Tölvumál


Tölvumál - 01.11.2005, Side 37

Tölvumál - 01.11.2005, Side 37
Útrás í UT Tölvumál 37 öllum vélum af innra neti fyrirtækis, til að mynda uppsettan hugbúnað og stýrikerfi. Hugbúnaðurinn einfaldar utanumhald á leyfum, vélbúnaði og þess háttar. Verðið á hugbúnaðinum er háð fjölda útstöðva. Hugbúnaðinn er hægt að setja upp á einni vél, en má líka setja upp á fleiri vélar. Emil segir aðal kostinn við hugbúnað- inn vera þann að kerfisstjórinn sér á einum stað allt netið og Þórarinn bætir við: ,,Hugbúnaðurinn sér allar vélarnar sjálfur, þ.e. finnur þær allar. Ekki þarf að setja inn neinn endahugbúnað á útstöðvarnar.” Network Malware Cleaner Network Malware Cleaner er hugbúnaður sem vinnur með vírusvörnum að því að hreinsa óæskilegar skrár og forrit úr tölvu- kerfum. Hugbúnaðurinn, sem keyrir frá miðlægri vél, leitar að óæskilegum skrám og flytur í einskonar sóttkví. Einnig til- kynnir hugbúnaðurinn þegar hann finnur vélar sem eru án vírusvarna. Hugbúnaður- inn er mjög hraðvirkur og þarfnast ekki uppsetningar á hverja útstöð sem er eins- dæmi með slíkan hugbúnað. Þá getur kerf- isstjórinn í hverju fyrirtæki stillt hugbún- aðinn til og þannig stjórnað að hverju er leitað og hvað sé hreinsað eða flutt í sótt- kví. Í dag leitar hugbúnaðurinn í gagna- grunni með 7900 auðkennum og getur hreinsað út 40.879 atriði á bak við hvert þeirra. Malware Destroyer Emco dreifir ókeypis útgáfu af Malware Cleaner sem heitir Malware Destroyer og er hannað fyrir einmenningstölvur eða heimatölvur. Emco Malware Destroyer er dreift m.a. á vefnum Download.com, Tucows.com og Snapfiles.com. Remote Desktop Professional Hugbúnaðurinn Remote Desktop Pro- fessional er notaður til þess að yfirtaka vélar og framkvæma þjónustur á þær. For- ritið safnar að auki mikið af upplýsingum um vél- og hugbúnað á vélunum.

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.