Morgunblaðið - 12.09.2015, Side 21

Morgunblaðið - 12.09.2015, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Tel. 568 6600 • sushisamba.is MATSEÐILL KAZ Kóngakrabba Sunomono 2.290 kr. Kóngakrabba salat með gúrku, wacame, rauðlauk og sesamfræjum Bleikju Sashimi með fennel 1.390 kr. Bleikju Sashimi með fennel, rauðlauk og mozzarella Nikujaga 1.890 kr. Japansk kartöflu „stew“ með þunnskornu nauta- kjöti, gulrótum, kartöflum og Dashi-mirinseiði Okonomiyaki 1.890 kr. Kál pönnukaka með þunnskorinni svínasíðu, rauðum engifer og bonito-flögum Kushiage 2.290 kr. Stökk hörpuskel með svíni, lauk, aspas og misosósu Chawanmushi 1.990 kr. „Custard“ súpa með sætri kartöflu, rækjum og skötusel Sushi platti 5.990 kr. Laxa nigiri með „créme fresh“ Skarkola nigiri með konbusölum og shiso Túnfisk nigiri með kalamata ólífum Bleikju nigiri með límónuberki Laxa maki rúlla með basilíku og ananas Eftirréttur 1.790 kr. Græn te Tiramísu Borðapantanir í síma 568 6600 Í tillefni JAPANSKRA DAGA heimsækir alþjóðlegi matreiðslusnillinginn og gesta- kokkurinn Kaz (Kazuhiro) Okochi Sushi Samba og bíður upp á bragð af Japan. Á síðustu 25 árum hefur Kaz unnið sér nafn í matreiðsluheiminum fyrir að endurskapa hefðbunda japanska rétti með skemmtilegu „tvisti“ – eitthvað sem hann kallar sjálfur „Freestyle Japanese Cuisine“. JAPANSKIR DAGAR 15.–20. september Kazuhiro Okochi Bragð af Japan Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Skiptar skoðanir eru á meðal borg- arfulltrúa meirihlutans um það sem kom fram í máli Bjarkar Vilhelms- dóttur, borgarfulltrúa Samfylking- arinnar, í Fréttablaðinu í gær um að of mikið væri af vinnufæru ungu fólki sem væri upp á kerfið komið. Talaði hún um veikleikavæðingu í velferðarkerfinu í því samhengi og að Samband íslenskra sveitarfélaga vildi skilyrða fjárhagsaðstoð. Björk lýsti því yfir í Fréttablaðinu að sér hefði mistekist í störfum sín- um í velferðarráði og hún hygðist biðjast lausnar sem borgarfulltrúi á næsta fundi borgarstjórnar. Björk sagði að áform um að skil- yrða fjárhagsaðstoð hefðu mætt andstöðu hjá velferðarsviði borgar- innar en ekki hjá þjónustumiðstöðv- um þar sem starfsmenn hitta unga fólkið sem er vinnufært, þar til að það verður óvinnufært. „Fólk sem er lengi á fjárhagsaðstoð festist í svona fátæktargildru. Það smám saman missir hlutverk sitt, missir taktinn í tilverunni,“ segir Björk m.a. Samþykkir ekki skilyrðingar Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir Björk vera að kvitta fyrir sig með ummælunum og það komi ekkert á óvart að hún noti sterk orð. Segist hún vera efnislega ósam- mála Björk, sveitarfélögum beri að veita félagsþjónustu skilyrðislaust og af virðingu fyrir þjónustuþegum. Reykjavíkurborg standi sig vel á mjög mörgum sviðum. „Það breytir því þó ekki, að auðvit- að verða virkniúrræði og þjónusta við fólk að vera fjölbreytt, enda eig- um við að koma til móts við þarfir og aðstæður fólks eftir bestu getu. Skil- yrðingar fjárhagsaðstoðar mun ég þó aldrei samþykkja, það veit Björk Vilhelmsdóttir mætavel,“ sagði Sól- ey í samtali við Morgunblaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar við ummælum Bjarkar. Halldór Auðar Svansson, borgar- fulltrúi Pírata, er sammála Björk að því leyti að kerfið geti verið ósveigj- anlegt. „Það býður fólki á gólfinu ekki nægilega vel að taka mið af aðstæð- um. Hins vegar með skilyrðingarnar þá er ég ekki alveg sammála henni,“ segir Halldór, hann telur að það sé ekki endilega besta leiðin til þess að fólk fari af fjárhagsaðstoð. „Fjárhagsaðstoðin er í raun ör- yggisnet og neyðarúrræði. Fólk er á milli annarra kerfa og þetta þannig ekki hugsað sem langtímalausn,“ segir Halldór. Telur hann betra að nota jákvæða hvata til að koma fólki í virkni, í stað þess að neyða það í eitt- hvað sem það er ekki tilbúið í. Aðstoðin er ekki að blása út Halldór bendir á að þrátt fyrir að rekstur borgarinnar sé almennt að þyngjast, og að á mörgu þurfi að taka, þá hafi fækkað í hópi þeirra sem séu á fjárhagsaðstoð á milli ár- anna 2013 og 2014. Bendir það því til þess að þetta sé ekki einn af þeim málaflokkum sem sé að blása út. „Enda er verið að vinna með ýms- um úrræðum akkúrat til þess að koma fólki til virkni,“ segir Halldór. Hann telur þó að skoða þurfi mála- flokkinn betur með tilliti til þess sem Björk sagði, fjárhagsstöðu borgar- innar og nýútkominnar skýrslu um þjónustuveitingu borgarinnar. Í skýrslunni kemur fram að Reykja- víkurborg hafi alltaf skort heild- stæða þjónustustefnu. Virkniúrræði mikilvæg Kristín Soffía Jónsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, segist sammála því sem fram kom í máli Bjarkar um að gríðarlega miklu máli skipti að boðið sé upp á virkniúrræði fyrir þá einstaklinga sem þiggja fjár- hagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. „Ég tek undir með henni að númer eitt, tvö og þrjú sé að bjóða fólki virkni, vinnu og nám, segir Kristín. Hún segir það mikilvægt að áfram verði unnið að velferðarmálum enda hafi vel verið staðið að málaflokkn- um í þverpólitískri sátt undir forystu Bjarkar á undanförnum misserum. „Allir sem þekkja Björk og hennar störf vita að hjarta hennar slær í vel- ferðarmálum. Tíminn og orkan sem hún hefur verið tilbúin að verja í þennan málaflokk er öðrum til eft- irbreytni.“ Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, við vinnslu fréttarinn- ar. Frá aðstoðarmanni hans fengust þær skýringar að Dagur væri í fríi. Þá náðist ekki í S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, eða þá Skúla Helgason og Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Veikleikavæðing í velferðarkerfi  Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, hættir í borgarstjórn  Segir of mikið af vinnu- færu ungu fólki upp á kerfið komið  Skiptar skoðanir í meirihluta borgarstjórnar um ummæli hennar Morgunblaðið/Ómar Velferðarmál Skiptar skoðanir eru meðal borgarfulltrúa meirihlutans um að fjárhagsaðstoð borgarinnar eigi að vera háð ákveðnum skilyrðum. Björk Vilhelmsdóttir Sóley Tómasdóttir Halldór Auðar Svansson Kristín Sóley Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.