Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Síða 33

Tölvumál - 01.11.2005, Síða 33
Tölvuleikir Tölvumál 33 CCP hefur eytt mikl- um tíma í það gera leikjakerfið þannig úr garði að það sé ekki hægt að hafa telj- andi áhrif á hermun heimsins með því að fikta í biðlaranum. lyklaborðsflýtilykla eða hæfileika þeirra í að beita músinni til þess að halda óvinin- um í sigtinu. Þetta gerir það að verkum að bardagar í EVE eru framákvarðanlegir (e. deterministic), upp að vissu marki. Leik- maðurinn stýrir einu skipi, en hefur mörg vopna- og varnakerfi á skipinu. Leikmað- urinn getur verið í bardaga við marga óvini samtímis og þarf að stilla varnakerfi sín í samræmi við það hvernig andstæð- ingar hans stilla árásarkerfi sín. Sú staðreynd að bardagar í EVE eru framákvarðanlegir, hafandi upplýsingar um allar forsendur, þýðir að miðlarinn þarf aðeins að senda biðlaranum upphafs- stöðu bardagans. Svo lengi sem að staða kerfisins breytist ekki (leikmenn sem í bardaga eiga, breyta ekki stillingu kerfa sinna) getur biðlarinn framreiknað at- burðarásina. Biðlarinn getur jafnframt framkallað grafískar sjónhverfingar til þess að gera atburðarásina enn áhugaverð- ari, án þess að þurfa að ráðfæra sig við miðlarann. Þetta gerir það að verkum að samskipti á milli biðlara og miðlara eru margfalt minni en ella. Það að láta biðlarann sjálfan taka ákvarðanir um niðurstöður aðgerða leik- mannsins og senda miðlaranum niðurstöð- urnar, svo að hann geti látið aðra biðlara vita, er því miður ekki mögulegt. Það væri þó mjög tæknilega þægileg leið til þess að minnka samskipti biðlara og miðlara. Sök- um eðlis fjölþátttökuleikja þá eyða menn oft á tíðum löngum tíma í að spila þá og löngunin til þess að stytta sér leið, með því að svindla verður sífellt sterkari eftir því sem á líður. Vegna þessa þarf að gera ráð fyrir því að biðlarinn ljúgi stanslaust og haga miðlaranum og leikjakerfinu þannig að það hafi ekki áhrif á árangur leikmannsins. Ef biðlaranum eru gefin völd með því að leyfa honum að ákvarða, þó að það væri ekki nema lítinn part af hermuninni, er alveg sama hve vel er vandað til verks- ins. Það er ekki hægt að halda í við 60.000 ákafa spilara sem hafa nokkur ár til þess að nota ýmis aflúsunar- og minnisskoðun- artól til þess að nýta sér ákvörðunareigin- leika biðlarans til þess að koma sér áfram í leiknum á óheiðarlegan hátt. CCP hefur eytt miklum tíma í það gera leikjakerfið þannig úr garði að það sé ekki hægt að hafa teljandi áhrif á hermun heimsins með því að fikta í biðlaranum. Miðlarinn sér um alla ákvörðunartöku og biðlarinn sér svo til einungis um að sýna grafík og framreikna atburðarás eftir upp- lýsingum frá miðlaranum, ásamt því að láta miðlarann vita um ákvarðanir leik- mannsins. Eftir situr að það eina sem gerir

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.