Skólavarðan - 01.02.2008, Qupperneq 19

Skólavarðan - 01.02.2008, Qupperneq 19
19 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 í sömu stellingunni og getur ekki sagt að það sé þreytt?“ Eins og áður hefur verið talað um þarf umhverfi leikskóla sem starfa í anda Reggio að vera meðfærilegt og sveigjanlegt. „Í leikskólanum hjá okkur,“ upplýstu Valborg og Ingibjörg, „breytum við stundum vikulega og notum tjöld, borð og skápa til að búa til rými í rýminu.“ Uppeldisleg skráning: Ingibjörg Erla Björnsdóttir kennari í Fögrubrekku sagði frá verkefni sem 4-5 ára börn unnu í skólanum. Í september 2004 voru börnin í Græna kisuhópi stödd í tómstundasal og sátu við borð ásamt kennurum sínum. Þeim hafði verið gefið hvítt bómullarefni í litlum óreglulega hringlaga bútum. Efnið var sett á borðið fyrir framan hópinn og börnin spurð hvað væri hægt að gera við það. „Sauma úr því, þrífa það,“ voru meðal annars svörin sem þau gáfu. Þetta varð upphafið að miklu meira starfi. Efnisbútarnir voru þrifnir og litaðir, þeir urðu pastellitaðir er þeir þornuðu. Málað var á þá og teiknað með textíltússpenna. Börnin voru alltaf jafn spennt fyrir að halda áfram að vinna með efnið og þau ákváðu að sauma sér kjól og teppi, kjólana úr lituðu bútunum og teppin úr máluðu bútunum. Þau saumuðu kjólinn í saumavél og kennararnir efuðust aldrei um að börnin gætu saumað. Það er frábært að vita til þess hvernig skráningar fönguðu hugmyndir og úrvinnslu barnanna, leiddu þau og kennarana til áframhaldandi vinnu. Við skráningu verkefnisins voru notaðar ljósmyndir, hljóðupptaka og ritaðar skráningar. Unnið er að gerð bókar sem fjallar um þemaverkefnið í heild. ReMida: Edda Lilja Guðmundsdóttir og Michelle Sonia Horne kennarar á Stekkjarási kynntu hugmyndafræði ReMidu sem hefur þróast í samvinnu Reggio leikskóla og samfélagsins í borginni Reggio Emilia á Ítalíu. ReMida hefur það að markmiði að nýta efnivið sem fellur til hjá stofnunum og fyrirtækjum bæjarins í skapandi vinnu barna (eins konar efnisveita). Þær sögðu frá því þegar fyrsta ReMida var opnuð árið 1996 í bænum og fjölluðu um það margþætta hlutverk sem hún gegnir. Hún stendur ekki bara fyrir það að gefa hlutum sem á að henda annað líf heldur fær hún fólk til að hugsa um umhverfið og ólíka samfélagshópa til að vinna saman. Edda Lilja og Michelle buðu þátttakendum vinnusmiðjunnar að skapa listaverk úr þeim efniviði sem safnast hefur saman í ReMidu Stekkjaráss. Fjöldi frábærra listaverka leit dagsins ljós og áhugi og sköpunargleði skein af þátttakendum. Hreyfing og tónlist: Asako Ichihashi kennari og Edda Valsdóttir leikskólastjóri Fögrubrekku kynntu hreyfingu og tónlist í leikskólanum. Þær töluðu um hve mikilvægt er fyrir börn að hreyfa sig og hvernig hreyfing og tónlist geta hjálpað börnum í þroskaferli þeirra. „Mörg börn eru borin út í bíl, borin inn í leikskólann og borin út aftur,“ sagði Edda. „Hvað segir þetta okkur? Íslensk börn hreyfa sig allt of lítið.“ Asako gerði grein fyrir uppbyggingu hreyfi- og tónlistarstunda með eins til sex ára börnum og þeim áherslum sem hún leggur til grundvallar í kennslu hjá hverjum aldurshópi fyrir sig, hvernig hún samtvinnar hugmyndafræði Reggio við tónlistina og hvernig hún virkjar hana með tjáningu, hlustun og sköpun. „Börnin eru dugleg að taka þátt í hreyfi- og tónlistarstundum og gleðin skín úr andlitum þeirra,“ sagði Asako. Hún leggur mikið upp úr sjónrænni innlögn hjá yngri börnunum og vekur athygli á hvernig börn túlka tónverk, auk þess sem hún fjallaði um meðferð hljóðfæra og tjáningarform þeirra. Í lokin voru þátttakendur látnir spreyta sig í hreyfingu og tónlist, með alls kyns æfingum, hoppi og skoppi. Hópastarf: Anna Friðriksdóttir og Sigríður Jónsdóttir kennarar í Fögrubrekku stikluðu á stóru um sögu þess skóla og þróun hans frá tvísetningu yfir í einsetningu. Þær tjáðu reynslu sína af fyrirkomulaginu sem viðhaft hefur verið frá árinu 1996, kostum þess og göllum. Sögðu frá þeim breytingum sem orðið hafa í tímans rás og þeim markmiðum að draga fram það besta fyrir barnahópinn. Þær fjölluðu um hvernig þróunin varð úr fjórum deildum, tveim yngri og tveim eldri, yfir í eina stóra eldri deild og eina stóra yngri. Þær fjölluðu um valkerfið sem áður var, en það var mjög þungt í vöfum á eldri deildinni þar sem voru 37 börn. Á yngri deildinni var strax farið í að skipta barnahópnum í þrennt þar sem tveir hópstjórar voru í hverjum hópi. Þeir skipta svæðum í húsinu á milli sín (Fagrabrekka er á tveimur hæðum). Fljótlega kom upp sú hugmynd að hópstjórarnir /kennararnir fylgdu barninu frá því að það stígur sín fyrstu skref í leikskólann uns leikskólagöngu þess lýkur, þ.e. frá aðlögun til útskriftar og fylgdu þar með börnunum á milli deilda. Kennurunum leist misvel á þessa hugmynd en svo var ákveðið að láta reyna á þetta. Anna og Sigríður töluðu um hvaða áhrif þetta hefur á börnin, á allt innra starf leikskólans. Þeim finnst börnin vera öruggari, þau þurfa til dæmis ekki hálfan vetur á hverju ári til að hristast saman, kynnast nýjum kennurum/ hópstjórum og almenn ánægja er meðal allra foreldra. Þær töluðu um að barn ætti auðveldara með að yfirfæra félagsfærni á aðrar aðstæður þegar það hefði haft tækifæri til að þjálfa hana með jafningjum sem það væri öruggt með. Börn finna til umhyggju og samkenndar með félögunum, þau verða að mörgu leyti eins og systkini, þau þora að segja sína skoðun, virða hvert annað og vinna á ágreiningsmálum sín á milli án aðstoðar fullorðinna. Ungbarnadeild – námsumhverfi yngstu barna í leikskólum: Svava Björg Mörk og Særún Hrund Ragnars- dóttir kennarar í leikskólanum Stekkjarási kynntu þróunarverkefni sem Svava Björg hefur unnið í samvinnu við starfsfólk Carlina Rinaldi segir að rýmið hafi sitt eigið dulmál. „Rýmið endurspeglar okkur, en við endurspeglum einnig rýmið. Hvaða skilaboð sendir herbergið með tilliti til innréttinga? Getur barnið bjargað sér sjálft? Getur það skipt sjálft um stellingu til að láta sér líða betur? Eða er það nauðbeygt til að sitja lengi í sömu stellingunni og getur ekki sagt að það sé þreytt?“ REGGIO EMILIA

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.