Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.2015, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Smáauglýsingar Sumarhús Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Lyngborgir.is - Sumarhúsalóðir Til sölu eignarlóðir í Grímsnesi. Stærðir 6200 fm-8500 fm. Gott verð. 75 km frá Rvík. Uppl. í síma 8629626- 8683592 - www.lyngborgir.is Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Ný sending af prjónasilki frá Lady Avenue Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.isÍ dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu Sighvatar P. Sighvats. For- eldrar hans voru Pétur Sighvats frá Höfða í Dýrafirði og Rósa Daníels- dóttir frá Skálds- stöðum í Eyjar- firði. Sighvatur var yngstur sinna systkina og ólst upp á Sauð- árkróki, Pétur faðir hans var símstöðvarstjóri og úrsmiður þar í bæ. Snemma hneigðist hugur Sighvatar að veiðimennsku bæði til sjós og lands. Þegar Pálmi bróðir hans keypti trillu- bát er hét Leiftur sóttu þeir bræður sjóinn saman og voru kenndir við heimili sitt og kall- aðir stöðvarbræður, því að sím- stöðin var í 48 ár á heimili þeirra. Sighvatur P. Sighvats Sighvatur sá talsvert um land- vinnu en Pálmi var formaður á trill- unni og þótti mikil aflakló. Þeir bræður fara á Skagfirðing til síldveiða 1937. Um 1940 tóku þeir á leigu ásamt nokkr- um öðrum bát frá Akranesi, Val MB 18 og var hann gerður út mörg sumur. Oft voru aflabrögð góð og komust í það að landa þrisv- ar í sólarhring. Á Siglufirði hitti Sighvatur þann fræga sjósóknara og afla- mann Sighvat Bjarnason frá Eyjum, eftir stutt samtal spurði aflakóngurinn Sighvat hvort hann væri ekki til með að doka við í sólarhring og bætti við að veitingar skyldi ekki vanta því að ekki rækist hann svo oft á nafna sinn. 1941 gift- ist Sighvatur Herdísi Pálma- dóttir frá Reykjavöllum í Skagafirði, var umtöluð gest- risni og rausnarskapur hjá þeim hjónum þótt fjölskyldan væri stór. Þeir stöðvarbræður snéru sér alfarið að sjósókn á trill- unni 1947 og stunduðu mikið línuveiðar og var Pálmi við annan mann á sjónum en Sig- hvatur sá um beitingu og beitu- öflun í fyrirdráttarnót. Kom það sér vel hvað hann var svefnléttur einnig var hann sér- staklega heitfengur og var ekki hvumpinn við að gera að fiski berhentur í 10 til 15 stiga frosti. Þessi trilluútgerð stóð með blóma þar til Pálmi veiktist af illvígum sjúkdóm og lést 1958 á besta aldri. Sighvatur fór að róa á ýmsum bátum og einnig í símavinnuflokk sem Þórður bróðir hans stjórnaði. Þeim hjónum var boðið í Bal- tika-ferðina og var farið til Miðjarðarhafs og Austurlanda. Í þessari ferð kynntist Sighvat- ur Þorbergi Þórðar, en frú Margrét var ekki hrifin af því að meistarinn væri í félagsskap sjómanns norðan af Sauðár- króki og ekki batnaði það ef hún kom að þeim á barnum. 1967 byrjar Sighvatur á tog- urum frá Sauðárkróki og var í fjöldamörg ár með Guðmundi Árnasyni. Aldrei féll skuggi á vináttu þeirra þótt oft gustaði ótæpilega út um brúarglugg- ana. Til eru margar skondnar sögur af viðskiptum þeirra Guðmundar. Eftir að Sighvatur hætti á togurunum fór hann að róa á trillu með undirrituðum og var á grásleppu og hand- færum. Alltaf var byssan innan seil- ingar og var oft vitnaði í veiði- sögur af Sighvati og Gísla frá Miðhúsum er þeir voru á gæsa- og helsingjaveiðum. Sighvatur þótti orðhagur maður og segja vel frá þó að Pálmi bróðir hans þætti kóng- urinn í frásagnar gleðinni. Enn er verið að henda gaman að sagnargáfu þeirra bræðra og tilsvörum og vonandi verður það um ókomna tíð. Sighvatur varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. nóvember 1991. Blessuð sé minning föður míns. Ragnar Sighvats. Aldarminning Það var eitt kvöld hér um árið, þegar ég starfaði sem næturvörður á Hótel Örk, að þar bar að garði tvo gleðimenn, nokkuð við ald- ur. Þeir höfðu tekið sér frí frá heilsusamlegum rétttrúnaðar- lifnaði Náttúrulækningahælis- ins og voru sem sagt mættir á barinn á Örkinni til að væta kverkarnar. Það var lítið að gera þetta kvöld og tók ég því þessa ágætu menn tali, mér til ómældrar ánægju. Og þar sem þetta var síðasta nóttin mín á vakt þá vikuna, bauð ég þeim heim kvöldið eftir. Ég mætti við Náttúrulækn- ingahælið á tilsettum tíma til að sækja þessa ágætu menn, en þá hafði fjölgað um einn í flokknum. Hann var auðvitað velkominn í kaffiboðið. Reyndist þar ekki gleðimaður á ferð, eins og fé- lagar hans, þó gæddur væri góðri kímnigáfu. Hann var svo mikill alvöru- maður, að fyrst hann dvaldi á heilsuhæli lét hann ekki bjóða sér annan drykk sterkari en vatn; kaffi og tei var kurteis- lega hafnað. Þessi ágæti „leynigestur“ var Magnús Ásmundsson lækn- ir og þýðandi. Er skemmst frá því að segja, að lítt varð úr frekari kynnum mínum af gleðimönnunum, þó ágætir væru, en góð vinátta tókst með okkur hjónum og Magnúsi og hans ágætu konu, Katrínu Jónsdóttur. Frændur okkar, Svíar, geta sem kunnugt er státað af merk- um bókmenntum. Einn þeirra fremstu rithöfunda á síðustu öld var Vilhelm Moberg og eru bækur hans um vesturfarana meðal höfuðdjásna norrænna bókmennta síðari tíma. Sá merki þýðandi Jón Helga- son ritstjóri hafði þýtt fyrsta bindi þessa mikla verks, en lést áður en lengra yrði haldið á þeirri braut. Það var ekki heiglum hent að lyfta merki Magnús Ásmundsson ✝ Magnús Ás-mundsson fæddist 17. júní 1927. Hann lést 31. ágúst 2015. Útför Magnúsar fór fram 11. september 2015. Jóns Helgasonar upp úr sverðinum og halda áfram að þýða bækur Mo- bergs um vestur- farana. Fáum var það betur ljóst, en þeim hógværa manni Magnúsi Ás- mundssyni. En til allrar mildi lét hann slag standa og hélt áfram, þar sem Jón Helgason varð frá að hverfa. Þýddi hann þau þrjú bindi, sem á vantaði, Landnemana, Nýja landið og Síðasta bréfið til Svíþjóðar. All- ar komu þessar bækur svo út hjá bókaforlaginu Sölku á ár- unum 2009 til 2013. Fleiri þýðingarverkum skil- aði Magnús frá sér og verða þau ekki talin hér. En mikið væri íslensk ritlist rismeiri og göfugri, en raun ber vitni nú um stundir, ef þeir sem við hana fást, hefðu til að bera þá virðingu fyrir viðfangsefni sínu og íslenskri tungu sem Magn- úsi Ásmundssyni var töm í bland við hógværð og lítillæti. Pjetur Hafstein Lárusson. Magnús læknir fæddist á Eiðum, þar sem faðir hans, síð- ar guðfræðiprófessor og bisk- up, var um skeið skólastjóri. Magnús átti að baki langan og farsælan starfsferil sem lyf- læknir, kom víða við í starfi á námsárum í Svíþjóð og hér- lendis, en lengst nutu krafta hans þrír staðir: Akranes, Ak- ureyri og Neskaupstaður. Á síðastnefnda staðnum var hann starfandi sem yfirlæknir í lyflækningum árin 1983-1996 og varð það Fjórðungssjúkra- húsinu þar mikið happ að fá hann sem fyrsta sérmenntaða lyflækninn til starfa. Á sama tíma var þar starf- andi sem skurðlæknir, Eggert Brekkan, einnig með sænskan bakgrunn, og var sjúkrahúsið á Norðfirði þá óvenju vel sett með festu í starfsmannahaldi. Árin með þessum heiðursmönn- um við sjúkrahúsið eru einkar eftirminnileg, ólíkir sem þeir voru, en áttu báðir til léttan og gáskafullan húmor. Daglegar gönguferðir læknanna um plássið að lokn- um vinnudegi vöktu athygli og eru undirritaðri eftirminnileg- ar, sem og einstök skyldu- rækni, alúð og natni Magnúsar gagnvart sjúklingum sínum. Magnús ólst upp í stórum systkinahópi á guðræknu heim- ili en fór brátt sínar eigin göt- ur, varð snemma róttækur í skoðunum og fylgdi þeim eftir af hreinskilni við hvern sem heyra vildi. Hann hafði áhuga á alþjóða- málum og bókmenntum og ís- lenskaði verk ýmissa öndveg- ishöfunda. Snemma tók hann ástfóstri við hugsjónina um esperantó sem alþjóðamál og var ólatur við að útbreiða það fagnaðar- erindi, sótti einnig alþjóðaþing áhugamanna um þau efni. Í einkalífi var Magnús gæfu- maður, eignaðist snemma eft- irlifandi eiginkonu sína, Katr- ínu Jónsdóttur, að lífsförunaut og hóp fjölmenntaðra barna, sem sum hver fetuðu í spor föð- ur síns í læknisfræði. Flest voru þau flogin úr hreiðri áður en þau hjón settust að í Nes- kaupstað nema yngri dóttirin, Steinunn, en þar áttu börnin athvarf öðru hvoru á myndar- legu heimili foreldranna. Glað- værð og hjálpsemi einkenndi heimilið á Bakkabökkum, þar sem Kata stóð fyrir teboðum og margri eftirminnilegri sam- verustund kolleganna með mökum þeirra. Nú þegar Magnús er allur lifa góðar minningar og þakklátur hugur þeirra fjölmörgu sem hann að- stoðaði í löngu og farsælu starfi. Kristín og Hjörleifur Guttormsson. Ég kynntist Magnúsi Ás- mundssyni veturinn 1976. Það var í gegnum son hans, Ás- mund Magnússon, sem hóf með mér nám í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar þá um haustið. Ég er auðvitað sonur Gunna Sót sem var ómenntaður sperrileggur úr fjörunni, en Magnús fór ekki í manngrein- arálit. Hann tók mér opnum örmum og ég skynjaði strax hlýju og vinskap. Maggi hafði búið ásamt fjölskyldunni í Svíþjóð um nokkurt skeið, en flutti heim og hafði komið sér hag- anlega fyrir í Álfabyggð 10. Í Álfabyggðinni var herbergi á jarðhæð sem ávallt var kallað „Rauða herbergið“, við strák- arnir fengum að brúka það ómælt, fljótlega fór að bera á landburði af ungum stúlkum, sem vildu endilega fá að taka þátt í partýinu. Magnús var hjarta- og lungnasérfræðingur, en fékkst einnig við þýðingar úr sænsku. Að mínu mati er hans mesta af- rek þýðing bókarinnar Æska og kynlíf. Það var kannski þess vegna að hann kom niður til okkar Ása einn daginn og dró okkur inn í geymslu, opnaði þar bréfpoka, fullan af smokkum og hann sagði okkur að nota þá ef leikar fuðruðu upp. Skyldum við þá bregða ein- um á „Johnsoninn“. Þessi varn- aðarorð komu þó ekki í veg fyr- ir það að við urðum báðir pabbar löngu áður en við feng- um bílpróf. Ég átti góð samtöl við Magn- ús, oftast þegar ég beið eftir að Ási væri klár í kvöldið. Hann talaði við mig eins og mann, en ekki eins og ungling. Það hef ég alltaf metið við hann. Þrátt fyrir að Magnús hafi verið reglumaður átti hann það til að fá sér í staupinu, oft- ast var það Dubonet en ávallt blandað til helminga með vatni, einnig sá ég hann einu sinni eða tvisvar svæla í sig einni Vi- ceroy í hægindastólnum í stof- unni. Þá setti hann gjarnan á sig heyrnartól eins og menn, sem vinna á þungavinnuvélum nota, og hann lygndi aftur augum. Maggi var kommúnisti af gamla skólanum, átti nóg fyrir sig og sína en hafði það fyrir reglu að láta ekki bera á því. Því til sönnunar ók hann yf- irleitt um á gömlum Volvo, en lét tilleiðast og skipti gamla Volvonum uppí 8 cyl. Maverick um það leyti sem við Ási feng- um bílpróf, okkur fannst það ekki leiðinlegt. Eftir að hann gerðist yfir- læknir við sjúkrahúsið í Nes- kaupstað á níunda áratug síð- ustu aldar lenti hann í því óláni að verða skattakóngur Austur- lands, DV reyndi árangurslaust að ná í hann dögum saman en Magnús lá undir sæng og dauð- skammaðist sín. Maggi var hinsvegar húmoristi og kom undan sænginni og svaraði spurningum blaðamannsins. Fyrsta spurningin var: Hvernig líður þér Magnús að vera skattakóngur Austurlands? Svarið var einfalt: „Mér líður illa, en synir mínir eru alsælir.“ Nú þegar ég kveð Magnús Ásmundsson er mér efst í huga þakklæti og virðing fyrir fram- komu hans í minn garð síðustu fjörutíu árin, hvíldu í friði, meistari. Katrín, Andrés, Eyrún, Sæmi, Jón, Ási, Steina og fjöl- skylda. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ragnar (Raggi Sót).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.