Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 48

Morgunblaðið - 12.09.2015, Page 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2015 Fyrstu áskriftartónleikarsinfóníuvetrarins 2015-16 fóru fram s.l. fimmtu-dagskvöld við góða að- sókn eða ríflega 80% sætanýtingu. Að þessu sinni innan vébanda gulu tónleikaraðarinnar svonefndu – „afbragðskostur fyrir þá sem vilja heyra fjölbreytilega klassíska tón- list með fjölda einleikara og söngv- ara“ svo vitnað sé í skilgreiningu tónleikaraða á vef SÍ. Hversu langt eða skammt sú nær er vitaskuld túlkunaratriði. En hvað heildarframboð fyrra vetrarmisseris varðar virðist manni í fljótu bragði nokkuð ljóst að sízt er nú leitað lengra fanga en gert var í fyrra. Hvorki eftir sjald- heyrðri klassík né að nýrri list- tónsköpun, að undanskildu nýju verki eftir staðartónskáldið Daníel Bjarnason n.k. 26. nóvember. Sumum þætti því eflaust dag- skrárvalið bera vott um lítinn sam- tímametnað, þó svo að Tectonics tónleikar næsta vors bæti þar nokkru úr. Hins vegar verður því varla á móti mælt að í síauknu létt- metisflóði seinni ára virðast nú jafnvel fremstu listaverk tónlistar- sögunnar eiga í vök að verjast. Ekki sízt fyrir stöðugan niður- skurð fjárveitinga til RÚV, helzta menningarvaka þjóðarinnar meðan grunnskólakerfið stendur sig ekki betur en raun ber vitni. Það er því enn meiri ástæða en áður til að halda meistarasmíðum mannsand- ans á lofti – þó ekki væri nema til að viðhalda gæðasamanburði; for- sendu hins raunfrjálsa vals al- mennings. Viðfangsefni fimmtudagskvölds- ins stóðu vel undir þeim mark- miðum. Ballettverk Jórunnar Við- ar frá 1950, Eldur [áður Eldurinn] heyrði ég síðast á Siglufjarð- arhátíð 2006 undir stjórn Ligiu Amadio, og hafði það í engu glatað leiftrandi aldurnaratöfrum sínum við endurheyrn í líflegri meðferð Meisters og SÍ á trúlega einni var- anlegustu tónsmíð íslenzks ný- klassísisma. Ægifagur Klarínettkonsert Moz- arts bauð sem frægasta verk sinn- ar tegundar vitaskuld upp á mis- kunnarlausan einleikssamanburð, jafnt héðra sem erlendis, og var að sama skapi harla óárennilegt við- fangsefni fyrir nýjan klarínettleið- ara SÍ. En þó hefði þar stundum mátt óska sér ívið ágengara ,sól- ista-egós‘ – manni dytti helzt í hug að spyrna aðeins meira í registra- andstæðurnar, t.a.m. þegar stokkið er lengst niður á urrandi chal- umeau karlagrobbssviðið – þá var örðulaust líðandi legatóþokki Arn- gunnar engu líkur og hefði vel til- efnað aukalag að verki loknu. ,Vor‘-sinfónía Roberts Schu- manns bauð upp á álíka fjölbreytt- an og liðugan hljómsveitarleik og heyrðist í fyrri atriðum kvöldsins, nema hvað Eyjólfur hresstist til muna þegar fyrsti málsvari frum- leikans í tónsköpun kallaði mest á kraft og snerpu – sem skilaði sér síðan hressilega undir forystu stjórnanda Útvarpshljómsveitar Vínarborgar. Meister tókst þar á ofan að draga verulega úr hjakk- kenndustu ítrekunum verksins með fjölbreyttari áferð en maður átti að venjast, og hóf fyrir vikið hljómkviðuna upp á hærra plan. Ekki illa að verki staðið. Enda reyndust undirtektir hlustenda eftir því. Legatóþokki Örðulaust líðandi legatóþokki Arngunnar Árnadóttur, klarín- ettleiðara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var engu líkur, að mati rýnis. Sígild gæði Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbmn Jórunn Viðar: Eldur. Mozart: Klarín- ettkonsert. Schumann: Sinfónía nr. 1 (Vorsinfónían). Arngunnur Árnadóttir klar. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- andi: Cornelius Meister. Fimmtudaginn 10. september kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefur tilkynnt hvaða kvikmyndir verða sýndar í aðalverðlaunaflokki hennar, Vitr- unum, á hátíðinni í ár sem hefst 24. september. Myndirnar sem keppa um aðalverðlaunin, Gullna lund- ann, eru tólf talsins og eiga það sameiginlegt að vera fyrsta eða önnur kvikmynd leikstjóra. „Verk- in eru valin með það að leiðarljósi að þau ögri viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísi þannig veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar- innar,“ segir í tilkynningu. Ein íslensk mynd verður sýnd í Vitrunum, Þrestir eftir leikstjór- ann Rúnar Rúnarsson. Rúnar hlaut Gullna lundann árið 2011 fyrir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Eldfjall. Allar myndirnar í flokk- inum verða Norðurlanda- frumsýndar á hátíðinni og meðal þeirra sem vakið hafa sérstaka at- hygli er hin bandaríska Krisha eft- ir Trey Edward Shults, sem fjallar um samnefnda persónu sem snýr aftur til fjölskyldu sinnar eftir langvarandi baráttu við áfeng- isfíkn. Einnig má nefna Mediterr- anea eftir Ítalann Jonas Carpign- ano og Sleeping Giant eftir Andrew Cividino. Formaður dómnefndar í ár er Frederik Boyer, listrænn stjórn- andi kvikmyndahátíðanna í Tribeca og Les Arcs í Frakklandi. Frekari upplýsingar má finna á riff.is. Í Vitrunum Stilla úr Þröstum, kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar. 12 myndir keppa um Gullna lundann Red Army Bíó Paradís 22.45 Territory Bíó Paradís 20.00 Fúsi Bíó Paradís 18.00 Love 3D Bíó Paradís 20.00, 22.30 Bönnuð innan 18 ára We Are Your Friends 12 Cole er plötusnúður sem á sér stóra drauma. Hann kynnist plötusnúðnum James, sem hyggst kenna honum allt sem hann kann. Það kastast hins vegar í kekki þegar Cole fer að fella hug til Sophie, kærustu James Smárabíó 17.30, 20.00, 22.50 Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.00 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.30 Love & Mercy 12 Mynd um líf tónlistarmanns- ins og lagahöfundarins Brian Wilson úr bandarísku hljóm- sveitinni Beach Boys, allt frá því hann sló í gegn og þang- að til hann fékk taugaáfall og hitti hinn umdeilda sálfræð- ing Dr. Eugene Landy. Sambíóin Kringlunni 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 No Escape 16 Verkfræðingurinn Jack Dwyer og fjölskylda hans sem vinna erlendis komast í hann krapp- an þegar grimmir uppreisn- armenn nýta sér upplausn í landinu og hóta því að myrða alla útlendinga. Laugarásbíó 15.45, 17.45, 20.00, 22.15 Borgarbíó Akureyri 20.00 Háskólabíó 22.15 Self/less 12 Dauðvona milljarðamær- ingur flytur vitund sína í lík- ama heilbrigðs ungs manns. En það er ekki allt sem sýn- ist þegar hann fer að fletta ofan af ráðgátunni um upp- runa líkamans. Sambíóin Egilshöll 15.20, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakki 17.30, 20.00, 22.30 The Transporter Refueled 12 Sömu þrjár reglurnar gilda enn: aldrei breyta samn- ingnum, engin nöfn og aldrei opna pakkann. Smárabíó 17.45, 20.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Straight Outta Compton 12 Metacritic 73/100 IMDB 8,4/10 Laugarásbíó 22.20 Smárabíó 20.00, 22.10 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30 Absolutely Anything 12 Laugarásbíó 18.00 Frummaðurinn Smárabíó 13.00, 15.30 Laugarásbíó 13.45, 15.45 Borgarbíó Akureyri 15.30 The Gift 16 Laugarásbíó 20.00 Agent 47 16 Smárabíó 23.00 Vacation 12 Sambíóin Egilshöll 15.10, 17.50, 20.00 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.40, 17.50, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 15.40 Sambíóin Akureyri 15.40, 17.50 Sambíóin Keflavík 18.00 Mission: Impossible - Rogue Nation 12 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00 Pixels Smárabíó 13.00, 15.30 Amy 12 Háskólabíó 20.00 Ant-Man 12 Sambíóin Kringlunni 22.45 Minions Metacritic 56/100 IMDB 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.40, 17.50 Sambíóin Keflavík 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.20, 17.50 Háskólabíó 15.00 Laugarásbíó 13.50, 15.50 Borgarbíó Akureyri 15.30 Inside Out Metacritic 93/100 Laugarásbíó 14.00 Sambíóin Álfabakka 13.30, 14.00, 15.40 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.10 Sambíóin Kringlunni 15.20, 17.50 Sambíóin Akureyri 15.40, 17.50 Sambíóin Keflavík 16.00 Hrútar 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Háskólabíó 17.30 Bíó Paradís 22.00 Sjóndeildarhringur Bíó Paradís 20.00 In the Basement Bíó Paradís 18.00, 20.00, 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Krakkarnir úr fyrri Maze Runner-myndinni reyna komast að því hverjir standa á bak við völundarhúsið og hvaða hlutverki þeir gegni, um leið og þeir reyna að sigrast á eyðilandinu „The Scorch“ þar sem hver ógnin á fætur annarri bíður þeirra. Metacritic 39/100 IMDb 75/100 Laugarásbíó 18.00, 21.00 Smárabíó 13.00, 14.00, 16.00, 17.00, 19.00, 20.00, 22.00, 22.20 Háskólabíó 16.00, 19.00, 22.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Sambíóin Keflavík 22.30 Maze Runner: The Scorch Trials 12 Bandaríski leyniþjónustumaðurinn Napoleon Solo og KGB maðurinn Ilya Kuryakin vinna saman að því að finna dularfull glæpasamtök. Metacritic 55/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 The Man From U.N.C.L.E. 12 Evan er vinsæll arkitekt sem lifir að því er virðist fullkomnu lífi. Dag einn fer allt úr skorðum þegar vinkonurnar Ge- nesis og Bel banka upp á hjá honum og biðja um aðstoð. Evan getur ekki neit- að og veit ekki að hann er kominn í lífshættu. Metacritic 69/100 Sambíóin Egilshöll 15.40, 17.50, 20.00, 22.20 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.50, 17.50, 20.00, 20.00, 22.20, 22.30 Sambíóin Akureyri 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.10 Knock Knock 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.