Tölvumál - 01.11.2005, Qupperneq 41
Útrás í UT
GoPro á alþjóðamarkaði
Reynsla Hugvits af markaðssetningu hugbúnaðarlausna á erlendum mörkuðum
Áki G. Karlsson
Tölvumál 41
Forsenda útrásar fyrir-
tækisins er mjög sterk
staða á heimamarkaði
en sú staða grundvall-
ast á góðum en kröfu-
hörðum innlendum
viðskiptavinum.
Hugvit hefur undanfarið
þétt vörulínuna mikið
og einbeitir sér nú að
tveimur útgáfum
kerfisins.
Hugvit hf hefur á undanförnum árumverið framarlega meðal íslenskra upp-lýsingatæknifyrirtækja í útflutningi
hugbúnaðarlausna til Evrópu. Fyrirtækið hef-
ur um langt skeið unnið að því að byggja upp
viðskiptatengsl og viðskiptavild á mörkuðum
í Bretlandi og á Norðurlöndunum, og jafn-
framt unnið að því að koma sér fyrir í Þýska-
landi, Eystrasaltsríkjunum og Austur-Evrópu.
Reynslan sýnir að slík uppbygging getur verið
mjög ábatasöm, en tekur langan tíma og krefst
mikillar vinnu áður en árangur næst.
Kjarnastarfsemi Hugvits felst í þróun hug-
búnaðarlausna fyrir mála-, skjala- og sam-
skiptastjórnun hjá hinu opinbera og stærri fyr-
irtækjum í einkageiranum undir merkinu
GoPro. Á síðustu misserum hefur fyrirtækið
markvisst skorið frá alla þá starfssemi sem
ekki rúmast innan kjarnastarfseminnar.
Þannig hefur sérhæfingin orðið skýr sem
hjálpar til við að marka sérstöðu í samkeppni
utan Íslands.
Forsendur útrásar og markaðsþróun
Forsenda útrásar fyrirtækisins er mjög sterk
staða á heimamarkaði en sú staða grundvallast
á góðum en kröfuhörðum innlendum við-
skiptavinum. Hugvit hefur þannig flutt út hug-
búnaðarlausnir frá upphafi og nú koma 75%
af nýsölu fyrirtækisins erlendis frá. Undanfar-
ið hefur fyrirtækið einblínt á að vinna erlenda
markaði með samstarfi við aðila sem starfa á
þeim mörkuðum fyrir og geta sýnt fram á
reynslu og sterka stöðu í þeim geirum sem
fyrirtækið vill sækja. Með þessu móti felst
sala og markaðssetning okkar í því að finna
og sannfæra þá aðila sem við höfum áhuga á
að starfa með, um ágæti okkar vöru og vöru-
þróunar. Jafnframt sjáum við þeim fyrir
kennslu í uppsetningu og notkun hugbúnaðar-
ins og veitum þeim öflugan stuðning við
þeirra eigin markaðssetningu og sölu. Á móti
kemur samstarfsaðilinn með reynslu og sér-
þekkingu á markaðnum, sem erfitt og kostn-
aðarsamt væri að koma upp innan Hugvits.
Þessi nálgun á erlenda markaði krefst vinnu
og ástundunar þar sem ekki er sjálfgefið að
samstarfsaðilinn sinni vörunni eins og við
myndum vilja. Að auki er ljóst að áhugi sam-
starfsaðilans á vörunni er í fullkomnu sam-
ræmi við gæði hennar og gengi á markaði. Þá
þarf að gæta þess, þar sem margir samstarfs-
aðilar vinna á sama markaði, að verkefni
þeirra skarist ekki, svo fyrirtækið sé ekki í
samkeppni við sína samstarfsaðila.
Áhersla á að mæta þörfum markaðarins
Hugvit hefur í sinni markaðsvinnu horft á
stærri fyrirtæki eins og framleiðslufyrirtæki
og orkufyrirtæki, en einkum þó á opinbera
geirann, sveitarstjórnir og stofnanir, enda hef-
ur lausnin verið þróuð í nánu samstarfi við op-
inbera aðila bæði hér heima og erlendis. Það
hefur auk þess sýnt sig að þessi markaður er
nú í örum vexti í Evrópu og Asíu, þar sem
kröfur hafa aukist um skilvirkar og hagkvæm-
ar lausnir sem svara auknum kröfum borgar-
anna um þjónustu, rekjanleika og gagnsæi í
samskiptum við opinbera aðila. Styrkur Hug-
vits felst í því að vera með vandaða vöruþróun
sem tekur stöðugt mið af kröfum markaðar-
ins, samhliða sýn á það hvernig þessar kröfur
muni þróast í framtíðinni. Sem dæmi má
nefna að GoPro málastjórnunarkerfið, sem
upphaflega var bundið við Lotus Notes um-
hverfi, hefur á undanförnum árum einnig ver-
ið þróað fyrir .NET umhverfið frá Microsoft,
sem skapar aukinn sveigjanleika í markaðs-
setningu og gefur viðskiptavinum val um
verkvang. Núna síðla árs 2005 mun svo koma
út ný útgáfa af GoPro fyrir IBM Workplace,
sem er nýjasta útspil IBM fyrir innranet,
byggt á Lotus, Websphere og DB/2.
Hugvit hefur undanfarið þétt vörulínuna
mikið og einbeitir sér nú að tveimur útgáfum
kerfisins: GoPro Case Professional, fyrir Lot-
us Notes-umhverfi, og GoPro.net, fyrir .NET
umhverfi. Vörur Hugvits eru margverðlaunað-
ar og hafa þegar sannað gildi sitt fyrir fjölda
viðskiptavina, svo nú er orðið auðvelt að vísa
til margra vel heppnaðra innleiðinga þegar
rætt er við tilvonandi viðskiptavini og sam-
starfsaðila. Á sama tíma hefur notagildi vör-
unnar aukist jafnt og þétt og Hugvit hefur
byggt á þessum sama grunni sérsniðnar lausn-
ir eins og „Minn Garðabær“ þar sem mála-
stjórnunarkerfi sveitarfélagsins vinnur með
vefgátt þar sem allir íbúar geta fengið aðgang