Morgunblaðið - 12.09.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 12.09.2015, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Magnús Heimir Jónasson fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Stefn-ir hann m.a. á að horfa á tvo fótboltaleiki og fara út að borðameð vinum sínum. „Ég held ég byrji daginn á því að fara á op- inn fund með Bjarna Benediktssyni, þar sem hann fer yfir fjárlaga- frumvarpið í Valhöll. Síðan mun ég horfa á Arsenal spila á móti Stoke City á útivelli og fara þaðan að sjá lið Breiðabliks í kvennaflokki lyfta Íslandsmeistarabikarnum áður en ég fer út að borða um kvöldið með nokkrum góðum vinum,“ segir Magnús. Að eigin sögn er hann mikill knattspyrnuáhugamaður. „Ég eyði nú samt venjulega ekki öllum deg- inum í þetta. Þetta hittist bara svona á núna.“ Magnús er meistaranemi í lögfræði í Háskóla Íslands og stefnir að því að klára námið í vor. Hann vann á stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar í sumar. Einnig keppti hann í norrænu málflutningskeppninni fyrir hönd Háskóla Íslands í júní. Spurður um áhugamál segir hann að pólitík sé hans stærsta áhuga- mál. „Ég fylgist mjög mikið með bandarískum stjórnmálum ásamt ís- lenskum, eins skemmtilegt áhugamál og það hljómar,“ segir Magnús í gamansömum tón. Faðir Magnúsar er Jónas Jónmundsson fram- kvæmdastjóri og móðir hans er Erla Stefanía Magnúsdóttir leik- skólastjóri. Hann á fimm systur; tvær alsystur og þrjár stjúpsystur. Þær heita Guðný, Ásdís, Guðrún, Matthildur og Dýrfinna. Guðrún Árnadótt- ir lyftir einmitt Íslandsmeistarabikarnum með Breiðabliki í dag. vidar@mbl.is 25 ára Magnús ætlar m.a. að fara út að borða með vinum sínum í dag. Afmælisdagurinn markast af fótbolta Magnús Heimir Jónasson er 25 ára í dag H alldór Baldursson fæddist 12. september 1965 og ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í Ísaksskóla, Breiðagerðisskóla og Réttarholts- skóla. Hann varð stúdent af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1985 og útskrifaðist frá Grafíkdeild Mynd- lista- og handíðaskólann 1989. Á ferlinum hefur Halldór mundað teiknipennann fyrir fjölbreytilegustu málefni, allt frá Námsgagnastofnun til auglýsingastofa og myndskreytt tugi bóka, sérstaklega barnabóka og fengið fyrir þær margvíslegar viður- kenningar. Halldór starfaði hjá hreyfimynda- fyrirtækinu ZOOM 2000-2003. Hann hefur verið einn forvígismanna teiknimyndatímaritsins GISP! frá stofnun þess árið 1989. Hann hefur verið stundakennari í teikningu í Listaháskóla Íslands frá 1999-2008 og við teiknideild Myndlistaskóla Reykjavíkur frá 2009. Teiknað í dagblöð í tíu ár Halldór hefur teiknað í Viðskipta- blaðið frá 1993 og í félagi við Þorstein Guðmundsson skapaði hann Ömmu Fífí sem birtist í DV milli 2000 og 2002. Halldór teiknaði daglega skop- myndir í Blaðið/ 24 stundir frá því í september 2005 þar til blaðið var lagt niður í október 2008, þá fyrir Morgunblaðið 2008-2010 og fyrir Fréttablaðið síðan í apríl 2010. Halldór Baldursson teiknari – 50 ára Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Listamaðurinn Halldór hefur teiknað skopmyndir daglega í blöðin í tíu ár og fær viðbrögð við þeim á hverjum degi. Er í stöðugu spjalli við samfélagið og fólkið Í Búrfellsgjá Halldór ásamt tveimur sona sinna, Ólafi og Steini. Akureyri Alexandra Ísold Magnúsdóttir fæddist 13. september 2014 kl. 06.02 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún vó 3.390 g og var 49 cm löng. For- eldrar hennar eru Ástrós Guðmundsdóttir og Magnús Smári Smára- son. Nýr borgari Sunna Dröfn Steingrímsdóttir, Sólveig Bríet Magnúsdóttir og Kristín María Guðnadóttir héldu tombólu við Grímsbæ. Þær seldu dótið sitt, söfnuðu líka flöskum og gáfu Rauða krossinum ágóðann, 9.460 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.