Morgunblaðið - 12.09.2015, Side 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Áður en þú tekur verkefni að þér
skaltu ganga úr skugga um til hvers er
raunverulega ætlast af þér. Ekki leggja
verkefnin þín á hilluna, þau leysast af sjálfu
sér.
20. apríl - 20. maí
Naut Eitthvað veldur þér kvíða og hann
þarftu að losna við. Með heiðarleikann að
leiðarljósi muntu ávinna þér virðingu sam-
starfsmanna þinna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þér mislíkar eitthvað í fari ann-
arra gerir þú rétt í því að segja frá því.
Enginn er gallalaus, ekki einu sinni þú.
21. júní - 22. júlí
Krabbi En rómantískur dagur! Þú ert í
góðum gír og þráir að skemmta þér, daðra
og gera það sem þig lystir. Þú færð óvænt
símtal í kvöld.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú verður upp fyrir haus í vinnu í dag.
Hafðu nánar gætur á fjármálunum; þar má
ekkert út af bregða.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það gerir bara illt verra að draga sig
enn lengra inn í skelina. Leitaðu hjálpar ef
hlutirnir breytast ekki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Farðu hægt í öllum umræðum um trú-
mál og vertu algjörlega viss um það sem
þú vilt segja. Þú býrð yfir listrænum hæfi-
leikum, þú veist það bara ekki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur látið aðra ganga fyrir
og nú er kominn tími til þess að þú sinnir
þér. Reyndu ekki að slá ryki í augu fólks
eða koma þínum verkum yfir á aðra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt það til að hugsa of mikið
um hlutina, sem getur valdið því að þú hik-
ir of mikið. Frestaðu öllum óþarfa verk-
efnum á meðan þú vinnur upp orku og
andlegt jafnvægi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhverjar breytingar eru yfirvof-
andi og margt sem kallar á athygli þína
þessa dagana. Þú átt skilið að taka þér
smá frí. Láttu ekki draga úr þér kjarkinn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur sterkar skoðanir á öllu
þessa dagana. Ekki láta neitt slá þig út af
laginu, þú gætir hagnast verulega ef þú
heldur rétt á spilunum sem þér eru gefin.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu aðra heyra hvað þú hefur til
málanna að leggja og láttu þá ekki þurfa að
draga afstöðu þína út úr þér með töngum.
Brjóttu upp rútínuna. Kannaðu alla mála-
vexti áður en þú dæmir.
Þrátt fyrir ótal fréttir sem bárustalla síðustu viku í flestum fjöl-
miðlum, þar sem fólk var hvatt til
að taka inn lausa muni vegna veð-
urs, þá virtust þær ekki berast til
eyrna Víkverja. Víkverji tekur þó
fram að hann á þó ekki trampólín og
því skellti hann skollaeyrm við þess-
um viðvörunum. Hann hafði það
bara huggulegt inni undir teppi á
meðan regnið buldi lárétt á rúðunni.
Það skal tekið fram að þessi veðr-
átta ríkti nánast alla vikuna í bæn-
um.
x x x
Eitt af þessum fjölmörgu kvöldumhafði Víkverji rétt náð að festa
svefn, þá vaknaði hann við stöðuga
dynki sem hættu ekki af sjálfu sér.
Þrátt fyrir að Víkverji óskaði þess
heitt og innilega. Svefndrukkinn
náði Víkverji að átta sig á því að
hljóðið kom af svölunum. Svefn-
herbergisglugginn er rétt við sval-
irnar. Þar lágu þrír forláta plast-
stólar eins og hráviðri og ýmist
lömdust hvor utan í annan eða sval-
irnar. Allt í senn eða til skiptis. Vík-
verji „gleymdi“ nefnilega að taka
sólstólana inn því hann fullvissaði
sjálfan sig um að hann þyrfti ekki
að taka þá inn því þeir myndu nú
ekki fjúka neitt.
x x x
Hávaðinn og þar af leiðandi svefn-leysið sem þeir kostuðu Vík-
verja hafði hann ekki leitt hugann
að. Langt í frá. Hinsvegar var hann
svo þreyttur og hann gat ekki hugs-
að sér að dröslast í fataleppa, rífa
upp svalahurðina og henda þeim
holdvotugum inn. Þess í stað hélt
hann áfram að móka milli svefns og
vöku þar til honum datt það snjall-
ræði í hug að fara í annað herbergi í
húsinu. Þetta var undir morgun
þegar þessi góða hugmynd barst.
x x x
Þetta veður er ekki alslæmt, langtfrá því. Í það minnsta ekki fyrir
skrifstofublók sem vinnur inni frá
níutilfimm. Víkverji getur því ekki
kvartað undan veðrinu sem knýr
hann til að vera heima hjá sér á
kvöldin í heitum faðmi sambýlings-
ins í stað þess að berjast við klára í
misgáfulegu skokki eða hoppa á
hestabaki langt fram á kvöld.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim
mun miskunnað verða. (Matt. 5:7)
mbl.isNethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Sem endranær er gátan eftirGuðmund Arnfinnsson:
Margs vís þykir maður sá.
Mikilfengleg alda.
Kallast veiðivatnið má,
voldugt hafið kalda.
Kristín Sigríður Guðjónsdóttir,
Hrafnistu, leysir gátuna þannig:
Hafsjó fróðleiks hann á til.
Hástemmd er sjávaralda.
Í Langasjó ég veiða vil
en voldugt er hafið kalda.
Harpa Hjarðarfelli á þessa lausn:
Sá er firna fróðleikssjór.
Fallinn brotsjór alda.
Vatn eitt Langi- sagt er -sjór.
Sjór er hafið kalda.
Árni Blöndal svarar:
Halurinn er hafsjór frétta.
Hugsa, – brotsjór þetta er.
Langisjór er líka þetta.
Lít ég sjóinn, hvert sem fer.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Hafsjór af fróðleik er frúin.
Frekur er brotsjór og snúinn.
Við Langasjó lengi má fiska
og löngur úr sjónum á diska.
„Þá er það svarið,“ segir Helgi R.
Einarsson:
Hafsjó fróðleiks finna má,
feikna sjór er alda,
Langisjór er landinu’ á
til lands af sjó menn halda.
Guðmundur skýrir gátuna þann-
ig:
Fróður ver er sagnasjór.
Sjór er alda feikna stór.
Sjór er veiðivatnið grátt,
Vera sjór mun hafið blátt.
Og lætur limru fylgja:
Á jökla upp klífur Jóhanna,
jafnan því kölluð SnjóHanna,
hún fer líka til sjós
sem léttmatrós,
af sumum því kölluð SjóHanna.
Loks sendir Guðmundur nýja
gátu:
Prýða þykir prestinn sá.
Pils og bolur konum á.
Stertimenni hæfir hann.
Hafs á öldum bruna kann.
Úr Stellu rímum:
Margur bylinn fyrir sér fann,
þá fley úr naustum greiddi,
engu að síður áfram hann
öldujóinn leiddi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Dregur sjór til sín
Í klípu
„OG HEITIÐ ÞIÐ ÞVÍ AÐ LIFA OG
STARFA SAMAN SEM FULLKOMIN,
ÓSTÉTTBUNDIN, EINING? “
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ER MEÐ FRÁBÆR MEÐMÆLI FRÁ
SÍÐUSTU FIMM VINNUVEITENDUM MÍNUM EN
ÉG GLATAÐI ÞEIM Á LEIÐINNI HINGAÐ.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...þokkafull
TÖLT TÖLT
TÖLT TÖLT
TÖLT TÖLT
JÆJA, VIÐ FÖRUM
ALDREI AFTUR ÞANGAÐ
HVERS KONAR HLAÐBORÐ ER ÞAÐ
ÞAR SEM MATURINN KLÁRAST?
SAMMÁLA
HVAÐ KOM FYRIR MYNDARLEGA
UNGA MANNINN SEM ÉG GIFTIST
FYRIR SVO LÖNGU?
BÍDDU, ER HRÓLFUR
EKKI FYRSTI
EIGINMAÐUR ÞINN?