Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
✝ Einar ArnórEyjólfsson
flugvirki fæddist 6.
júní 1956. Hann lést
í Reykjavík 5. sept-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Einhildur
Guðrún Einars-
dóttir, ljósmóðir, f.
23.9. 1930, og Eyj-
ólfur Vilhelm
Ágústsson, vélvirki,
f. 1.12. 1932, d. 11.7. 1999. Einar
var fjórði í röð sex systkina. Þau
eru:
Róbert Guðmundur, bygg-
ingatæknifræðingur, f. 30.8.
1952, maki Laufey Rós Jóhann-
esdóttir, Svanhildur, versl-
unarmaður, f. 17.10. 1953, El-
ísabet, leikskólastjóri, f. 24.5.
1955, maki Gunnar Magnússon,
Ágúst Kristján, flugvirki, f. 22.4.
1958, Ásta Kristín, hjúkr-
unarfræðingur, f. 12.3. 1960,
maki Jeffrey Takehana.
helm, f. 25. nóv. 2005, Elín Anna,
f. 14.9. 2011, og Bjarki Steinar, f.
14.7. 2014.
3) Elías Bjartur, nemi, f. 19.4.
1992. Maki: Ragnhildur Helga
Hannesdóttir, nemi, f. 24.9.
1991.
Í vesturbæ Kópavogs ólst Ein-
ar upp og stundaði nám í vél-
virkjun í Iðnskólanum í Reykja-
vík. Flugvirkjun lærði hann í
Tulsa í Bandaríkjunum og bjó
eftir það um tíma í Seattle. Eftir
heimkomu starfaði hann við hlið
föður síns við járnsmíði um ára-
bil. Sigrún og Einar bjuggu
lengst af í Grafarvogi og ólu
börn sín upp þar. Þau hjónin
ráku heildverslun í nokkur ár.
Árið 1997 hóf Einar störf sem
flugvirki hjá Icelandair í Kefla-
vík.
Einar var þúsundþjalasmiður,
sérlega handlaginn og greiðvik-
inn, vinmargur og hrókur alls
fagnaðar. Hann var áhugasamur
um ólík viðfangsefni eins og
veiði, vélar og tæki, fuglalíf,
matargerð og veisluhöld, ýmiss
konar smíði og ekki síst tónlist
og gamla bíla.
Einar verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 17. sept-
ember 2015, kl. 13.
Eftirlifandi eig-
inkona Einars er
Sigrún Ása Sig-
marsdóttir, bóka-
safns- og upplýs-
ingafræðingur, f.
10. júní 1957. Móðir
hennar var Þórdís
Jóhannsdóttir, hús-
móðir, f. 21.3. 1937,
d. 3.1. 1982, og fað-
ir er Sigmar Ólafur
Maríusson, gull-
smiður, f. 8.3. 1935.
Börn þeirra Einars og Sigrún-
ar eru: 1) Eva Mjöll, flugumferð-
arstjóri, f. 13.9. 1981. Maki:
Gunnar Skúlason Kaldal, verk-
fræðingur, f. 26.11. 1981. Börn
þeirra eru Hrafn Ingi, f. 19.2.
2006, Sigmar Kári, f. 1.12. 2010,
og Birkir Logi, f. 19.6. 2012.
2) Ásta María, matvæla- og líf-
efnafræðingur, f. 14.3. 1983.
Maki: Guðmundur Stefán Stein-
dórsson, verkfræðingur, f. 18.1.
1980. Börn þeirra eru Arnar Vil-
Einar sá ég fyrst þegar ég
flutti sem unglingur í Kópavog
og kom auga á sætan, hressi-
legan strák sem bjó í húsinu á
móti. Við mættumst af og til
næstu árin en ekki tókst okkur
að verða par fyrr en um tvítugt.
Glettinn var hann og stríðinn,
glaumur og gleði fylgdu honum
og sprelllifandi glampi skaust
fram í augun þegar stríðnispúk-
inn birtist. Svo sannarlega hef-
ur hann glatt mig, lyft mér upp
úr hversdagslífinu og svo oft
fengið mig til að sjá spaugilegu
hliðarnar á hlutunum. Verið
besti vinur minn alla tíð þótt á
ýmsu hafi gengið, svo örlátur á
umhyggju og elskandi faðir
barnanna okkar og einstakur
afi. Líf mitt var engin lognmolla
með Einari. Hans er sárt sakn-
að en á erfiðum tíma er hjarta
mitt samt fullt þakklætis fyrir
það lán að hafa átt hann að.
Ég finn, hve sárt ég sakna,
hve sorgin hjartað sker.
Af sætum svefni að vakna,
en sjá þig ekki hér;
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
Í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér
(K.N.)
Sigrún.
Elsku pabbi. Það er erfitt að
setjast niður og skrifa minning-
arorð um þig. Það að missa þig
er svo óendanlega erfitt og
sárt. Þó kemur mér svo margt
til hugar, svo margar góðar
minningar, að því verður aldrei
komið almennilega til skila í ör-
fáum orðum. Þú kenndir mér að
synda, skíða, elda, keyra og
taka handbremsubeygjur. Þú
kenndir mér að bíða ekki eftir
því sem ég vildi, heldur ganga á
eftir því og láta hlutina gerast.
Þú kenndir mér að meta hrein-
skilni og sýna náungakærleik.
Þú lagðir mikið upp úr því að
við börnin þín myndum ferðast
og sjá heiminn. Þú sagðir mér
svo oft að ég væri stelpan þín
og ég gæti allt sem ég vildi. Það
kostaði mig þó nokkrar slysó-
ferðir þegar ég var lítil en þetta
sjálfstraust sem þú gafst mér
mun endast mér út lífið. Þú
varst aldrei feiminn við að
segja mér að þú elskaðir mig og
hvað þú varst stoltur af mér.
Fyrir það er ég gríðarlega
þakklát núna. Þú varst einstak-
lega góður afi og hittir barna-
börnin oft í viku. Þú kenndir
þeim ýmislegt sem ég var mis-
ánægð með, en börnin elskuðu
þessar stundir og að fá að gera
prakkarastrik með þér. Ég sé
svo mikið af þér í börnunum
mínum. Þú varst alltaf svo dug-
legur að koma í heimsókn, iðu-
lega á matartíma svo ég er vön
að elda alltaf fyrir einn auka.
Mikið á ég eftir að sakna þess.
Þú varst svo stór hluti af okkar
daglega lífi, hjálpaðir til við öll
verkefni, að ég veit hreinlega
ekki hvernig ég á að halda
heimili án þín. Ég er þér svo
þakklát fyrir alla hjálpina,
traustið, ástina sem þú sýndir
mér og allan tímann með þér.
Nú tökum við börnin við að
segja brandarana og sögurnar
þínar, þó að við komumst
hvergi nærri með tærnar þar
sem þú hafðir hælana. Við höld-
um gleðinni á lofti fyrir þig,
pabbi, takk fyrir allt.
Ástarkveðja, þín dóttir,
Ásta María Einarsdóttir.
Elsku pabbi, ég sakna þín
svo mikið. Þú skilur eftir þig
stórt skarð en efst í huga mér
er þakklæti. Takk fyrir allt sem
þú kenndir mér og allt sem þú
gerðir fyrir mig. Takk fyrir að
hafa alltaf óbilandi trú á mér.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar og vera alltaf mættur á
núll einni í hvert einasta skipti
sem ég þurfti á þér að halda.
Takk fyrir að berjast eins
hetjulega og þú gerðir við
þennan sjúkdóm, elsku pabbi.
Ég er þakklát fyrir að hafa alist
upp á heimili þar sem þið
mamma unnuð saman að því að
byggja upp okkar líf. Fyrir að
hafa haft þig sem fyrirmynd,
mann sem alltaf kom fram við
mig eins og prinsessu og
kenndi mér að ég ætti bara það
besta skilið. Mann sem sagði
okkur alltaf hversu stoltur hann
væri af okkur systkinunum og
hvað hann elskaði okkur mikið.
Þú kenndir meira að segja
börnunum mínum það og ég
mun gera mitt besta til að ala
þau upp á sama ástríka og
skilningsríka hátt og þið óluð
okkur upp.
Á mínu æskuheimili voru all-
ir velkomnir, alltaf líf og fjör og
í þínum huga voru allir jafnir.
Stéttaskipting þjóðfélagsins var
ekki til og greiðasemin átti sér
engin takmörk. Þú fórst þínar
eigin leiðir. Ég, reglupésinn,
dáðist oft að því og hafði gott af
því þegar þú hvattir mig til
þess að brjóta örfáar reglur. Þú
varst einstakur og ég get full-
yrt það að það er enginn eins
og þú.
Ég gleymi aldrei þegar þú
hittir barnabörnin þín í fyrsta
skipti. Þau voru ljósið í lífi þínu
og þú elskaðir þau svo mikið.
Gafst þeim nebbakoss og sagðir
„afi elskar þig“ og það vissu
þau og fundu eins og við hin.
Ein af mínum uppáhalds-
minningum um þig var þegar
Hrafn Ingi var lítill og var að
drekka mjólk úr glasi með röri.
Þú kenndir honum að blása í
rörið svo glasið fylltist af loft-
bólum og svo flæddu þær út um
allt. Þið sátuð heillengi við
borðið, hann blés í rörið og svo
hlóguð þið ykkur báðir mátt-
lausa. Aftur og aftur og aftur.
Seinna, þegar Hrafn Ingi var
orðinn stóri bróðir, kenndi hann
Sigmari Kára að gera það
sama. Þeir hlógu og ég sagði
honum að nú væri hann að
kenna litla bróður sínum ósiði.
„Já, og afi Einar á að kenna
honum það,“ sagði hann þá.
Missir barnabarnanna er mikill.
Þau eru búin að missa afa sinn,
óþekktarangann og stríðnispúk-
ann sem elskaði þau svo mikið.
Þann sem hvatti þau til að vera
með læti og hlæja og gaf sér
alltaf tíma fyrir þau.
Ég trúi ekki að þú munir
ekki birtast aftur á helgar-
morgnum með bakarísbrauð,
læri og melónu. Ekki kitla mig
og börnin mín þangað til við
getum ekki hlegið meir, segja
fleiri brandara, tala við mig í
símann eins og við gerðum nán-
ast á hverjum degi né koma við
beint eftir vinnu af því þig lang-
aði bara aðeins að sjá okkur.
En við munum eftir öllum góðu
stundunum. Öllum prakkara-
strikunum, veislunum, látunum
og æðibunuganginum. Allri
gleðinni og ástinni sem skein
frá þér. Ég sé þig í hvert skipti
sem ég sé stríðnisglampann í
augunum á strákunum mínum
og glottið sem færist yfir and-
litið á þeim þegar þeir búa sig
undir að stríða mér.
Takk elsku pabbi. Ég sakna
þín stanslaust, elska þig enda-
laust.
Eva Mjöll.
Pabbi var ávallt glettinn og
grínaðist gjarnan í vinum jafnt
sem ókunnugum. Í hans huga
var varla til staður né stund
sem útheimti ekki brandara eða
tvo, hvort sem efni þeirra var
viðeigandi eður ei, og skipti þá
litlu úr hvaða lögum samfélags-
ins viðmælendur hans voru.
Hann gerði aldrei greinarmun á
stöðu fólks. Enginn var of hátt
settur, eða of lágt, til að gerast
vinur pabba – og fólk var iðu-
lega komið í vinatölu eftir lítið
meira en fyrsta samtal. Æðstu
gæði lífsins voru, að hans mati,
fjölskylda og vinir – sambönd
sem ala af sér hamingju og
samhug – og var hann ævinlega
þakklátur fyrir hve vel var
komið fyrir honum og hans
fólki. Þegar hann kom til barna
sinna og barnabarna með bakk-
elsi úr bakaríinu snemma morg-
uns voru líkur á að hann væri
einnig búinn að lesa blöðin,
gera við bíl, hringja í vini og
fjölskyldu, mæta í bakaríið áður
en það var opnað og keyra fram
hjá húsum dætra sinna til að
athuga hvort einhver væri
vaknaður. Hann var iðinn og
framtakssamur og skeytti
sjaldnast um formleg ferli eða
hamlandi reglur og höft heldur
fór að hlutunum eftir eigin
höfði. Vegir hans lágu oft á
skjön við vegi samfélagsins en
hann kippti sér lítið upp við það
enda fannst honum sínar leiðir
virka betur.
Pabbi kenndi mér að ganga
eftir því sem ég þrái. Þegar ég
var barn lét hann mig segja
hvað mig langaði í. Ekki var
þar með sagt að ég fengi það
sem hugurinn girntist en ef ég
vissi það ekki sjálfur eða þorði
ekki að segja það upphátt voru
líkurnar frekar litlar. Það sækir
enginn annar í það sem hjarta
manns þráir fyrir mann. Það
verður maður að gera sjálfur.
Ég dáðist alla tíð að framfærn-
inni og hispursleysinu sem
skinu úr sérhverri gjörð. Hann
kenndi mér að standa á eigin
fótum, annast fjölskyldumeð-
limi, tala við ókunnuga og koma
hlutunum í verk. Missirinn er
ótrúlegur og ég sé ekki fram á
dag þar sem söknuðurinn mun
ekki segja til sín.
Elías Bjartur Einarsson.
Einar var ávallt góður barna-
börnum sínum og skemmtilegri
afa er vart hægt að hugsa sér.
Þeim þótti mjög vænt um afa
sinn. Hann kom oft við heima
og þurfti ekki að finna ástæðu
til þess, enda var heimilislegt
og gott að hafa hann nærri. Það
var alltaf stutt í grín og glens
hjá Einari og skipti staður og
stund þar litlu máli. Einar hafði
ást á tónlist og þá helst amer-
ískri sveitatónlist sem var spil-
uð óspart, helst í stórum og há-
værum hátölurum.
Það var aldrei leiðinlegt ná-
lægt Einari, hann hafði alltaf
eitthvað fyrir stafni og þar var
bíladellan í forgrunni. Þegar ég
kynntist Evu man ég hvað mér
fannst skrítið hvað hann átti
marga bíla. Bílaflotinn hefur
stöðugt tekið breytingum síðan
og Einar var alltaf að stússa
eitthvað í kringum hann. Hann
var líka alltaf tilbúinn að hjálpa
þeim sem honum þótti vænt um
og var mikill reddari. Einn
strákanna okkar sagði einu
sinni að afi Einar gæti lagað
allt sem væri með dekk. Bíla,
flugvélar, hjól eða leikfanga-
trukka, hann gat lagað það. En
hann gat reyndar lagað margt
fleira, hvort sem það var með
dekk eða ekki.
Einar tengdapabbi minn
kenndi mér svo margt þau ár
sem ég þekkti hann, hvort sem
það var um bíla, flugvélar, tón-
list, sósugerð eða lambalærisát.
Ég sakna hans og það gerum
við öll sem þekktum hann en
við munum alltaf muna gleði-
stundirnar sem við áttum með
honum.
Gunnar Skúlason Kaldal.
Kæri vinur og tengdasonur.
Undir lækkandi september-
sól hvarfst þú á braut. Við
söknum þín öll. Þú varst ein-
stakur afi. Litlu barnabörnin
þín sex hafa misst mikið. Ég sé
þig fyrir mér með þau yngstu í
fanginu og hin á sveimi kring-
um afa sinn, sem alltaf hafði
tíma fyrir þau. Einstakt var hve
hjálpsamur þú varst, lipur og
greiðugur við fjölskyldu og vini.
Þú hélst bílaflotanum gangandi.
Síðan voru ýmsar útveganir og
akstur til og frá flugvelli. Oft
tókst þú að þér aðdrætti og
matargerð þegar fjölskyldan
kom saman og kallaði ég þig
kjötsúpukónginn. Bílar og flug-
vélar voru stór hluti af lífi þínu
og förum við ekki nánar út í
það. Ég votta elskulegri móður
þinni mína dýpstu samúð svo og
Sigrúnu, dóttur minni, og öllum
ættingjum.
Sigmar Ó. Maríusson.
Elsku Einar. Við hittumst
fyrst fyrir rétt tæpum 13 árum
þegar við Ásta vorum að kynn-
ast. Mér var það alveg ljóst frá
fyrsta degi að þú varst mikill
karakter sem fór oft á tíðum
óhefðbundnar leiðir að hlutun-
um. Ég hafði alla tíð alveg ein-
staklega gaman af þér. Svo
skemmtilegur og fjörugur og
alltaf klár með brandara við öll
tilefni sem voru látnir flakka
sama hversu líklegir þeir voru
til að hitta í mark hjá áheyr-
endunum. Hjálpsemi var þér í
blóð borin og höfum við Ásta
fengið að njóta hennar ríkulega
öll þessi ár. Orðið þúsundþjala-
smiður hefur sennilega sjaldan
átt eins vel við og í þínu tilviki.
Hvort sem það voru bílarnir,
heimilistækin eða þakrennur þá
einhvern veginn gastu alltaf
reddað okkur og öðrum í stór-
fjölskyldunni. Það var líka svo
gaman að fylgjast með því hvað
þú varst mikið í essinu þínu í
þessum reddingum. Geislaði af
þér stuðið.
Bílarnir maður. Ég held að
það sé óhætt að segja að þú
hafir verið með stórkostlega
bíladellu. Það er algerlega séns-
laust fyrir mig að muna hvað
þú áttir marga bíla á þessum 13
árum sem við höfum þekkst en
nokkrir eru samt eftirminnileg-
ir, jafnvel fyrir mig sem hef
engan áhuga á bílum. Ég man
marga bíltúrana okkar tveggja
þar sem þú hélst misstutta fyr-
irlestra um vélarstærðir og
þuldir upp flesta íhluti bílsins á
meðan við hlustuðum á kántr-
íslagara á verulegum hljóðstyrk
af kassettu. Bílatalið fór nú allt-
af inn um annað og út um hitt
hjá mér en þessir bíltúrar voru
samt alltaf skemmtilegir og eft-
irminnilegir þegar ég hugsa til
baka.
Það er erfitt að hugsa sér
veislur hérna á heimilinu þar
sem þú ert ekki með okkur. Þú
varst svo mikill veislukall. Allt-
af til í að elda ótrúlega góðar
súpur eða grilla einhverja
snilld. Ég á margar góðar
minningar um þig með hattinn
að grilla, stundum á fleiri en
einu grilli í einu. Jafnvel að
reyta af þér brandarana á með-
an. Allt í gangi.
Við vorum svo heppin að þú
varst rosalega duglegur að
koma í heimsókn til okkar og
borðaðir oft með okkur kvöld-
mat. Fyrir þetta er ég ofboðs-
lega þakklátur því fyrir vikið
kynntust börnin okkar Ástu þér
svo vel og búa að því í dag. Þú
varst svo mikill fjölskyldumað-
ur og ofboðslega góður afi.
Því verður ekki lýst öðruvísi
en sem rosalegu höggi að missa
þig svona snögglega og allt of
snemma frá okkur, Einar. Við
söknum þín öll alveg svakalega
mikið.
Það er mikið til í því sem KK
og Maggi Eiríks segja í text-
anum „kirkjugarðar heimsins
geyma ómissandi fólk“. Takk
fyrir allt Einar.
Þinn tengdasonur,
Guðmundur Stefán
Steindórsson.
Elsku Einar. Ég hef hugsað
svo oft til þín síðustu daga. Þú
gerðir svo ótrúlega margt fyrir
svo ótrúlega marga. Ég vildi
óska að ég hefði getað gert
meira fyrir þig. Hvert sem ég
lít sé ég hluti sem minna á þig;
kók, rauður winston, flugvélar,
kjötkraftur, lambakjöt. Listinn
virðist óendanlegur. Við sem
vorum svo heppin að kynnast
þér munum aldrei gleyma þér.
Krefjandi ævi nú lýkur
eftir sitjum við.
Minningin sálina strýkur
vonandi finnur þú frið.
Með saknaðarkveðju,
Áslaug Sigmarsdóttir.
Einar, tengdafaðir Gunnars
sonar okkar, er látinn langt um
aldur fram. Við kynntumst hon-
um fyrst þegar Gunnar fór að
venja komur sínar til Evu sinn-
ar í Krosshömrum, þau þá að-
eins 18 ára gömul. Eitt af
fyrstu skiptunum sem við ókum
Gunnari heim til Evu sáum við
Einar úti á stétt, líklega eitt-
hvað að bjástra við bílana sína.
Hann gekk beint til okkar og
bauð okkur inn í kaffi eins og
við værum gamlir kunningjar.
Einkennandi fyrir Einar, opinn
og alúðlegur. Þar sem við sát-
um í eldhúsinu og spjölluðum
við þau Einar og Sigrúnu urð-
um við vör við að unga parið
var að sniglast um, greinilega
eitthvað stressuð og forvitin um
hvað foreldrarnir væru að tala.
Þá kallaði Einar til þeirra að
við værum að undirbúa brúð-
kaupið. Alltaf stutt í glens og
stríðni hjá honum.
Þegar barnabörnin sex fædd-
ust eitt af öðru kom í ljós hvað
hann var yndislegur og
skemmtilegur afi. Alltaf til í að
bregða á leik og gera eitthvað
skemmtilegt með þeim.
Einar var vel liðtækur í eld-
húsinu, eiginlega meistarakokk-
ur. Kjötsúpan hans er víðfræg
og varð til þess að háöldruð
móðir Skúla, sem alla ævi hafði
borðað eins og lítill fugl, fékk
matarást á Einari. Hann átti
það til að senda henni kjötsúpu
á dvalarheimilið þar sem hún
bjó síðustu árin og talaði hún
oft um það hvað „pabbi hennar
Evu“ væri góður við sig. Hann
var jafn natinn við unga sem
aldna.
Við eigum margar góðar
minningar um Einar og minn-
umst hans með hlýhug og þakk-
læti. Fjölskyldu hans allri send-
um við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Skúli og Ingibjörg (Inga).
Litlir guttar hittast í 7 ára
bekk Kársnesskóla 1963, hik-
andi, og óvissir um allt sem var
framundan. Fljótlega náðum
við Einar saman og hefur okkar
vinátta haldist alla tíð. Við vor-
um saman í bekk og nánir vinir
og næstum daglega var ég
heima hjá Einari og Ágústi á
Borgarholtsbrautinni. Við vor-
um samstiga í grunnskóla,
gagnfræðaskóla og framhalds-
námi upp úr 1977 í Bandaríkj-
unum.
Alls konar ævintýrum lentum
við í á ótroðnum ferðaslóðum,
1975-77, og oftast var Ágúst,
bróðir Einars, með í ferðum, og
vorum við eins og tríó.
Einar var alltaf ákveðinn og
framtakssamur í öllu sem bar
að höndum og fljótur að finna
lausnir á því sem að steðjaði.
Oft lentum við í einhverjum
grallaraskap eins og gengur, án
þess að nokkrum yrði að tjóni.
Endalaust væri hægt að rifja
upp ævintýri okkar, en þau
geymast vel í huga mínum og
okkar sem urðum þér samferða.
Það er mikill missir að þér,
Einar minn, og elsku Sigrún,
Einhildur og Ágúst, við minn-
umst Einars með þakklæti og
vottum öllum börnum, systkin-
um og fjölskyldu einlæga sam-
úð okkar. Ég er viss um að Ein-
ari líður vel núna.
Björn Karlsson,
Svanhildur Þórarinsdóttir.
Einar Arnór
Eyjólfsson
HINSTA KVEÐJA
Með sorg og söknuði
kveðjum við ástkæran son,
bróður, mág og frænda.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Einhildur og fjölskylda.