Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Page 32

Tölvumál - 01.11.2005, Page 32
Tölvuleikir 32 Tölvumál Bardagar í EVE reyna meira á herkænsku og útsjónarsemi en hve góðir menn eru að muna lyklaborðs- flýtilykla jafnvel þótt aðeins sé um sýndarheim að ræða. Þeir sem vilja kynna sér bakgrunn leiks- ins frekar er bent á vef leiksins: http://www.eve-online.com Mikilvæg atriði sem hafa ber í huga við gerð fjölþátttökuleikja Í fjölþátttökuleikjum eru oft og tíðum tug- ir þúsunda manna tengdir sama heiminum á sama tíma. Þar sem Netið hentar ekki vel til þess að tugþúsundir manna séu í rauntímasamskiptum sín á milli, allir við alla, þarf að beita brögðum til þess að láta líta út fyrir að svo sé. EVE beitir töluverð- um brögðum til þess arna og á heimsmet í samtíma spilun á sama heimi, 17.500 spil- arar. Sú staðreynd að sögusvið EVE er him- ingeimurinn, býður upp á lausnir á þessu vandamáli sem má tengja beint við leikja- heiminn. Þegar leikmenn spila EVE, eru þeir annaðhvort staddir í geimskipi sínu, siglandi um eða í geimstöð. Hvort sem á við eru þeir staddir í ákveðnu sólkerfi. Verandi staddir í ákveðnu sólkerfi, hafa þeir lítinn áhuga á því hvað aðrir leikmenn í öðrum sólkerfum eru að gera. Athygli þeirra beinist að því hversu mikið þeir þurfa að styrkja skjöld sinn til þess að þola árásir svarins óvinar síns sem skýtur á þá af 5000 metra færi með rafgasfallbyssunni sinni. Þarna er strax komin takmörkun á því hvað þarf að senda upplýsingar um stöðu leikmanna til margra annarra leikmanna, þ.e. aðeins þeir leikmenn sem staddir eru í sama sólkerfi þurfa að fá rauntímaupplýs- ingar frá hver öðrum. Við skulum kalla þetta mengi leikmanna rauntímamengi. Í EVE er eitt sólkerfi minnsti skalan- leikapunkturinn, þ.e. ekki er hægt að brjóta upp eitt sólkerfi á milli örgjörva í miðlaraklasa EVE. Til þess að koma sem flestum fyrir í sólkerfi kemur sögusviðið enn og aftur til aðstoðar. Þeim geimleikjum sem hafa verið á markaðnum hingað til má helst líkja við fyrri heimsstyrjöldina í geimnum. Geim- skip hafa hegðað sér eins og tvíþekjur í fyrri heimstyrjöld, bardagar hafa verið í návígi og hæfni leikmanna að miklu leiti til ráðist af því hve góðir menn eru að halda óvininum í sigtinu. Þessi aðferð við að líkja eftir bardaga í geimnum er góð og gild og hefur skemmt mönnum vel í gegn- um árin. Þegar sest var niður og ákveðið hvernig bardagar færu fram í EVE var ákveðið að nota ekki þetta leikjalíkan. Bardagar í EVE reyna meira á herkænsku og útsjón- arsemi en hve góðir menn eru að muna

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.