Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 33

Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 ✝ Þóra fæddist áAkureyri þann 2. apríl 1935. Hún lést þann 1. sept- ember 2015. Foreldrar Þóru voru Þorvaldur Ste- fásson frá Kálfa- felli, Vestur – Skaftafellsýslu, og Svava Helgadóttir frá Tjarnarkoti í Miðfirði, þá búsett á Akureyri. Bræður hennar eru Ágúst og Haraldur Skarphéðins- synir. Þóra ólst upp á Akureyri fram Þau giftu sig þann 25. desem- ber 1954. Hófu þau búskap í Njarðvík og bjuggu þar til 1965 er þau fluttu að Síðumúla. Síð- ustu árin bjó hún með eftirlifandi manni sínum í Borgarnesi en var ávallt með annan fótinn í Síðu- múla. Synir þeirra eru Andrés, f. 23. október 1954 og býr í Síðumúla, kvæntur Eygló Lúðvíksdóttur. Þorvaldur Þórður, f. 31. mars 1959 og býr í Reykjavík, maki er Ólöf Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Þóra Þorvaldsdóttir, maki Sig- urður Ingibergsson, synir þeirra Victor Fannar og óskírður drengur. Eyþór Þorvaldsson, maki Karólína Þórisdóttir. Jón- þór Þorvaldsson. Þóra verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag, 12. sept- ember 2015, og hefst athöfnin kl. 11. á unglingsár er hún flutti til Njarðvíkur til móður sinnar, en foreldrar hennar skildu þegar hún var á níunda aldurs- ári. Hún tók gagn- fræðapróf frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni vorið 1952. Síðan vann hún ýmis störf í Njarðvík og á Keflavíkurflugvelli uns hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Eyjólfi Andréssyni, f. í Síðumúla þann 29. mars 1925. Elsku amma sín. Hér sit ég á afmælisdaginn minn og er hálf- partinn að bíða eftir því að þú hringir í mig og óskir mér til hamingju með daginn eins og þú varst vön að gera. Aldrei hef ég verið jafn döpur og ég er búin að vera síðustu daga nú þegar ein af mínum uppáhalds manneskjum er farin og líður mér eins og hluti af mér hafi farið með þér. Það var ýmislegt gert í sveit- inni sem mig langar til að rifja upp. Þú sást um að kenna mér bænirnar og var ég ekki gömul þegar þú varst búin að kenna mér faðirvorið ásamt fleiri bæn- um. Guttavísurnar voru líka mik- ið sungnar og er ég byrjuð að syngja þær fyrir Victor. Oft fór ég út og tíndi blóm handa þér og þótti mér alltaf svo vænt um það þegar þú tókst einn vöndinn og þurrkaðir hann og geymdir í litlum vasa í hillunni fyrir ofan sjónvarpið í mörg ár. Sem minnir mig á óskalistann sem ég lét þig fá fyrir eina Spán- arferðina og var síðast þegar ég vissi ennþá í veskinu þínu. Ég mun alltaf minnast þess með bros á vör þegar stjörnurn- ar voru taldar í sveitinni, þær voru miklu fleiri en í bænum. Þá settumst við út á pall, þar sem sólstofan er í dag, og létum lapp- irnar hanga fram af og svo var byrjað að telja. Ég var að reyna að kenna Vic- tori að valhoppa um daginn og fór þá að hugsa um það þegar þú kenndir mér. Það voru farnar ófáar ferðirnar hönd í hönd niður í kirkju og til baka. Svo var auð- vitað alltaf gripið í spil þegar við hittumst. Ég var ekki gömul þegar þú hættir að spila krakkaspil við mig og fórst að kenna mér ca- nasta, tveggja manna kapal og kínverska skák svo eitthvað sé nefnt. Mikið vildi ég að við gæt- um tekið eitt spil enn. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Þín, Þóra Þorvaldsdóttir. Þóra í Síðmúla átti heima á næsta bæ við ömmu mína og afa á Laugarási í Hvítársíðu. Þegar ég var aðeins um fjögurra mán- aða gömul passaði Þóra mig í tvo sólarhringa og eftir það urðum við mjög góðar vinkonur. Þegar ég var í heimsókn með ömmu og afa hjá Þóru og Eyjólfi var það hápunkturinn að fá að horfa á Tomma og Jenna-spólu inn í stofu og maula á kexi. Það var líka dásamlegt að koma til hennar um jólahátíðina því þar var eitt fallegasta jólatré sem ég hafði séð, grænt keramiktré með marglitum ljósum. Það var aldrei í boði fyrir mig að kyssa hana Þóru bara einu sinni á kinnina, nei þrír kossar skyldu þetta vera og til skiptis á hægri og vinstri kinn, hvorki meira né minna. Þó að sambandið okkar hafi minnkað eftir að ég varð full- orðin að þá varð tengingin sterk- ari eftir að ég flutti aftur í Borg- arnes fyrir átta árum. Það var alltaf jafn hlýtt og gott að geta hitta hana og fengið kossana þrjá, hlegið dátt með henni og rifjað upp minningar. Ég þakka fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með Þóru minni frá Síðmúla. Ég votta Eyjólfi og fjölskyldu Þóru mína samúð. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Kristín Þuríðardóttir. Þegar ég var tíu ára var ég þess láns aðnjótandi að dvelja í Síðumúla hjá þeim yndislegu hjónum Þóru og Eyja. Fljótt vildi ég hvergi annarsstaðar vera, enda með eindæmum vand- að og gott fólk. Flestum þætti það eflaust ekki auðvelt verkefni að sjá um lítið stelpuskott heilu sumrin, en það var lítið mál fyrir Þóru. Við urðum strax miklar vinkonur og hún var mér mikil stoð og stytta, hún tók mér sem sinni eigin dóttur og var mér ómetanleg vinkona og uppalandi. Þóra var bæði kímin og skemmtileg og hafði djúpa réttlætiskennd og var alltaf sanngjörn, það var því aldrei erfitt að taka leiðsögn hennar. Þóra var vinamörg og fé- lagslynd og fórum við oft í heim- sóknir á næstu bæi, hún hafði gaman af samtölum við gott og skemmtilegt fólk og ekki var verra að grípa í spil. Hún var mikill vinur vina sinna og ef ein- hver hafði gert á hlut vina henn- ar hafði sá hinn sami gert á hennar hlut. Síðasta samtal mitt við Þóru var í síma, þá hafði dregið mikið af henni og það var augljóst að hún var mjög þjáð, þrátt fyrir það var hún áhugasöm um að heyra allt um mig og strákana mína og hvað væri að frétta af okkur, þetta var dæmigert fyrir hana. Þótt stundum líði langur tími á milli þess að við heyrðumst þá var alltaf sama hlýja umhyggjan og nána sambandið okkar á milli, ég fann svo vel hvað henni þótti mikið vænt um mig og hvað hún hugsaði fallega til mín. Takk fyrir samfylgdina elsku Þóra mín, það var mín gæfa að fá að vera litla stelpan þín og eiga vináttu þína um alla tíð. Þín Rúna. Elsku Eyjólfur, Andrés, Tolli og fjölskyldur. Ég og strákarnir mínir vottum ykkur samúð okk- ar á þessari sáru kveðjustund. Guðrún Jónsdóttir. Mig langar með örfáum orð- um að minnast Þóru Þorvalds- dóttur, eða Þóru í Síðumúla eins og hún var jafnan nefnd, en hún lést 1. september síðastliðinn eft- ir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, er hún greindist með á síðasta ári. Ef undan er skilin spítalavist þrjá síðustu dagana sem hún lifði, annaðist Eyjólfur eiginmaður hennar hana af mik- illi umhyggju og æðruleysi og vék hann tæpast frá henni allan þann tíma. Mér er enn í fersku minni þegar ég hitti Þóru í fyrsta sinn, en það var á heimili foreldra minna á Hagamel 4 þegar Eyj- ólfur kom með unnustu sína til að kynna hana fyrir okkur. Mikil vinátta var með fjölskyldum okk- ar Eyjólfs, en ég hafði verið í sveit hjá foreldrum hans, Ingi- björgu og Andrési í Síðumúla, í mörg sumur sem strákur. Eyj- ólfur hafði þá um alllangt skeið átt lögheimili hjá foreldrum mín- um í Reykjavík og var þessari glæsilegu og geðþekku ungu konu vel tekið, enda var augljóst hversu vel þau áttu saman. Við Anna áttum síðar meir margar góðar ánægjustundir með Þóru og Eyjólfi, hvort sem það var í Síðumúla, við Hreða- vatn, í Reykjavík eða í útlöndum. Það var alltaf gaman að koma til þeirra hjóna í Síðumúla og þar tók Þóra ávallt vel á móti gest- um. Hún hafði til að bera góða kímnigáfu, ríka réttlætiskennd og var sannur vinur vinna sinna. Hennar verður sárt saknað. Við Anna vottum Eyjólfi, Andrési, Þorvaldi og fjölskyld- unni svo og öðrum aðstandend- um innilega samúð. Blessuð sé minning Þóru Þor- valdsdóttur. Jón Ingvarsson. Þóra Þorvaldsdóttir Þegar minnast skal vinar og sam- ferðamanns á lífsins leið leitar margt á hugann. Ef ég ætti að nefna eitthvert eitt orð, sem mér fyndist hafa einkennt Guðna væri það ljúfmennska. „Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönn- um,“ segir Páll postuli í bréfi sínu til Filippímanna. Ég hygg að öllum þeim sem kynntust Guðna hafi fljótlega orðið ljúflyndi hans kunnugt. Okkar leiðir lágu saman á tónlist- arsviðinu í Digraneskirkju og síð- ar með eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur, en í þessum kórum söng hann undir minni stjórn. Í kórastarfi verður alltaf nokkur verkaskipting, eins og raddfor- mennska og þátttaka í stjórnum. Snemma var Guðna falið starf nótnavarðar í kirkjunni og kom hann nótnasafni kórsins í að- gengilegt horf og hafði allt í röð og reglu. Í því starfi var sann- arlega réttur maður á réttum Guðni Frímann Guðjónsson ✝ Guðni FrímannGuðjónsson fæddist 13. júlí 1944. Hann lést 26. ágúst 2015. Útför Guðna fór fram 9. september 2015. stað. Hann varði vel tíma sínum og út- sjónarsemi í þessa vinnu þannig að jafnan var nóg fyrir okkur að spyrja Guðna ef vantaði nótur og þá var mál- ið leyst. Kórastarfið var honum gleðigjafi, söngurinn, fé- lagsskapurinn og stundum ferðalög innanlands og utan. Alltaf var hann sami góði, trausti félaginn og söngmaðurinn með allt sitt á hreinu. Aldrei varð okkur sundurorða, ekki alltaf sammála en það skal viðurkennt að stundum kom hann vitinu fyrir mig á sinn ljúfa og drengilega hátt. Það hefur auðgað mig mjög að eiga vináttu Guðna og fyrir það er ég afar þakklátur. Hans væna kona, Alda, og fjöl- skyldan, sjá nú á bak góðum og göfugum manni og er þeirra missir mikill. Þeim vil ég votta innilega sam- úð okkar Bergljótar um leið og ég veit að hugur okkar allra, sem Guðna þekktu, eru hjá ykkur. Blessuð sé minning Guðna Frí- manns Guðjónssonar. Kjartan Sigurjónsson.                           ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson Ástkær sonur, bróðir og mágur, KRISTJÁN DANÍELSSON, lést þann 3. ágúst í Bandaríkjunum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. . Daníel B. Pétursson, Marsibil Sigríður Eðvaldsd. Ársæll Daníelsson, Dýrunn Hannesdóttir, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Pétur Daníelsson, Ágústa Linda Bjarnadóttir, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Eðvald Daníelsson, Sigurbjörg B. Sölvadóttir, Þorkell Ragarsson, Haraldur R. Ragnarsson, Gústav J. Daníelsson, Guðrún J. Axelsdóttir, Helgi Már Ragnarsson, Jennifer C. Ragnarsson, Arnar Ragnarsson og fjölskyldur. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Meiðavöllum, Keldukverfi, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn 27. ágúst. Útför hennar fer fram frá Garðskirkju í Keldukverfi laugardaginn 19. september kl. 14. . Ingólfur Herbertsson, Óskar Ingólfsson, Ágústa Ágústsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA INGIBJÖRG KRISTBJÖRNSDÓTTIR, Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, lést á Landakotsspítala mánudaginn 7. september 2015. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. september kl. 13. . Pétur Ó. Stephensen, Sigríður Sigurðardóttir, Ólafur Ó. Stephensen, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Guðrún Stephensen, Halla Þ. Stephensen, Sævar Magnússon, Steinar Ó. Stephensen, Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.