir aldri og hverfum sem verður hægt að nota við skipulag for- varnastarfs í bænum. Verðmæt afurð Eins og segir í upphafi er gott samstarf Garðabæjar og Hugvits lykillinn að því hversu vel hefur tekist til. Með því að starfa saman að verkefninu frá upphafi hefur þess verið gætt á öllum stigum að tekið sé tillit til þarfa stjórnsýslunnar og þeirra reglna sem hún starfar eftir og ekki síður til þeirra sem eiga að nota vefinn, þ.e. íbúanna sjálfra. Verðmæt þekking hef- ur orðið til við þróun verkefnisins hjá báð- um aðilum. Þáttur Hugvits í verkefninu er ekki aðeins vinna við forritun og þróun hugbúnaðarins, heldur felst hann ekki síð- ur í áhuga starfsmanna fyrirtækisins á því að taka þátt í þróunarvinnu og því að setja sig inn í starfsemi sveitarfélagsins. Fyrir vikið hefur verkefnið skilað af sér verð- mætri afurð sem önnur sveitarfélög hafa sýnt áhuga á að nýta sér. Reykjanesbær hefur þegar skrifað undir samning um Mitt Reykjanes og fleiri sveitarfélög eiga efa- lítið eftir að fylgja í kjölfar hans. Tímamót en ekki endapunktur Verkefnið Minn Garðabær er tímamóta- verkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu og íbúalýðræðis. Með opnun vefsins var þó ekki náð neinum endapunkti heldur mun verkefnið halda áfram að þróast á næstu árum. Vinna við nýjungar er jafnframt lær- dómsferill fyrir alla sem að henni koma og verkefnið mun vafalítið taka breytingum um leið og reynslan sýnir hvað virkar og hvað ekki. Einnig er mikilvægt að verk- efnið fylgi þróun þjónustu sveitarfélagsins almennt eins og raunin er með íþrótta- og tómstundabankanum þar sem ný þjónusta er frá upphafi útfærð á vefnum. Á þann hátt er stuðlað að aukinni notkun og gagn- semi vefsins. Tilnefnt til verðlauna Verkefnið var tilnefnt sem fulltrúi Íslands í flokki rafrænnar stjórnsýslu til Nýmiðlun- arverðlauna Sameinuðu þjóðanna, 2005. Guðfinna B. Kristjánsdóttir er upplýsingastjóri Garðabæjar

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.