Morgunblaðið - 12.09.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.09.2015, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 ✝ Páll HermannSigurðsson fæddist í Sauðhaga á Völlum 22. júlí 1926. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu á Egilsstöðum 2. september 2015. Foreldrar hans voru hjónin Magn- ea Herborg Jóns- dóttir, fædd á Ormsstöðum á Völlum 1892, d. 1967, og Sig- urður Björnsson frá Vaði í Skriðdal, f. 1886, d. 1939. Systk- ini Páls: Anna Björg, f. 1920, d. 2003; Ingibjörg Sigríður, f. 1924, d. 2014; Björn, f. 1927, d. 2007; Magnús, f. 1928; Jón Bene- dikt, f. 1931, d. 2013. Páll ólst upp í Sauðhaga hjá foreldrum sínum og syskinum. Þegar faðir hans féll frá hélt Magnea áfram búskap með stuðningi barna sinna. Jörðinni var síðar skipt upp í Sauðhaga I, Sauðhaga II og Lund og tók Páll þá við búi í Sauðhaga I. Páll giftist 3. ágúst 1950 Ragnhildi Björgu Metúsal- emsdóttur Kjerúlf, f. 22. janúar 1923, d. 6. mars 1999, frá Hrafn- kelsstöðum í Fljótsdal. For- eldrar hennar voru hjónin Metú- salem J. Kjerúlf, f. 1882, d. 1970, og Guðrún Jónsdóttir, fædd á Hólum í Hornafirði 1884, d. 1956. Páll og Ragnhildur stund- Brynjar, f. 1978, búsettur á Seyðisfirði, maki Margrét Guð- jónsdóttir, f. 1981. Börn; Ka- milla Kara, f. 2005, Bjarki Nóel, f. 2007, og Baldur Myrkvi, f. 2012. b) Davíð, f. 1982 búsettur á Egilsstöðum, maki Kolbrún Hólm Þórleifsdóttir, f. 1986. c) Andri, f. 1989, búsettur á Egils- stöðum. 4) Sigríður, f. 1956, bú- sett á Egilsstöðum, maki Einar Birkir Árnason, f. 1947. Börn þeirra; a) Árni Páll, f. 1976, bú- settur á Egilsstöðum, maki Að- alheiður Árnadóttir, f. 1980. Börn; Árni Veigar, f. 2007, Tjörvi Páll, f. 2010, og Brynjar Snær, f. 2013. Barn Árna Páls; Unnar Birkir, f. 2003. b) Ragn- hildur Íris, f. 1976, búsett á Eg- ilsstöðum, maki Jóhann Óli Ein- arsson, f. 1970. Börn; Einar Þór, f. 1995, d. 2014, Sævar Elí, f. 2002, og Ívar Logi, f. 2007. c) Birna Kristín, f. 1982, búsett á Egilsstöðum, maki Árni Jón Ar- inbjarnarson, f. 1972. Börn; Ey- þór Atli, f. 2008, og Egill Orri, f. 2010.) Eyrún Björk, f. 1985, maki Hafþór Valur Guðjónsson, f. 1984. Barn Eyrúnar; Móeiður Mist, f. 2009. Árið 2004 kynntist Páll vin- konu sinni, Karen Ragn- arsdóttur frá Ísafirði, f. 1937, og bjuggu þau saman þar um 10 ára skeið. Karen lést 6. febrúar 2013 og fluttist Páll þá aftur á heimili sitt að Miðvangi 22 á Eg- ilsstöðum. Síðustu mánuðina dvaldi hann á hjúkrunarheim- ilinu á Egilsstöðum. Útför Páls fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 12. september 2015, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður í Vallanesi. uðu búskap í Sauð- haga um 50 ára skeið. Dætur þeirra eru: 1) Guðrún Magnea, f. 1951, búsett í Reykjavík, maki Guðmundur Hjálmarsson, f. 1947. Synir þeirra; a) Kjartan Sölvi, f. 1969, búsettur í Vestmannaeyjum, maki Anna Lilja Tómasdóttir, f. 1974. Börn; Tómas Aron, f. 1997, Eyþór Daði, f. 2000, Kristján Ingi, f. 2005, og Sóldís Sif, f. 2010. b) Arnar Páll, f. 1970, búsettur á Akureyri, maki Einrún Ósk Magnúsdóttir, f. 1974. Börn; Ágúst Bjarni, f. 1993, Svava Rún, f. 1997, og Alma Rós, f. 2004. 2) Pálína Aðalbjörg, f. 1952, búsett á Egilsstöðum, maki Örn Friðriksson, f. 1953. Synir þeirra; a) Sigurþór Örn, f. 1973, búsettur á Egilsstöðum, maki Halldóra Björk Ársæls- dóttir, f. 1973. Börn; Kolbrá Arna, f. 2000, Valdís Alla, f. 2001, Ársæll Mar, f. 2004, og Fannar Már, f. 2010. b) Huginn Rafn, f. 1987, búsettur í Kópa- vogi, maki Hugrún Lukka Guð- brandsdóttir, f. 1983. Barn; Ragnhildur Bríet, f. 2015. 3) Þórhildur, f. 1956, búsett á Eg- ilsstöðum, maki Skúli Hann- esson, f. 1954. Synir þeirra; a) Í dag kveðjum við Palla afa okkar, eins og við systkinin köll- uðum hann alltaf. Margar góðar minningar koma upp þegar við horfum til baka og margs er að sakna. Palli afi var einstaklega góður og skemmtilegur maður með húmorinn í lagi. Hann var mjög hnyttinn, pínu stríðinn og alger töffari. Hann var alltaf fínn í tauinu, átti superman-bol, litríkar skyrtur, speglagleraugu og skrautlega sokka. Það eru ekki allir sem geta státað af svona flottum afa. Það var alltaf gaman að koma í Sauðhaga til Góu ömmu og Palla afa þegar við vorum lítil. Allir fengu koss frá afa, sem þá hafði mikið skegg. Einhvern veginn er sú minning okkur skýr þegar hann smellti á kinnina á okkur svo skeggið stakk og virtist afi hafa sérstaklega gaman af viðbrögð- um okkar systkinanna. Há- punktur heimsóknanna var að skoða safnið hans afa, sem fyllti heilt herbergi af alls konar ger- semum. Pennar, frímerki, spil, egg, skeiðar, lyklakippur, mynt, umslög og margt fleira bæði skrítið og skemmtilegt, sem við nefnum ekki frekar hér. Safnið var afa hjartans mál, enda hafði hann byrjað að safna ungur að aldri. Hann gekk alltaf vel um safnið sitt, flokkaði og raðaði eft- ir kúnstarinnar reglum og pass- aði að allir hlutir ættu sinn stað. Við systkinin lærðum fljótt að ganga um safnið af virðingu og frá unga aldri tilheyrði það ferðalögum okkar að kaupa spil eða skeiðar, sníkja penna eða bara að horfa eftir sniðugum hlutum sem hægt væri að færa afa. Aðrir hjálpuðu líka til, því að oftar en ekki var afi kominn með fulla vasa af dóti sem fólk var að gauka að honum eða menn komu færandi hendi í heimsóknum sín- um. Víst var að margir hugsuðu til hans, hvort sem menn voru heima eða að heiman. Þegar fram liðu stundir og við fullorðnuðumst heimsóttum við afa í Miðvangi og síðar á sjúkra- deildina á Egilsstöðum. Þá fengu okkar börn að kynnast safninu hans afa. Allt fram á síðasta dag hélt hann áfram að bæta í safnið. Síðustu mánuði dvaldi afi á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og viljum við þakka starfsfólkinu sérstaklega þann hlýhug og þá góðu umönnun sem hann fékk þar. Við biðjum afa blessunar og kveðjum hann með þökk og virð- ingu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Árni Páll, Ragnhildur Íris, Birna Kristín og Eyrún Björk. Elsku besti Palli afi, stundin er komin sem ég vissi að kæmi en ég var alls ekki tilbúin og kannski er maður það aldrei þegar Guðs vilji er að fá fólkið sitt til sín, sama hversu veik- burða það er. Eftir sitjum við með sorgina en ómetanlegar minningar sem munu ylja okkur um hjartarætur alla okkar ævi- göngu. Þú ert einstakur, allra besti, fallegasti og skemmtileg- asti maður sem ég hef kynnst, það var meiri góðmennska í ein- um putta á þér en flestir hafa í öllum sínum líkama og hjarta. Elsku afi, hlátur þinn, hann lag- aði öll sár og ekki var það sjald- an sem ég kom og grét hjá þér þegar lífið var mér erfitt. Alltaf var það hlátur þinn sem bræddi hjartað og var ég farin að hlæja áður en ég vissi af enda fannst þér svo fyndið að ég ætti öll tal- skilaboð frá þér í símanum mín- um þar sem bullið og hláturinn réði ríkjum. Stundum þegar lífið var erfitt og þú langt í burtu þurfti ég bara að hlusta á það og þá var allt orðið gott. Mikið á ég eftir að sakna þess að fá hring- ingu frá þér og þú að biðja mig að koma því þér leiðist, værir einmana og vantaðir mig bara. Þetta var svo einfalt á milli okk- ar, bara ein hringing, ég kom og þá gafstu mér alltaf vítamín í hjartað með fallegum orðum. Það var alveg sama hversu ómerkilegt mér fannst ég gera fyrir þig, þér fannst þetta alltaf vera meira en allt og það var gagnkvæmt, elsku hjartans vin- ur minn. Strax heltókuð þið nafna mín í mér hjartað þegar ég steig fyrst inn á Sauðhaga, strax hófst mikil vinátta. Ég tel mig einstaklega heppna og þakklætið er mikið, ekkert orð gæti mögulega sagt hversu þakklát ég er, takk er orð með þúsund enda og allir tengjast þeir þér á einhvern hátt. Þú ert og verður alltaf í lífi mínu og mikið óskaplega er sárt að sakna þín og vita að okkar tímar verða ekki fleiri í bili. Síð- asti tími okkar var þegar ég kom heim frá sjúkrahúsi þar sem ég var búin að dvelja nokkra daga, og þú búinn að hringja með miklar áhyggjur. Þegar ég kom heim fórum við „rúnt“ á hjóla- stólnum og spjölluðum. Tíminn sem fór í það gladdi okkur og það fannst okkur nóg, fullt af hlátri, nærveru og blaðri, þar er okkur best lýst. Þú knúsar mína fjölskyldu, Karen, elsku nöfnu sem er pottþétt búin að bíða með elsku Einar Þór ykkar eftir þér. Núna ertu frjáls, elsku afi, laus undan þjáningunum og hefur fengið langþráða hvíld eftir erf- iða baráttu. Nú finnur þú hinn eilífa frið, létti og ást í faðmi hins almáttuga og fallinna ætt- ingja, vina og vandamanna. Mig dreymdi þig eina nóttina eftir að þú kvaddir okkur og mikið var sárt að vakna við raunveruleik- ann því eins og er sagt í einu lagi: „Það er sárt að sakna ég sé það er ég vakna, að draumur minn hann gaf þér lengra líf.“ Takk fyrir hlýjuna, ástina, vin- áttuna, gleðina, sorgina og ómet- anlega ást til barna minna sem elska þig og sakna þín sárt. Takk fyrir að kalla mig hjartað þitt, því Guð einn veit hversu mikið þú áttir mitt hjarta. Elsku hjartans vinir, Gunna, Alla,Tóta, Sigga, barnabörn, barnabarna- börn og allir vinir Palla afa, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ég elska þig. Þín, Ragnhildur Sveina (Ragga Sveina). Elsku hjartans Palli afi, takk fyrir allt það yndislega sem þú gafst okkur, alla hlýjuna, ástina og allar stundirnar sem við átt- um saman að skoða safnið þitt. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elskum þig og munum aldrei gleyma þér! Þín, Jón Aðalsteinn og Árný Birna. Fallinn er frá aldinn höfðingi sem ég kynntist fyrst fyrir 11 árum síðan. Palli kom eins og himnasending inn í fjölskyldu konu minnar þegar hann og Karen tengdamóðir mín gerðust koddavinir, eins og hún kallaði það. Þrátt fyrir háan aldur Palla byrjaði nýtt líf hjá honum með henni. Karen var alls ekki þekkt fyr- ir að vera lengi kyrr á sama stað og hentist hún um allt land með Palla í eftirdragi. Fyrir okkur sem stóðum næst Karenu var gott að vita að Palli passaði vel upp á hana og virkaði svolítið eins og rekakkeri á hana. Verður honum seint þakkað fyrir fram- lag hans til að gleðja hana á hennar síðustu árum, en hún lést í febrúar 2013. Mikið reyndi á Palla síðustu mánuðina sem Karen lifði vegna veikinda henn- ar. Palli, og síðan Alla dóttir hans, stóðu eins og klettar við hlið hennar í þeirri baráttu og hafi þau kærar þakkir fyrir það. Því miður hefur verið allt of langt á milli okkar eftir að Palli flutti austur aftur, en við Helga fórum austur bæði í maí 2014 og aftur núna í maí 2015. Gaman var að fara með honum um svæðið sem hann þekkti svo vel og sagði skemmtilega frá. Eftir heimsóknina í vor gerði ég mér grein fyrir að dauðinn var farinn að verða eftirsóknarverður í hans huga. Verulega var farið að draga af honum, en gott var að sjá hvað vel var um hann hugsað á nýja hjúkrunarheimilinu á Egilsstöð- um og hvað dæturnar snerust í kringum hann. Þrátt fyrir veik- indi hans var gaman að rífast um pólitík við hann enda kom maður ekki að tómum kofa þegar sú tík var til umræðu. Þurfti maður ekki annað en að tala vel um Davíð Oddsson til þess að hann fuðraði upp og skellti á mann einhverjum vinstri frösum. Eins og sést vorum við ekki alltaf sammála en heldur ýktum við skoðanir okkar þegar við töl- uðumst við og höfðum báðir gaman af. Já, Palla verður sárt saknað hérna á Lómsstöðum. Sem betur fer náði hann að koma í hingað til okkar fyrir tveimur árum. Sagði ég honum þá frá áformum um byggingu reykkofa, en ekki veit ég hvern- ig ég fer að þegar reykkofinn verður klár. Hann var, jú, búinn að lofa að kenna mér að reykja kjöt. Nú verð ég víst að notast við minni spámenn í því sam- bandi. Kæru ættingjar og vinir, ég samhryggist innilega, en minn- ingin um góðan mann lifir áfram með okkur. Friður Guðs blessi þig, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn fósturtengdasonur, Sigvaldi K. Jónsson. Páll Hermann Sigurðsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Þökkum auðsýnda samúð og vinhug við andlát og jarðaför ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, TRAUSTA AÐALSTEINSSONAR, Mýrum 18, Patreksfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. . Laufey Böðvarsdóttir, Skúli Theodór Haraldsson, Ýr Harris einarsdóttir, Halldór Traustason, Eydís Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinsemd við andlát okkar ástkæra föður, bróður, tengdaföður, afa og langafa, ÁRSÆLS ÞORSTEINSSONAR, matreiðslumeistara og fv. bryta, Skúlagötu 20. . Guðlaug Ársælsdóttir, Eyþór Vilhjálmsson, Þóra Ársælsdóttir, Páll Hjálmur Hilmarsson, Ragna Ársælsdóttir, Haraldur R. Gunnarsson, Björg Ársælsdóttir, Arnar Ólafsson, Guðný Þorsteinsdóttir Þorleifur Hávarðarson, afabörn og langafabörn. Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN N. ÁGÚSTSSON, fv. stórkaupmaður, Kristnibraut 87, Reykjavík, sem lést þann 3. september, verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju, Grafarholti, þriðjudaginn 15. september kl. 11. . Þóra Stefánsdóttir, Halldór Jóhannsson, Fanney Ingvadóttir, Stefán Jóhannsson, Sólrún Viðarsdóttir, Birgir Þ. Jóhannsson, Astrid Lelarge, barnabörn og barnabarnabörn. Kæru vinir og ættingjar, við þökkum innilega sýndan hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, ÞÓRU AÐALHEIÐAR JÓNSDÓTTUR. Starfsfólk deildar V2 á Grund fær sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Starfsfólk Þorrasels, Vitatorgs og Hrafnistu fær einnig þakkir fyrir gott viðmót og ómælda aðstoð. . Birgir Jóhannesson, Birna María Þorbjörnsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÓSKARSDÓTTUR, frá Dæli, Skíðadal, sérstakar þakkir fær starfsfólk á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. . Gunnar Rögnvaldsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.