Morgunblaðið - 12.09.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 12.09.2015, Síða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015                                     !" " "  !! # $! #  !% !  %"$ % ! $$ # &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  $ " $ "   # # $! #  !% !  %##  " $! $#   "  " $   # # # !$ !% #  %#!   $! # $ ##$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Af sautján flug- félögum sem flugu áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í ágúst stóðu Ice- landair og WOW air fyrir nærri átta af hverjum tíu ferðum frá vellinum. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Túrista. Icelandair stóð fyrir sex af hverjum tíu ferðum frá Keflavíkurflugvelli en WOW er með 16% hlutdeild. Til samanburðar er EasyJet með 4,2% hlutdeild. Íslensku flugfélögin með 8 af 10 brottförum WOW Félagið er með 16% hlutdeild. ● Í ágústmánuði var 1.059 leigusamn- ingum þinglýst, sem er 19,9% fækkun á milli mánaða en 5% hækkun saman- borið við sama mánuð í fyrra. 609 samningum var þinglýst á höfuðborgar- svæðinu, sem er 35,6% fækkun á milli mánaða en 8,4% fjölgun á milli ára. Tal- ið er að verkfall lögfræðinga hjá sýslu- manni hafi haft áhrif. Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár. Leigusamningum fækk- aði á milli mánaða STUTTAR FRÉTTIR ... Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Virkara hlutverk stofnanafjárfesta sem hluthafar í fyrirtækjum kallar á að þeir upplýsi eigendur sína um hvernig þeir hyggist hegða sér sem fjárfestar. Þetta segir Flóki Halldórssson, fram- kvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtæk- isins Stefnis, en hann fjallaði um þessi mál á ráðstefnu Strategíu í fyrradag. Stofnanafjárfestar eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og tryggingafélög en hlutdeild þeirra á hlutabréfamarkaði hefur farið vaxandi á heimsvísu und- anfarna áratugi. ,,Þróunin hefur verið einstaklega hröð á Íslandi. Það sjáum við með samanburði á hluthafalistum nú og fyrir tíu árum síðan.“ Hann nefn- ir Haga og Icelandair en þar eru stofn- anafjárfestar og fjármálafyrirtæki áberandi meðal stærstu hluthafa. Flóki segir stóra hlutdeild lífeyrissjóða hér skýrast af stærð íslenska lífeyr- issjóðakerfisins, sem er það næst- stærsta í heiminum miðað við lands- framleiðslu. Nokkrir stærstu lífeyrissjóðirnir hafa nú sett sér hluthafastefnu. „Stofnanafjárfest- ar taka sér virkara hlutverk og fjár- festingarstefnur þeirra taka á fleiri málum en áður.“ Hann nefnir aukna áherslu á um- hverfismál, samfélagsmál og stjórn- arhætti sem dæmi. „Þróunin erlendis er líka í þessa átt. Fjárfestarnir setja í ríkara mæli út á kaupréttaráætlanir og launakjör forstjóra.“ Flóki segir umdeilt hversu virkir stofnanafjárfestar eiga að vera. „Líf- eyrissjóðirnar hafa engu að síður verið að setja sér stefnu um að vera virkari og útskýra um leið hvernig þeir muni hegða sér sem hluthafar. Það er í takt við erlenda þróun. Í ljósi smæðar skráða hlutabréfamarkaðarins og stærðar lífeyrissjóðakerfisins, er ekki óeðlilegt að lífeyrissjóðir skýri út hvernig hluthafar þeir ætli að vera.“ Stefnir sjálfur setti sér reglur árið 2013 sem útskýra hluthafastefnu og meðferð atkvæðisréttar „Við teljum okkur skulda eigendum sjóðanna upp- lýsingar um hvernig við ætlum okkur að kjósa í umboði þeirra og hvernig hluthafi við erum. Eigendur okkar og aðrir geta séð hvernig við kjósum í ein- staka málum. Við fáum aðhald, þetta eykur gegnsæi og eykur vonandi traust á störfum okkar.“ Umboði fylgir ábyrgð fyrir fjárfesta Flóki Halldórsson ● Greiningardeildir gera flestar ráð fyrir lítilli breytingu á verðbólgu í september. Íslandsbanki gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs muni lækka um 0,1% og að verðbólga verði áfram 2,2%. IFS Greining og Capacent gera hins vegar ráð fyrir óbreyttu verðlagi í september og spá því að verðbólga á ársgrundvelli hækki í 2,3%. Landsbank- inn spáir hins vegar 0,1% hækkun neysluvísitölu og þar af leiðandi hækk- un ársverðbólgu úr 2,2% í 2,4%. Morgunblaðið/Styrmir Kári Föt Greiningardeildir spá því að verð- bólga verði 2,2% til 2,4% í september. Spá lítilli breytingu á verðbólgu milli mánaða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.