Tölvumál

Ataaseq assigiiaat ilaat

Tölvumál - 01.11.2005, Qupperneq 36

Tölvumál - 01.11.2005, Qupperneq 36
Útrás í UT EMCO með 3000 viðskiptavini í 70 löndum Viðtal við Þórarinn Óskarsson, framkvæmdastjóra Emco Halldóra Matthíasdóttir 36 Tölvumál Fyrirtækið hefur um 3000 viðskiptavini á skrá um allan heim Emco ehf. er fyrirtæki sem sérhæfirsig í hugbúnaðarþróun fyrir kerfis-stjóra og var stofnað árið 2001. Stofnendur Emco eru Emil Þór Jónsson og Þórarinn Óskarsson. Frumkvöðullinn var Emil Þór Jónsson sem hóf forritaþróun í ársbyrjun 2000, 24 ára gamall en 6 mánuðum síðar kom Þór- arinn til samstarfs með fjármagn til áfram- haldandi þróunar, því hann hafði fulla trú á þessum unga systursyni sínum. Í mars 2001 var EMCO svo stofnað og salan hófst á netinu í nóvember sama ár. Emil Þór Jónsson starfaði sem kerfis- stjóri hjá VÍS frá 1998 til 2004. Hann starfaði fyrir og byggði upp Emco með Þórarni ásamt því að sinna fullu starfi hjá VÍS en ákvað fyrir rúmu ári síðan að ein- blína á hugbúnaðarþróun hjá Emco. Þórarinn er rafeindavirki að mennt og hefur starfað sem slíkur hjá Símanum frá árinu 1966. Árið 1977 bauðst honum að taka þátt í tölvuvæðingu símaskrárinnar undir stjórn Ara Arnalds verkfræðings sem síðar stofnaði VKS ásamt Friðriki Mart- einsyni og hefur Þórarinn síðan þá verið kerfisstjóri hjá Símanum og hjá Anza eftir að tölvudeild Símans var flutt út fyrir fyr- irtækið, en hann lét af störfum þar í byrjun sumars og hóf fullt starf hjá Emco sem er sívaxandi fyrirtæki. Emco selur hugbúnaðarlausnir sínar á vefversluninni http://emco.is og einnig með milligöngu endursölu- eða umboðs- aðila víða um heiminn. Ásamt Emil sinna erlendir verktakar í Kanada, Pakistan, Úkraínu og Nýja Sjálandi forritun og ým- iss konar textavinnu. Emil stýrir verkefn- um sem eru í gangi hverju sinni en Þórar- inn er meira í sölu og markaðsmálum. Fyrirtækið hefur um 3000 viðskiptavini á skrá um allan heim en meðal viðskipta- vina erlendis eru Boeing flugvélaframleið- andinn, Hewlett- Packard og Xer- ox. Meðal við- skiptavina innan- lands eru Síminn, VÍS, deCode og Eimskip. 60% viðskiptavina eru í Bandaríkjum Norður Ameríku. Þá er ótalið fjöldi niðurhala á ókeypis hugbún- aði frá fyrirtæk- inu, sem eru um 1000 niðurhaln- ingar á hverjum degi. Um rúmlega tveggja ára skeið veitti Dr. Jón Þór Þór- hallson stofnandi og stjórnarformaður ECP International http://www.ecpint.com EMCO markaðsráðgjöf sem styrkt var af Útflutningsráði. Vöruframboð Hugbúnaðarlausnir Emco miða að því að spara kerfisstjórum í fyrirtækjum vinnu. Fyrirtækið framleiðir rúmlega 30 mismun- andi hugbúnaðarpakka og hér á eftir eru nokkrir þeir helstu. Network Inventory Hugbúnaðurinn Network Inventory er þekktasta vara Emco. Um er að ræða hug- búnað sem safnar saman upplýsingum frá

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.