Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
KANARÍ – Enska ströndin
tvær vikur (17. nóv. – 2. des.) frá
89.900 kr.
á mann m.v. tvo fullorðna og eitt barn.
PLÚS
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Maður á að nota tímann vel og vera
glaður og hress. Og ánægður með líf-
ið,“ segir Guðný Jóna Þorbjörns-
dóttir sem er 100 ára í dag. Það leikur
enginn vafi á því að Guðný hefur lifað
eftir þessu lífsmottói. Hún er eld-
hress og tekur glaðlega á móti blaða-
manni með hlýju handabandi sem ylj-
ar inn í hjarta.
Guðný lætur vel af sér og segist
vera „sæmilega hress“. Hún hugsar
um heilsuna og hreyfir sig reglulega.
Hún hefur aðeins tapað sjón en ekki
mikilli heyrn og spjallar um heima og
geima. Hún fylgist vel með öllum af-
komendum sem eru orðnir 107 talsins
og eru búsettir víða um heim. Meðan
á viðtalinu stendur spyr Guðný dótt-
ur sína Jórunni, sem einnig er heima,
hvort Helen sé enn í Argentínu. Þau
svör fást að hún sé á leiðinni heim og
lendi víst í dag.
Prjónar og heklar
Guðný er alltaf með eitthvað á
prjónunum og lauk nýverið við að
hekla barnateppi. Það verður fyrir
langömmubarn sem er væntanlegt í
janúar. Það leikur allt í höndunum á
henni en fjöldi málverka og teikninga
prýða heimili hennar. Þegar hún var
komin yfir sjötugt þá hóf hún nám við
Myndlistarskólann.
Í sumar fór hún í veiði á Stöðvar-
firði þar sem hún fæddist og bjó um
áratuga skeið. „Ég veiddi tvær fínar
bleikjur,“ segir Guðný sem þykir allt-
af gaman að veiða. Hún fer á hverju
sumri í veiði og hefur gert síðustu ár,
oftast með börnum sínum sem einnig
eru með veiðibakteríuna. Hún segist
þó ekki vera mikil aflakló, þegar hún
er spurð. Þegar hún var níræð veiddi
hún stærsta lax sem hafði veiðst í
Stöðvará í Stöðvarfirði.
„Ég veit það ekki. Ég hef unnið
mikið. Ég hef verið hamingjusöm og
á góð börn. Lífið hefur verið gott,“
svara Guðný þegar hún er spurð
hverju hún megi þakka langlífið.
Guðný fékkst við ýmis störf um
ævina, starfaði á matstofu, stofnaði
saumastofu, saltaði síld á Siglufirði
og sinnti bústörfum og barnauppeldi
svo fátt eitt sé nefnt.
„Ég ætla að fylgja þér til dyra. Þú
mátt ekki fara með vitið úr bænum.
Það litla sem eftir er,“ segir Guðný og
brosir þegar við kveðjumst. Það er
einstök hlýja og þakklæti sem fylgir
þessari fallegu konu, ætli það sé ekki
lykillinn að löngu lífi.
Guðný fæddist 12. september árið
1915 á Grund í Stöðvarfirði í Stöðv-
arhreppi í Suður-Múlasýslu, dóttir
Þorbjörns Stefánssonar úr Stöðv-
arfirði og Jórunnar Jónsdóttur af
Mýrum. Systkini Guðnýjar voru þrjú.
Þegar Guðný var 15 ára gömul
flutti hún til Reykjavíkur og starfaði
þá í matsölu hjá frænku sinni í Hafn-
arstræti 18. Þar kynntist hún fyrri
eiginmanni sínum Ingimari Sölvasyni
loftskeytamanni. Saman eignuðust
þau einn son. Ingimar fórst með
togaranum Braga við England haust-
ið 1940. Síðari maður Guðnýjar var
Jóhannes Ásbjörnsson rennismiður í
Reykjavík og á Akureyri og síðar
bóndi í Stöðvarfirði, en hann lést árið
2005. Börn þeirra eru sex. Þau hjónin
bjuggu á Stöð frá 1958 til 1988 og
voru um tíma með afurðahæsta
kúabúið á Austurlandi.
Maður á vera glaður og hress
Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir er 100 ára í dag Þakklæti og lífsgleði einkennir þessa miklu veiði-
konu sem rennir fyrir fisk á hverju sumri Heilsuhraust og hugsar um heilsuna sem er mikilvægt
Morgunblaðið/Golli
Hress og kát Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir 100 ára við eitt málverkanna sem hún hefur málað af mikilli natni.
Veiði Í sumar fór hún í veiði í Stöðv-
ará við Stöðvarfjörð.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Framkvæmdir eru að fara af stað við
þrjá turna í Túnunum í Reykjavík og
er byggingarkostnaður ekki undir
12 milljörðum króna. Hluti húsnæð-
isins er þegar kominn í útleigu.
Áformað er að hefja framkvæmdir
við 8 hæða fjölbýlishús í Mánatúni í
Reykjavík í október. Framkvæmdin
þéttir byggð á þessu eftirsótta svæði
Það er verktakafyrirtækið Dverg-
hamrar sem byggir húsið. Það verð-
ur 8 hæðir og með 34 íbúðum. Fimm
íbúðir verða á hverri hæð á fyrstu 6
hæðunum en á 7. og 8. hæð verða
tvær stærri íbúðir, alls fjórar íbúðir.
Húsið mun tengjast bílakjallara sem
fyrir er á lóðinni. Umsókn um fram-
kvæmdina bíður afgreiðslu hjá
byggingarfulltrúa í Reykjavík.
Fram kemur í umsókninni að svo-
nefnd A-rými í húsinu verði 4.300
fermetrar. Miðað við að ferm. á
svæðinu kosti 375 þús. ætti að kosta
um 1,6 milljarða að byggja húsið.
Guðmundur R. Guðmundsson
húsasmiður er annar eigenda
Dverghamra. Hann segir Mánatún 1
verða tilbúið vorið 2017 ef allt geng-
ur að óskum. „Þetta verða að mestu
leyti tveggja og þriggja herbergja
íbúðir og þær verða minni en al-
mennt gerist á svæðinu.“
Höfðatorgsreitur byggður upp
Skammt frá eru að hefjast miklar
framkvæmdir á Höfðatorgsreitnum.
Félagið Höfðatorg hefur þannig
sótt um leyfi hjá byggingarfulltrúa í
Reykjavík til að byggja 12 hæða fjöl-
býlishús með 94 íbúðum í Bríetar-
túni. Verður turninn við hlið Foss-
hótelsturnsins sem var tekinn í
notkun í júní í sumar. Þá hefur ann-
að félag, Höfðavík, sótt um leyfi til
að byggja 7-9 hæða verslunar- og
skrifstofuhús, auk kjallara á þremur
hæðum og tengibyggingu yfir í H1,
hæstu bygginguna á reitnum.
Bæði félögin tengjast Eykt.
Pétur Guðmundsson, forstjóri
Eyktar, segir þegar samið um leigu
á þremur hæðum í fyrirhuguðum
skrifstofuturni. Hann áætlar að
samanlagður kostnaður við íbúða-
og skrifstofuturninn sé á annan tug
milljarða. Verklok við skrif-
stofuturninn séu áformuð haustið
2017 og verklok við íbúðaturninn í
lok árs 2017, eða um vorið 2018.
Pálmar Kristmundsson, arkitekt
hjá PK arkitektum, hannar húsin.
Þegar þessu lýkur verður einn
áfangi eftir í uppbyggingu Höfða-
torgsreitsins. Sá mun kalla á niður-
rif núverandi húsnæðis WOW Air, á
horni Bríetartúns og Katrínartúns.
Bygging þriggja turna
í Túnunum að hefjast
Kostar 12 milljarða 3 hæðir leigðar út í óbyggðu húsi
Teikning/PK-arkitektar
Höfðatorg Svona leit fyrirhugaður
íbúðaturn út í fyrri drögum.
Teikning/Kanon-arkitektar
Mánatún 1 Stórar íbúðir verða á
efstu tveimur hæðum hússins.
Ásmundur Einar Daðason, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, hefur ósk-
að eftir því að Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri verði kallaður inn á
fund fjárlaganefndar Alþingis eftir
að borgarstjóri sagði í vikulegu bréfi
sínu að sanngjarnt væri að sveitar-
félög fengju hlutdeild í vextinum
sem þau ættu snaran þátt í að skapa.
Ásmundur segir að rekstrarvandi
borgarinnar hafi verið mikið til um-
ræðu að undanförnu og eftir að borg-
arstjóri tjáði sig opinberlega um
fjárlögin þá væri gott að fá hann inn
á fundinn til þess að vita hvernig rík-
isvaldið beri
ábyrgð á vandan-
um.
Vigdís Hauks-
dóttir, formaður
fjárlaganefndar
Alþingis, segir
sjálfsagt að verða
við bón Ásmund-
ar. „Sérstaklega í
ljósi orða borgar-
stjórans að rekst-
ur borgarinnar sé með þeim hætti að
það sé torvelt að reka borgina án
þess að ríkið komi þar að.“
Vill borgarstjóra
fyrir fjárlaganefnd
Nefndarformaður tekur vel í beiðnina
Dagur B.
Eggertsson