Morgunblaðið - 12.09.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.09.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 krakka acidophilus bre iðv i rk b landa fyr i r melt inguna Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum.www.gulimidinn.is Drengjakór Reykjavíkur verður með áheyrnarprufur í Neskirkju mánudaginn 14. september kl. 16., eða í samráði við stjórnanda kórsins Steingrím Þórhallsson í síma 896-8192. Áhugasamir og söngelskir drengir á aldrinum 8-12, velkomnir. Myndir úr starfi kórsins og ferðalögum á Fecebook síðu kórsins. ,,Syngja eins og englar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar.“ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er áfangi á leiðinni. Góður og nútímalegur vegur sem fleygir okkur fram á þeirri braut sem við erum, að reyna að komast til höf- uðborgarsvæð- isins á bundnu slitlagi,“ segir Friðbjörg Matt- híasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Í gær var formlega opnaður nýr veg- arkafli ásamt brúm á Vest- fjarðavegi í Múlasveit. Ólöf Nordal innanríkisráðherra klippti á borða til merkis um það með aðstoð Hreins Haraldssonar vega- málastjóra. Vestfjarðavegur er aðalsam- gönguæð sunnanverðra Vestfjarða og tenging við stofnvegakerfið. Nýi vegurinn sem nú hefur verið form- lega tekinn í notkun liggur um Kerlingarfjörð og Kjálkafjörð. Nýr uppbyggður og breiður vegur kem- ur í stað gamals malarvegar sem lá um botn fjarðanna. Vegurinn lá um snjóþungt svæði þar sem hætta var á snjóflóðum, eins og Ingvi Árna- son, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, bendir á. Gott fyrir íbúa og atvinnulíf Nýi vegurinn liggur á vegfyll- ingum og brúm yfir Kjálkafjörð og Mjóafjörð sem liggur inn úr Kerl- ingarfirði. „Þetta breytir miklu fyr- ir íbúana og atvinnulífið. Með þess- ari framkvæmd höfum við losnað við að aka eftir gömlum og hol- óttum malarvegum og fáum í stað- inn tæknilega góðan og öruggan veg,“ segir Friðbjörg. Heildarlengd nýja vegarins er 16 kílómetrar og leysir hann af hólmi veg sem var 24 kílómetrar. Styttir hann því leiðina á milli þorpanna á sunnanverðum Vestfjörðum og Reykjavíkur um 8 kílómetra. „Verktakinn staðið sig vel“ Vegagerðin samdi við Suðurverk um að leggja veginn, að afloknu út- boði. Hófst verktakinn handa í júní 2012. Suðurverk notaði að hluta til óhefðbundnar aðferðir við verkið. Prammi var notaður til að flytja fyllingarefnið í vegfyllingar og gröf- ur til að kasta efni út á þær, svo dæmi séu tekin. ÞG Verk ehf. var undirverktaki við brúarsmíði. Ýms- ar deildir Vegagerðarinnar önn- uðust undirbúning og eftirlit með framkvæmdinni. „Verkið hefur gengið vel í öllum aðalatriðum og verktakinn staðið sig vel,“ segir Ingvi Árnason. Byrj- að var að nota nýja veginn síðla síð- asta haust, þótt varanlegt slitlag hafi ekki verið komið á nema að hluta. Síðan hefur tíminn verið not- aður í að leggja slitlag og ganga frá veginum. Skriða sem féll á vinnuvél og yfir veginn í mikilli úrkomu í apríl 2014 setti strik í reikninginn um tíma. Loka þurfti veginum vegna hættu á frekari skriðuföllum. Ingvi segir að hluti af efninu úr skriðunni hafi nýst í vegfyllingar. Gengið var frá veginum með breiðri rás ofan veg- ar, til að draga úr hættunni á að skriður valdi tjóni. 4 milljarðar kr. Endurbætur á þessum kafla Vestfjarðavegar hafa verið eitt stærsta vegagerðarverkefni síðustu ára, fyrir utan gangagröft. Talið er að heildarkostnaður við veginn verði innan við fjórir millj- arðar króna. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Vegabætur Hreinn Haraldsson og Ólöf Nordal klippa á borða á nýjum Vestfjarðavegi á Barðaströnd í gær. Framkvæmdin er góður áfangi á leiðinni  Nýr kafli á Vestfjarðavegi er mikil samgöngubót Fyrirsögn hérVegabætur á Vestfjarðavegi Litlanes Skeiðnes Vattarfjall Kj ál ka fjö rð ur Ke rli ng ar fjö rð ur M jóifjörður Grunnkort/Loftmyndir ehf. Friðbjörg Matthíasdóttir Stefnt er að því að fjölga stöðugild- um sálfræðinga í heilsugæslu um átta á næsta ári og verður tæpum 69 milljónum króna varið til þess sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Gangi þetta eftir verður unnt að bjóða sál- fræðiþjónustu í heilsugæslu í öllum heilbrigðisumdæmum landsins á næsta ári, segir í tilkynningu frá vel- ferðarráðuneytinu. Liður í áætluninni Betri heilbrigð- isþjónusta, sem heilbrigðisráðherra ýtti úr vör í byrjun síðasta árs, er að efla þverfaglegt samstarf innan heilsugæslunnar og stuðla að breiðari sérfræðiþekkingu. Stöðu- gildi sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu eru nú 15 en verður fjölgað um átta á næsta ári og þar með verða stöðugildi sálfræðinga í heilsugæslu orðin 23 á landsvísu. Þá stefnir ráðuneytið að því að fjölga námsstöðum í heimilislækn- ingum og heilsugæsluhjúkrun og veita heilsugæslunni aukið fjármagn til að ráða í fleiri sérfræðingsstöður í heimilislækningum eða aðrar stöður heilbrigðisstarfsfólks. Til þessa verður varið rúmum 220 milljónum kr. samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Framlög til heilsugæslu á lands- vísu voru aukin um 50 m.kr. í fjár- lögum þessa árs, í því skyni að efla sérnám í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun. Í fjárlagafrum- varpinu er framlagið aukið um 36 milljónir til að fjármagna fjórar nýj- ar stöður námslækna í heilsugæslu. Með auknum fjárveitingum árið 2015 og áformaðri aukningu á næsta ári fjölgar námsstöðum heimilis- lækna úr 13 í 20 á tveimur árum. Sálgæsla aukin í heilsugæslunni  220 milljónir króna í fleiri námsstöður og sérfræðinga í heimilislækningum Enn er versti kaflinn á Vest- fjarðavegi, á milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur, eftir. Hann liggur um hálsana í Gufudalssveit. Þar hefur strandað á deilum vegna vegarlagningar um Teigsskóg í Þorskafirði. Friðbjörg Matthías- dóttir segir að enn sé hægt að sjá á drullugum bílum, þegar ekið er inn á höfuðborgarsvæðið, að fólk sé að koma af sunnanverðum Vest- fjörðum. Málið var lengi í pattstöðu. Nú er unnið að nýju umhverfismati eftir að Skipulagsstofnun heim- ilaði endurupptöku fyrra mats. Ingvi Árnason, svæðisstjóri Vega- gerðarinnar, segir að við þá vinnu séu teknar inn breytingar sem gerðar hafi verið á veglínum frá því fyrra matið var gert. Umhverfis- matið er gert samkvæmt nýjum lögum. Það þýðir að endanleg ákvörðun um framkvæmdina er ekki hjá Skipulagsstofnun heldur sveitarstjórn sem gefur út fram- kvæmdaleyfi. Sveitarstjórn Reyk- hólahrepps setti veginn um Teigs- skóg á aðalskipulag en ekki jarðgöng eins og önnur tillaga Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir. „Við erum enn að bíða eftir loka- áfanganum á leiðinni til Reykja- víkur. Ég veit ekki annað en að málið sé í góðum árangri og skili okkur árangri í vetur,“ segir Frið- björg. Ingvi segir vonast til að hægt verði að ljúka umhverfismati á næsta ári. Ekki sé þó víst að hægt verði að hefja framkvæmdir á því ári. Það ætti hins vegar að verða á árinu 2017. Þá sé veruleg fjárveit- ing til verksins. Versti kaflinn er enn eftir UNNIÐ AÐ UMHVERFISMATI FYRIR VEG UM TEIGSSKÓG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.