Morgunblaðið - 17.09.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Sunna Sæmundsdóttir
Björn Jóhann Björnsson
Gengið var í gær frá fyrri áfanga fjár-
mögnunar á sólarkísilverksmiðju Sili-
cor Materials á Grundartanga. Búið
er að tryggja fjármögnun upp á 14
milljarða króna en þar af hafa ís-
lenskir fjárfestar skráð sig fyrir sex
milljörðum. Afganginn, um 60%,
leggja erlendir fjárfestar til.
Reiknað er með að síðari áfangi
fjármögnunar klárist um mitt næsta
ár en heildarfjárfesting Silicor vegna
verkefnisins á Grundartanga er um
120 milljarðar króna. Gert er ráð fyr-
ir að lánsfjármögnun undir forystu
Þróunarbanka KfW standi að baki
um 60% heildarkostnaðar.
Verktakinn flytur til landsins
Félagið Sunnuvellir heldur utan
um íslensku fjárfestinguna en félagið
er í eigu Festu lífeyrissjóðs, Íslands-
banka, Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja,
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Sam-
einaða lífeyrissjóðsins og Sjóvár.
Centra fyrirtækjaráðgjöf hafði um-
sjón með fjármögnun verksmiðjunn-
ar fyrir hönd Silicor og ráðgjafi
Sunnuvalla er Summa rekstrarfélag
hf.
Silicor undirritaði nýverið samning
við danska verktakafyrirtækið MT
Højgaard um byggingu verksmiðj-
unnar. Mun fyrirtækið flytja svæðis-
skrifstofu sína frá Þórshöfn í Fær-
eyjum til Reykjavíkur, en skrifstofan
hefur til þessa séð um verkefni á
Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.
Vélbúnað fyrir verksmiðjuna mun
þýska fyrirtækið SMS Siemag sjá
um, en það á einnig hlut að vélbúnaði í
kísilveri PCC á Bakka.
Vonir standa til að framleiðsla Sili-
cor geti hafist árið 2018. Þar munu
starfa um 450 manns. Orkuþörf verk-
smiðjunnar er um 85MW og er áætl-
að að árlegt útflutningsverðmæti af-
urða verði á bilinu 50-60 milljarðar
króna.
Hráefnið til framleiðslunnar mun
að stórum hluta koma frá
verksmiðju Alcoa í Reyð-
arfirði. Munu hráefnis-
kaupin nema 75-85 millj-
ónum dollara á ári,
jafnvirði 9-10 milljarða
króna.
Undirbúningur að
byggingu verksmiðj-
unnar hefur staðið
í tvö ár. Fram-
kvæmdir eiga að
hefjast á næsta
ári en í vetur
hefja Faxaflóahafnir framkvæmdir
við höfnina og lóðina, en verksmiðjan
rís skammt frá Norðuráli, á Katanesi.
Einkaleyfi á framleiðslunni
Sólarkísill er hreinsaður kísill, m.a.
til nota í örgjörva í tölvum, en Silicor
mun einbeita sér að framleiðslu kísils
í sólarrafhlöður.
Silicor Materials hefur þróað eigin
framleiðsluaðferð og fengið einka-
leyfi á henni. Framleiðslan felst í því
að hreinsa 99,5% kísil með því að
minnka magn bórs, fosfórs og ýmissa
málma í kísilnum. Með því fæst
hreinn kísill. Bráðið ál er síðan notað
sem eins konar hreinsilögur á kísilinn
til að fjarlæga óhreinindi. Þau bind-
ast nefnilega frekar áli en kísil. Þessi
blanda áls og kísils lækkar bræðslu-
mark málmblendisins, sem þýðir að
minni orku þarf til sjálfrar bræðsl-
unnar.
Nýjungin sem fyrirtækið hefur
einkaleyfi á er sú að kísilmálmur er
leystur upp í bræddu áli. Hægt er að
segja að álið virki eins og svampur og
eftir standi kísill sem nýtist fyrir sól-
arhlöð. Þetta er ólíkt því sem hefur
tíðkast.
Verksmiðjan er ekki háð mati á
umhverfisáhrifum, samkvæmt niður-
stöðu Skipulagsstofnunar frá 2013.
Lífeyrissjóðir í sólarkísil
Fyrri áfangi fjármögnunar sólarkísilvers á Grundartanga tryggður Íslenskir
fagfjárfestar með sex milljarða af 14 Heildarfjárfesting upp á 120 milljarða króna
Ljósmynd/Anton Brink
Fjármögnun Theresa Jester, forstjóri Silicor Materials, kynnir áformin á Grundartanga fyrir sveitarstjórnarmönnum og ráðherrum í Hvalfirði í gær.
Sveitarstjórn
Skútustaða-
hrepps hefur öðru
sinni frestað af-
greiðslu á um-
sókn Landsvirkj-
unar um
framkvæmdaleyfi
vegna tveggja
borholna á
Kröflusvæðinu.
Deilur eru á milli Landsvirkjunar og
Landeigenda Reykjahlíðar ehf. (LR)
um nýtingarrétt á svæðinu. Vefengja
landeigendur að heimild sé fyrir
þessum framkvæmdum án frekara
samþykkis þeirra.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, sendi sveitar-
félaginu bréf nýverið þar sem árétt-
uð er sú skoðun fyrirtækisins að
heimild til borunar sé fyrir hendi á
tilteknum stað við Kröfluvirkjun og
vitnar þar í hæstaréttardóm frá
2009. Fram kemur í fundargerð
sveitarstjórnar að skipulagsnefnd,
að fengnu áliti Skipulagsstofnunar
og lögfræðiáliti, telur að heimild sé
til borunar á athafnasvæði Lands-
virkjunar fyrir holunni K-42. Hins
vegar leiki vafi á, samkvæmt túlkun
Skipulagsstofnunar, að borun á holu
K-41 hafi fengið umfjöllun í ferli um-
hverfismats og þá hvenær.
Í ljósi þessa ágreinings ákvað
sveitarstjórnin að „bjóða aukinn
tíma fyrir málsaðila til að koma mál-
inu á hreint þannig að sveitar-
stjórnin geti tekið vel upplýsta
ákvörðun um veitingu fram-
kvæmdaleyfis“, eins og segir í fund-
argerð Skútustaðahrepps.
Vonast eftir sátt
Ólafur H. Jónsson, verkefnisstjóri
LR, vísar til sama hæstaréttardóms,
máli sínu til stuðnings. Þar komi
fram að Landsvirkjun verði að gera
samkomulag við landeigendur áður
en til framkvæmda komi. Bendir
Ólafur á að Landsvirkjun hafi gert
slíkt samkomulag við landeigendur
Voga vegna virkjunar í Bjarnarflagi.
„Það er til hagsbóta fyrir alla aðila
að ná sátt í þessu og hefur ekki staðið
á okkur í því sambandi,“ segir Ólafur
og vonast til þess að samkomulag ná-
ist við Landsvirkjun. Sveitarstjórnin
verði jafnframt upplýst nánar og
landeigendur séu að taka saman
gögn í því skyni. bjb@mbl.is
Deilt um
borholur
í Kröflu
Ólafur H. Jónsson
Sveitarfélagið
frestar afgreiðslu
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Hér er allt komið á fleygiferð og undirbúningi
miðar vel áfram. Fyrirtækin eru að koma sér
fyrir með skrifstofur í bænum og við Bakka er
jarðvinna hafin og búið að reisa vinnubúðir.
Þetta er strax farið að hafa mikil áhrif á bæjar-
lífið,“ segir Snæbjörn Sigurðsson, verkefnis-
stjóri Norðurþings, vegna framkvæmda á
Bakka, en opnunarhátíð fer fram í dag vegna
upphafs framkvæmda á kísilverksmiðju PCC.
Á fréttavefnum 640.is kemur fram að dag-
skráin hefjist kl. 11 á Fosshótelinu á Húsavík
og standi til kl. 13. Þar flytja ávörp m.a. þau
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Magnús-
son, bæjarstjóri Norðurþings, Hörður Arnar-
son, forstjóri Landsvirkjunar, Guðmundur
Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Einnig verða erindi frá fulltrúum PCC Bakki
Silicon og verktaka framkvæmdanna.
Að þessari dagskrá lokinni, sem eingöngu
er opin boðsgestum, fer fram athöfn á Bakka
þar sem klippt verður á borða á iðnaðarsvæð-
inu. Sú athöfn er opin almenningi, að því er
fram kemur á fréttavefnum www.640.is.
Að sögn Snæbjörns styttist í að fram-
kvæmdir hefjist við dýpkun Húsavíkurhafnar.
Einnig við jarðgangagerð og vegtengingu frá
bænum að iðnaðarsvæðinu. Vinna við orkuöfl-
un á Þeistareykjum er einnig hafin.
Í vikunni voru opnuð tilboð í Bakkaveg;
milli Húsavíkur og Bakka, og reyndist norskt
fyrirtæki eiga lægsta tilboðið upp á 2,8 millj-
arða króna, eða rétt yfir áætluðum verktaka-
kostnaði. Fjögur tilboð bárust í verkið, sem á
að vera lokið í ágúst árið 2017.
Vonir eru bundnar við að jarðvinna geti
haldið áfram í vetur, enda segir Snæbjörn að
yfirleitt sé snjólétt á Bakka.
Yfir 200 bein og óbein störf
Þegar mest lætur er talið að ríflega 700
manns starfi á verktíma á Bakka og við tengd-
ar framkvæmdir. Þegar kísilver PCC hefur
tekið til starfa er reiknað með um 120 störfum
þar en Snæbjörn segir að til viðbótar verði um
100 afleidd störf á Húsavík og nágrenni.
Spurður hvort nægt framboð á skrifstofu- og
íbúðarhúsnæði sé til staðar segir hann Norð-
urþing vera að skipuleggja ný hverfi.
„Eitt hverfi er tilbúið til byggingar og
verið er að leggja drög að fleirum til að skipu-
leggja og hafa tilbúin þegar fram í sækir,“ seg-
ir Snæbjörn að endingu.
Framkvæmdir á fleygiferð á Bakka
Opnunarhátíð á Húsavík í dag vegna kísilvers PCC á Bakka Ráðherrar mæta og klippa á borða
Jarðvinna í gangi Framkvæmdir við höfn og jarðgöng framundan Yfir 700 störf á verktíma
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Bakki Vinnubúðir eru komnar upp á Bakka við Húsavík vegna byggingar kísilvers PCC.
„Þetta er mikilvægur áfangi og
við erum ánægð með þann
áhuga á verkefninu sem fjár-
festar hafa sýnt. Þessi áfangi
kemur í kjölfar þess að við gerð-
um samninga um byggingu verk-
smiðjunnar og kaup á vélbúnaði
hennar,“ segir Theresa Jester,
forstjóri og stjórnarformaður
Silicor Materials. Hún segir fyrir-
tækið stefna að því að verða
leiðandi í framleiðslu á kísli fyrir
sólarrafhlöður. „Með þá sterku
bakhjarla sem við höfum munum
við ná því marki. Með umhverfis-
vænni og hagkvæmri
framleiðslutækni viljum við
gera fleiri heimilum og
fyrirtækjum kleift að
nýta sólarorku, í stað
hefðbundinna orku-
gjafa, á viðráðan-
legu verði.“
Mikilvægur
áfangi
FORSTJÓRI SILICOR
Theresa
Jester